föstudagur, október 26, 2007

Gaman

Ruslpóstsían í gmailinu mínu er fljótt af fylla möppuna af alls kyns rugli. Ég kíki stundum inn á þetta, það hefur nefnilega komið fyrir að hún hefur síað eitthvað sem ekki átti að síast. Ég geri nú lítið af því að opna þessi ruslbréf en ef ég skoða fyrstu línurnar á þessum bréfum (það sem stendur fyrir aftan titilinn) þá hljómar það svona í nokkrum þeirra:

- hello comrades anna.samuels still got that little thing dangling between your...
- hello mom anna.samuels make your cock the main event of every sex... (Mom????)
- hello anna.samuels you aint seen nothing till you've seen your dick huge... (jah... ég held það sé augljóst að ég hef lítið séð...)
- hello babe anna.samuels, is your dick only as big as your pinky finger...
- hey baby anna.samuels stop wasting your money on other shit, buy penis pills... (aha...)
- hey honey anna.samuels fuck pumps, fuck patches, pills really make you...

Hvers vegna í fjandanum er gert ráð fyrir að ég sé kall? Og er einhver sem opnar svona lagað? Hvað ætli það sé þá í titlinum sem heilli viðkomandi.... Mom kannski?? Það þætti mér gaman að vita. Ó tækni.