Notalegt
Undanfarið hefur mér þótt voðalega gott að bregða mér í lopapeysu og ullarsokka á meðan ég sit í herberginu mínu og les. Getur verið voðalega notalegt þetta skammdegi. Ekkert betra en að kveikja á kertum og jólaseríum, hlusta á sellósónötur Bach og lesa frábærar bókmenntir á meðan maður kúrir sig í hlýjum fötum með tebolla við höndina. Það er nefnilega eitt sem ég er nýbúin að uppgötva; te. Þvílíkur lífsins elexír á köldum vetrardögum. Heitt og gott te. Mmm. Það hlýtur líka að vera hollara en kaffi.
Ég er voðalega meyr þessa dagana. Langar ekkert meira en að eiga lítið sætt kot í fallegu landslagi þar sem ég get kveikt upp í arni, og átt lítil börn og hunda. Og drukkið te á meðan snjóar úti. Dæs... Þessi próflestur lætur hugann reika.
Kannski einhvern tímann...
Ég er voðalega meyr þessa dagana. Langar ekkert meira en að eiga lítið sætt kot í fallegu landslagi þar sem ég get kveikt upp í arni, og átt lítil börn og hunda. Og drukkið te á meðan snjóar úti. Dæs... Þessi próflestur lætur hugann reika.
Kannski einhvern tímann...