laugardagur, júní 02, 2007

Reykingabann og bærinn

Reyklausi bærinn var prufukeyrður í gær. Það tók mig smá tíma að átta mig á að allt væri reyklaust en þvílíkur munur. Maður entist lengur og ég get vel notað fötin mín aftur í dag án vandræða. Ég klappa fyrir reykingabanninu. Klappklapp.
Svo var bærinn fullur af lukkulegum nýstúdentum og ég er semsagt að verða gömul kona. Reykingabannið varð samt til þess að ég drakk meira en venjulega, hugsanlega áttu tvær stúdentsveislur og góðir vínverðir líka sinn þátt í því. Heilsan var samkvæmt því í morgun og dag. Ég fékk mér hamborgara í morgunmat, drakk Alka Seltzer og setti svo ER í spilarann. Oj bara. Hvað um það. Ég er mikið marin á báðum fótum eftir pinnahæla, svo vel náðu þessar háhælabeljur að stíga á greyið stelpuna í lágbotna skónum að á öðrum fæti gæti hællinn enn verið að stíga á mig, svo vel sé ég farið eftir hann.

Ég mæli með fyrstu seríu ER, stórskemmtilegt alveg hreint. Þessir þættir eru miklu alvarlegri og raunsærri en nýju þættirnir. Þannig vil ég sko hafa allt, raunsætt og alvarlegt.