laugardagur, janúar 28, 2006

Þjóðerniskenndarfærsla í boði Íslendings

Ég öskraði mig hása í gær yfir handboltaleiknum. Ég var stödd í bad taste partýi (kannast eitthvað við það...) og að sjálfsögðu var horft á leikinn. Ég hef sjaldan upplifað eins mikla spennu og geðshræringu yfir íþróttaleik og gerði mitt þjóðarstolt þetta að verkum. Danirnir máttu ekki vinna! Ég veit ekki hvert tapsæri mitt hefði leitt mig ef það hefði gerst og er afar fegin að við töpuðum ekki. Ég var staðin upp, ásamt flestum öðrum í herberginu, öskrandi og hoppandi síðustu mínúturnar og sérstaklega síðustu sekúndurnar. Við vorum þó öll sammála því að úrslitin hefðu verið góð því þá voru allir ennþá vinir og gátu spjallað saman um kvöldið. Ég held að kvöldið hefði verið hálfónýtt ef við hefðum tapað. Danirnir voru flestir sammála um það, og kom þeim nokkuð á óvart, að Íslendingarnir væru ótrúlega góðir. Þeir voru vissir um að við myndum tapa stórt fyrst það vantaði Ólaf en þar lágu Danir sko aldeilis í því. Þeir voru líka flestir sammála um það að vera nokkuð skilningsvana á þessum fjandans Íslendingum. Hvernig getur 300.000 manna þjóð átt heimsklassa handboltalið, verið búin að kaupa hálfa Danmörku, orðin ein ríkasta þjóð í heimi og ein af þeim stóru þegar við vorum ennþá fátækir bændur og verkamenn undir Danakonungi fyrir ekki svo löngu síðan? Svarið okkar var að sjálfsögðu að við værum bara svona frábær. Það er ekkert meira um það að segja. Born to be wild.
Ég er stolt af Íslandi. Stundum held ég að ég springi úr þjóðerniskennd en sem betur fer hefur það ekki gerst ennþá. Ég held það sé betra að reyna að halda sér í einu lagi enn um sinn. Ég er stolt af því að Danirnir tali oftast um Ísland með undrun og virðingu. Ég er stolt af því að segja Ungverjunum að við séum bara 300.000 og allir séu skyldir. Þetta er furðulegt en ég er bara svo stolt!
En nóg um það. Þetta er orðið gott af þjóðerniskennd á netinu í bili.
Partýið í gær var skemmtilegt. Ég var máluð um augun í íslensku fánalitunum, í korseletti yfir hlýrabol, í ofboðslega ljótum hvítum og skræpóttum buxum með sniði sem nær yfir naflann og er þröngt yfir ökklana og í silfurlituðum skóm. Hálft kvöldið var ég einnig með brúðarslör á hausnum. Verðlaun voru veitt fyrir besta búninginn og þau hlaut Louise sem hélt sér í karakter allt kvöldið sem tepruleg miðaldra kennslukona sem langar svo að sleppa fram af sér beislinu en kann það ekki. Þegar ég talaði við hana seinna um kvöldið sagði ég henni að hún mætti fara úr karakter núna, það væri enginn að hlusta, var hún rosa fegin. Hún er skemmtileg týpa.
Ég fékk einnig danskennslu frá Simon. Hann sagði mér að ég reyndi að stjórna of mikið og ég útskýrði karlaleysið sem var alltaf vandamál í danskennslu í MR. Ég held ég hafi oftar verið karlinn en konan þegar ég hef lært að dansa. Ekki það að ég kunni mikið að dansa en þetta var gaman.
Í dag er ég hins vegar ekkert ofboðslega hress, langar helst að skríða upp í rúm en er samt að hugsa um að fá mér göngutúr. Sýna lit. Ég held ég hafi rispað á mér hálsinn í gær með öllum öskrunum. Hann var allavega ekkert svakalega ánægður með mig þegar ég vaknaði í morgun. Og ég ekki með hann. Hann hlýtur að jafna sig. Og ég líka.

