Af framtakssemi
Ég byrjaði daginn vel. Átti að mæta í skólann klukkan 10 í morgun en ákvað eftir nokkuð snús að þetta væri hvort sem er bara fyrsti tíminn og ég þyrfti ekkert að mæta í hann. Vaknaði í staðinn að verða hálfellefu og bölvaði letinni í mér. Þegar ég var búin að fara út með hundinn, sem þarf víst að míga og skíta þó að hann búi á fjórðu hæð, innbyrti ég morgunmat og las blaðið allt of lengi. Um tólfleytið fannst mér andskoti nóg komið af þessari leti og ákvað að fara út. Nú skyldi ég sko gera eitthvað merkilegt við daginn! Tók ákvörðun um að kaupa mér stúdentakort í Baðhúsinu og fara svo að gefa blóð. Aaaarrrr, áfram framtakssemi!!
Ég skyldi hvutta einan eftir heima og brunaði niður í Baðhús. Spurðist fyrir um stúdentakortið og fékk þær upplýsingar að stúlkan sem var að afgreiða mig var ekki með vald til að selja mér kortið og því verður hringt í mig seinna í dag með frekari upplýsingum. Ókei... Allt í lagi þá. Ég fékk ekki einu sinni að borga! Gekk því út með debetkortið grenjandi af vonbrigðum í töskunni. Næstu þrjá daga hef ég þó það vald að mega labba þarna inn, segja kennitöluna mína og fá að fara að æfa. Ætla í pallatíma í hádeginu á morgun. Já!
Ekki var þó framtaksseminni lokið því ég átti eftir að fara í blóðbankann. Gekk galvösk inn og bauð góðan dag. Þurfti að bíða í um 5 mínútur eftir að fá að fylla út eyðublaðið. Gerði það og fékk mér svo sæti þar sem ég sat í 20 mínútur með djúsglas og ekkert að lesa nema viðskiptablaðið og gamlan Mogga. Þegar röðin loksins kom að mér og farið var að fara yfir eyðublaðið með mér staldraði hjúkkan við þá staðreynd að ég hef umgengist fólk með smitandi sjúkdóm á síðasta mánuði en systir mín litla er með einkirningasótt. Áfram hélt hún þó með eyðublaðið og staldraði næst við þá staðreynd að ég hef farið í bólusetningu frá síðustu blóðgjöf. Ég sagði henni að það væri af því að ég hefði farið til Asíu. Hún spurði mig hvert ég hefði farið í Asíu og þegar ég tjáði henni það hló hún og sagði að við þyrftum nú ekkert að hafa miklar áhyggjur af einkirningasóttinni, ég mætti hvort sem er ekki gefa blóð í eitt ár eftir að ég kom heim frá löndunum fögru! Nújæja, hugsaði ég með mér og gekk út, stútfull af blóði og enn með debetkortið fullt af peningum.
Næst hugsa ég mig tvisvar um áður en af framtakssemi af þessari stærðargráðu verður.
Ég skyldi hvutta einan eftir heima og brunaði niður í Baðhús. Spurðist fyrir um stúdentakortið og fékk þær upplýsingar að stúlkan sem var að afgreiða mig var ekki með vald til að selja mér kortið og því verður hringt í mig seinna í dag með frekari upplýsingum. Ókei... Allt í lagi þá. Ég fékk ekki einu sinni að borga! Gekk því út með debetkortið grenjandi af vonbrigðum í töskunni. Næstu þrjá daga hef ég þó það vald að mega labba þarna inn, segja kennitöluna mína og fá að fara að æfa. Ætla í pallatíma í hádeginu á morgun. Já!
Ekki var þó framtaksseminni lokið því ég átti eftir að fara í blóðbankann. Gekk galvösk inn og bauð góðan dag. Þurfti að bíða í um 5 mínútur eftir að fá að fylla út eyðublaðið. Gerði það og fékk mér svo sæti þar sem ég sat í 20 mínútur með djúsglas og ekkert að lesa nema viðskiptablaðið og gamlan Mogga. Þegar röðin loksins kom að mér og farið var að fara yfir eyðublaðið með mér staldraði hjúkkan við þá staðreynd að ég hef umgengist fólk með smitandi sjúkdóm á síðasta mánuði en systir mín litla er með einkirningasótt. Áfram hélt hún þó með eyðublaðið og staldraði næst við þá staðreynd að ég hef farið í bólusetningu frá síðustu blóðgjöf. Ég sagði henni að það væri af því að ég hefði farið til Asíu. Hún spurði mig hvert ég hefði farið í Asíu og þegar ég tjáði henni það hló hún og sagði að við þyrftum nú ekkert að hafa miklar áhyggjur af einkirningasóttinni, ég mætti hvort sem er ekki gefa blóð í eitt ár eftir að ég kom heim frá löndunum fögru! Nújæja, hugsaði ég með mér og gekk út, stútfull af blóði og enn með debetkortið fullt af peningum.
Næst hugsa ég mig tvisvar um áður en af framtakssemi af þessari stærðargráðu verður.