Ég var að horfa á sjónvarpið með öðru auganu í gærkvöldi, einmitt þegar House var nýbyrjaður. House og félagar voru í óða önn að velta fyrir sér hvað gæti verið að drepa fólkið í þessum þætti og þetta er að sjálfsögðu allt textað á skjánum. Ég lít upp í örstutta stund og sé á textanum um það bil þetta: "Blablabla... Svartidauði (eða einhver jafn ólíklegur sjúkdómur)... bla bla.. Nei, það er frekar langsótt..." Ég hef mikinn áhuga á sjúkdómum hvers konar og hugsaði því lengi vel hvers konar sjúkdómur langsótt eiginlega væri, þá sótt hafði ég aldrei heyrt um fyrr. Nokkrum sekúndum síðar fannst mér ég ógeðslega fyndin.