þriðjudagur, janúar 24, 2006

Af ýmsu

Ég er búin ad setja upp myndasídu. Hún er ekki fullgerd, ennthá eru bara tvö albúm inni á henni en úr thví verdur bætt sem fyrst. Hana má finna hér.
Svo vil ég benda fólki á thad ad einungis kostar 10 kr. ad senda sms úr íslenskum farsíma í danskan. Ekki láta mig hlusta á hljódan síma mikid lengur, sendid mér ef eitthvad skemmtilegt gerist! Anna danska: 0045-27376220
Ég er med tvö henna-tattú. Annad á vinstri handlegg og hitt á hægra handarbaki. Á laugardaginn var nefnilega velkomfest fyrir nýja strákinn og nýju stelpuna. Strákurinn var nýkominn frá Indlandi thar sem hann keypti henna-tattú sett og nú er hálfur skólinn med tattú sem fara ekki af fyrr en eftir 2-3 vikur. Thá skyndilega vard stóra fidrildid á handabakinu mínu ekkert rosalega fyndid lengur.
Ég er búin ad stadfesta gamla kenningu hér í Danmörku. Kenninguna hef ég heyrt ótal sinnum en einhvernveginn aldrei nennt ad prófa hana. Ég er búin ad stadfesta thad ad thad er rosalega gott ad fara ad sofa um hálftólf-tólf og vakna eftir 8 tíma svefn og fá sér gódan morgunmat. Mér til mikillar furdu lídur mér vel allan daginn og er ekki ad drepast úr threytu fram eftir öllu. Mæli med thessu!

föstudagur, janúar 20, 2006

Hej Island!

Thad er fríhelgi í skólanum svo flestir Danirnir eru farnir heim. Thad eru thó nokkrir Danir eftir, vid Íslendingarnir og Ungverjarnir svo ég er ekki alveg alein í heiminum. Vikan er búin ad fljúga áfram med fullt af skemmtilegum tímum. Ég vissi ekki ad thad væri hægt ad fara í svona marga skemmtilega tíma í skóla. Mánudagurinn og thridjudagurinn fóru ad mestu leyti í leiklist. Kennararnir eru stórkostlegir og tímarnir ofbodslega fyndnir og skemmtilegir. Mér reyndar tókst ad misskilja eitt verkefnid pínu og bjó til fáránlegan karakter. Átti ad leika svanaveidara og bjó til karakter sem sá svani alls stadar og var alltaf ad drepa ímyndada svani og lama thá med sérstöku hljódi sem hann hafdi búid til. Ég var fyrst ad sýna afraksturinn af karakterbyggingunni og kennarinn horfdi á mig eins og ég væri... heimsk. Nei, kannski ekki alveg. En allavega spes. Svo komu hinir svanaveidararnir og their höfdu engin hljód og enga ímyndada svani. Thá leid mér eins og asna en svo hugsadi ég med mér ad ég hlyti thá ad vera svona allsvakalega frjó í höfdinu og thá leid mér betur. Alltaf gaman ad gera sig ad fífli!
Svo á midvikudaginn fór ég í dönsku og eftir tímann kom kennarinn til mín og spurdi mig hvort ég hefdi í alvöru not fyrir thetta, henni sýndist mér leidast svo. Úps. Ég sagdi ad mér leiddist og thetta væri of audvelt fyrir mig og fékk strax ad skipta um tíma. Á mánudaginn fer ég í stomp tíma. Og ég hlakka til. Fyndid ad thegar ég byrja í stompinu thá er ég í öllum mögulegum tímum hjá tónlistarkennaranum: Bandhit, Stompi, og kór. Kennarasleikjan Anna. Ég spiladi á trommur í lagi dagsins í tónlistartíma og thad var rosa gaman. Ég hélt ég myndi ekki ná thví fyrst en svo kom thetta allt med æfingunni... Thad gerist nefnilega stundum eitthvad thegar madur æfir sig, ég tharf ad taka thad til greina í víólunáminu!
Svo er thad keramiktíminn. Thad er mesta nostrid og rólegustu tímarnir. Sem er voda notalegt í bland vid hitt. Vid mótudum bolla í sídasta tíma og beina hluti í dag. Ég veit reyndar ekki hvernig ég á ad geta tekid thetta allt med mér heim en thad er seinna tíma vandamál.

