miðvikudagur, febrúar 21, 2007


Ég er búin að hafa þessa mynd sem skjámynd á tölvunni minni í nokkra daga. Ég held hún fái að vera þar í þónokkuð marga daga í viðbót því ég virðist geta rifjað upp endalausar minningar tengdar þessari mynd. Þetta er mynd af bakgarðinum í lýðháskólanum mínum undursamlega í Ry.
Í þessum garði hef ég:
- Klifrað í trjánum.
- Látið hífa mig 10 metra upp í loftið í hengirólu og síðan verið sleppt.
- Rúllað mér niður brekkuna.
- Rennt mér í sápurennibraut.
- Legið í sólbaði.
- Setið langt fram á nótt við varðeld drekkandi bjór.
- Drukkið rosalega kalt rauðvín.
- Sofið.
- Synt í vatninu.
- Labbað um í blautbúning.
- Siglt á kajak ótal sinnum.
- Oltið í kanó.
- Hlaupið öskrandi niður brekkuna með Louise mér við hlið til að koma okkur í partýstuð.
- Rólað.
- Spilað blak.
- Æft mónólógana mína fyrir leikritið.
- Lært víkingaspil og orðið sindsygt god til det.
- Grillað mér sykurpúða og brauð yfir eldi.
- Séð ótrúlega stórar kóngulær og heyrt sögur af snák sem bjó í vatninu.
- Upplifað alvöru sumar.
... Og sjálfsagt alveg ótrúlega margt fleira. Fortíðarþráin getur stundum gert örlítið út af við mann.