Mér gengur ágætlega ad hafa herbergisfélaga en ég held samt ad ég muni vera í einstaklingsherbergi á seinna tímabilinu. Herbergisfélaginn minn fer heim um helgar svo ég er í einstaklingsherbergi um helgar og er búin ad fá smjörthefinn af thví hvad thad er thægilegt. Hún hættir í byrjun mars svo kannski fæ ég ekki annan herbergisfélaga og tharf ekki ad hafa áhyggjur af thví meir en ef ég á ad fá nýjan herbergisfélaga thá skipti ég í einstaklingsherbergi. Ég hef ekki yfir neinu ad kvarta, Tina er mjög fín stelpa en hún er alltaf sofnud um hálfellefu, kannski ellefu og mér finnst ég dóni ef ég vil hafa ljósid kveikt og lesa. Thetta er svona... Alltaf tharf madur ad taka tillit til annarra.

Ég er annars búin ad vera dugleg ad lesa sídan ég kom út. Búin med Fólkid í kjallaranum og fannst hún gód. Núna er ég ad lesa Sjálfstætt fólk og finnst hún frábær. Mér finnst reyndar Bjartur vitlaus og ég á oft erfitt med hann. Frábær persóna engu ad sídur. Ég er thó ekki búin med hana en rúmlega hálfnud svo ég er eitthvad dómbær en ekki fullkomlega.

Ætla til Århus á morgun ad reyna ad sjá meira af bænum og kannski eitthvad af Strøget líka, hver veit. Hér er allt á kafi í snjó en byrjad ad rigna núna svo tærnar mínar eru ennthá meira eins og ísklumpar thví nú eru thær blautar. Vona ad thad sé ekki snjór í Århus thar sem vid ætlum ad labba.

Vi ses.

sunnudagur, janúar 15, 2006

Vika 1

Nú er ég búin ad vera heila viku hér í hinni ágætu Danmörku. Ég er nú thegar farin ad skilja mun meira allt sem sagt er, farin ad geta talad meira, átt margar skemmtilegar stundir og margar afar erfidar, búin ad eignast nýja vini og einhverja kunningja sem ég vona ad verdi vinir. Ég er búin ad fá bakthanka sem ganga til baka og fá svo aftur bakthanka sem ganga til baka. Vonandi ganga bakthankarnir mínir sem oftast til baka.
Á föstudagskvöldid var velkomstfest med hátídarkvöldverd og víni. Kennararnir seldu okkur vínid og thjónudu okkur og svo var farid á kaffihúsid okkar, Cafe Somersol. Thangad komu kennararnir líka, stórfurdulegt ad hafa kennarana med ad djamma, their sátu og staupudu á barnum, dönsudu og reyktu. Ég var undrandi, vægt til orda tekid. Ég fór inn klukkan 2 en festen var í gangi til 6. Ég er greinilega svona léleg ef kennararnir geta verid lengur en ég!

Svo fór ég til Århus í gær med íslensku stelpunum. Vid byrjudum á thví ad fá okkur dönsk símanúmer. Ég mæli med thví ad sem flestir setji mig sem vin í útlöndum og thá geta their sent mér sms og talad vid mig í tvo tíma á mánudi frítt. Thad væri svo gaman. Danska númerid: 27376220. Med landsnúmeri, 45, fyrir framan.
Annars var Århus fallegur bær. Vid komumst ekki mikid lengra en Strøget og thad var bara allt í lagi, thad bídur betri tíma ad fara lengra. Ég nádi ad redda símanúmeri, kassa undir dót og poka undir óhreinan thvott. Mikid sem tharf ad pæla í sem madur pældi ekki mikid í heima.
Vikan er annars búin ad vera skemmtileg og lída hratt. Samt finnst mér eins og ég sé búin ad vera hérna mun lengur en í viku. Thetta er skrýtinn tímaruglingur. Vid völdum okkur fög og ég fer í leiklist, tónlist, japanska raku-keramiktækni og dönskutíma. Ég veit reyndar ekki alveg med thessa blessudu dönskutíma. Í tímanum á fimmtudaginn vorum vid ad læra ad telja upp ad 20, eitthvad sem ég hef talid mig fullfæra um ad gera sídan ég var 11 ára. Ég ætla ad gefa dönskutímanum smá séns í vidbót en ef thetta heldur svona áfram thá skipti ég yfir í stompid. Alveg klárt!
Tónlistartímarnir eru frábærir, vid veljum okkur hljódfæri fyrir hvert lag og svo spilum vid sem hljómsveit. Ég spila á gítar í Aha laginu Forever not yours og syng í Police laginu So lonely. Mér finnst alveg ótrúlegt hverju kennarinn nær út úr okkur á svona stuttum tíma. Svaka stud.

Thad er skítakuldi hérna og mér er alltaf kalt. Rakinn í loftinu lætur kuldann smjúga í gegnum merg og bein og tærnar á mér eru alltaf eins og ísklumpar. Mér er svo kalt núna ad ég nennti ekki í gönguferd um skóginn sem einhverjir ætludu í og ákvad ad reyna ad fá smá yl í kroppinn og vera inni. Algjör aumingi.
Á morgun byrja svo leiklistartímarnir og ég hreinlega get varla bedid. Ég held thad verdi frábært. Á undan leiklist er reyndar danska sem ég mun reyna ad thola eins vel og ég get. Í bili allavega.

Hafid thad gott, bid ad heilsa.

þriðjudagur, janúar 10, 2006

Danmörk, Danmörk

Mér hefur alltaf fundist Danmörk skemmtilegt land. Thessvegna ákvad ég ad prófa ad koma hingad og vera hér í allt ad sex mánudi. Thad er langur tími. Ég lét thó slag standa og flaug út med hafurtask mikid á sunnudaginn. Thegar ég var búin ad ná í hafurtaskid á færibandid fór ég og keypti mér lestarmida til Ry. Thad var ekki mikid mál fyrir utan framburdarördugleika á ordinu Ry. Endadi med thví ad ég skrifadi thad fyrir konuna sem svo ad sjálfsögdu sagdi Ry alveg eins og ég... Fannst mér.
Svo rúlladi ég med rúllustiganum og flýtti mér nidur á pallinn thadan sem lestin átti ad fara eftir 6 mínútur. Thar var lest svo ég hoppadi upp í hana. Um leid og lestardyrnar lokudust fékk ég illilega á tilfinninguna ad ég væri í bandvitlausri lest. Ég sýndi lestarverdinum midann minn og hann hristi höfudid ad heimska útlendingnum og sagdi: You should have waited!!! Ég spurdi hann hvort ég gæti ekki bara tekid lest til baka og breytt midanum svo ég færi í næstu lest. Hann neitadi thví og ég vard ógedslega pirrud á sjálfri mér fyrir ad hafa sóad 3000 kalli í lestarmida nidur á Hovedbanegården. Eftir smá pirring og bölv sagdi lestarvördurinn mér ad ég gæti samt ad sjálfsögdu skipt í rétta lest thegar á Hovedbanegården væri komid. Svo thetta blessadist allt ad lokum... Eftir hlaup upp rúllustiga og eftir 200 metra langri lest til ad finna minn vagn sem var númer 41. Klikkadir thessir Danir madur...
Ég komst eftir thad nokkud klakklaust til Ry. Bærinn er rosa fallegur og skólinn eftir thví. Raudir múrsteinar og allt voda danskt eitthvad. Hér er eldgömul vindmylla og á rétt vid hlidina á skólanum. Herbergisfélaginn minn er mjög fín stelpa frá Århus og húsgrúppan mín, fólkid sem býr í sama húsi og ég, er ágæt. Ég sæki reyndar svolítid út fyrir hana thar sem thau tala bara dönsku sín á milli og svo hratt ad ég og ungverska stelpan sem býr í sama húsi skiljum kannski 4. hvert ord. Ég sæki meira í Blå gang og Tårnet thar sem fólkid med túristataktana býr. Thar tala thau dönsku en svo thýda thau flest á ensku rétt á eftir. Thad kallar madur túristatakta med meiru.
Hér eru svo tvær íslenskar stelpur og vid spjöllum mikid saman. Önnur er med tveggja ára dóttur sína med sér svo thad er rosa stud. Allir eru rosa skotnir í litlu stelpunni og hún í essinu sínu med alla athyglina. Thad er gott ad geta talad vid einhvern sem madur skilur vel. Thad sýgur úr manni alla orku ad thurfa ad hlusta svona stíft á alla tala til ad reyna ad skilja. Hins vegar finn ég hvad thetta venst fljótt og ég skil meira í dag en ég gerdi í gær.
Dagarnir í gær og í dag hafa farid í kynningar á fögum og leiki og thess háttar. Thannig mun vikan vera og svo byrja tímarnir á fullu í næstu viku. Ég fór á kynningu í dag á Kreative teknikker og Skuespiltræning og hefur Skuespiltræning ordid fyrir valinu sem adalfag hjá mér. Skemmtilegir kennarar og theim er alveg sama thótt nemendur theirra tali ekki góda dönsku: It´s all about body language! Vid verdum tvær íslenskar í thessu saman og thad verdur ekkert nema gaman. Í fyrra voru leiklistarkennarnir med nemendur frá Albaníu og Nepal svo vid Íslendingarnir erum engin áskorun fyrir thá.
Í gær var svo húsgrúppunum safnad saman og vid fengum verkefni til ad leysa. Vid áttum ad búa til lampaskerm, finna einhvern stad í bænum, búa til tilkynningatöflu í húsid okkar, semja sögu, búa til íslistaverk og fara í bad í ánni í nístandi frosti. Ég beiladi á ánni og beid med tebolla á bakkanum en 8 af 10 í mínu húsi fórum út í. Vid fengum verdlaun. Bædi fyrir thad og tilkynningatöfluna.
Svo á morgun eru kynningar á hovedfager. Ég býst vid ad velja tónlistartíma.
Vid útlendingarnir förum í dönskutíma í stadinn fyrir studiefag. Thad er svolítid súrt thar sem ég ætladi ad velja Stomp. Svo er thad líka svolítid asnalegt thví vid Íslendingarnir kunnum allar eitthvad í dönsku, getum hlustad og skilid meginatridin og talad svolítid en Ungverjarnir skilja ekki bofs. Ekki bofs! Ég skil ekki hvernig vid eigum ad nenna ad sitja í 7 tíma á viku í dönsku med fólki sem skilur ekki neitt. En thetta kemur allt betur í ljós.

Mér líst semsagt yfir höfud vel á mig hérna í Ry. Thetta verdur vonandi betra og betra med hverju dönsku ordi sem ég næ. Ég tholi verst ad geta ekki tekid thátt í samrædum. Thad er einmanalegt.
Ég væri med skrækkelig heimthrá ef ekki væri fyrir internetid. Ég elska tækni.
Vid íslenska grúppan ætlum til Århus á laugardaginn og redda dönskum símanúmerum. Thad verdur örugglega gaman ad fara til Århus. Gott ad hafa eitthvad ad hlakka til. Svo á föstudaginn er velkomsfest og thá vona ég ad hópurinn nái ad hristast betur saman.

Kvedjur, Anna.

sunnudagur, janúar 08, 2006

Óraunveruleiki...

..eða kannski of mikill raunveruleiki gerir það að verkum að ég er með hnút í maganum. Stóran hnút. Ég tel mig samt vera búna að gera allt sem ég ætlaði mér, nema náttúrulega að vera dugleg að fara í göngutúra um jólin, fara í sund, vakna snemma og nýta dagana, vera súperbloggari og klára að prjóna húfuna mína.
Hins vegar er ég búin að sofa vel og mikið í rúminu mínu, vera dugleg að gera sem minnst, njóta þess að vera með fjölskyldunni, hitta vinina mikið, halda fyrir þá skemmtilegt partý, fagna nýju ári og vera glöð og ánægð með tilveruna.
Nú tekur við nýr kafli. Ég vona að hann verði góður.
Ég er búin að pakka, ég ætla í bað og reyna að sofna. Gangi mér vel.

sunnudagur, janúar 01, 2006

Gleðilegt nýtt ár...


... og takk fyrir allt gamalt og gott! 2006 verður frábært. Ég finn það á mér.