Er þetta kúl?
Mamma mín uppgötvaði nýlega krossgátuna sem birtist í Mogganum á sunnudögum. Þessi krossgáta er ekki eins og flestar krossgátur heldur er hvert orð eins og lítil gáta eða þraut sem þarf að leysa. Oftar en ekki er þetta orðarugl og skemmtilegheit. Ég hef sjálf ekki ennþá getað fest mig í þessari krossgátu en mamma situr jafnan löngum stundum með krossgátuna við hönd, ýkt stolt þegar hún getur eitthvað. Þegar ekkert gengur hringir hún í vinkonu sína og þær spjalla saman um gátuna, enda þjáningarsystur í klóm krossgátunnar. Um daginn gengu þær svo langt að fara á krossgátukvöld á Næstabar þar sem var keppni á milli borða um hver gæti klára gátu fyrstur og svoleiðis.
Þetta er allt saman gott og blessað. Nema hvað, mamma er farin að spyrja mig álits oft þegar ég sit inni í stofu og horfi á sjónvarpið og hún með krossgátuna. Ég er nú eiginlega svolítið montin að segjast hafa hjálpað henni með nokkur orð. Ehemm. Um daginn var gáta eitthvað á þessa leið: Menntamaður lyktar á bæ á Vestfjörðum. Eftir smá pælingar datt mér í hug Drangar og viti menn, það var rétt. Drangar=Dr.Angar. Og ég var ógeðslega stolt.
Svo ég skemmi alveg töffaramannorð mitt og breyti mér í krossgátumömmustelpu þá gat ég ekki sofnað í gær fyrir pælingum um þessa fjandans krossgátu. Mamma hafði spurt mig fyrr um kvöldið hvað "plantan í hári okkar" gæti verið. Ég bylti mér í rúminu mínu hugsandi um þessa helvítis plöntu þegar ég fattaði að auðvitað væri þetta flétta! Mér varð svo mikið um að ég vakti mömmu og sagði henni þetta. Hún varð afar þakklát, sem gerist ekki oft þegar fólk er vakið af værum blundi, tuldraði: "Auðvitað, flétta... auðvitað..." og fór svo aftur að sofa.
Skemmst frá því að segja að eftir þessa lausn lífsgátunnar gat ég líka sofnað. Mamma mín er búin að flækja mig í net sitt... Og ég er með mjög blendnar tilfinningar gagnvart því.
Þetta er allt saman gott og blessað. Nema hvað, mamma er farin að spyrja mig álits oft þegar ég sit inni í stofu og horfi á sjónvarpið og hún með krossgátuna. Ég er nú eiginlega svolítið montin að segjast hafa hjálpað henni með nokkur orð. Ehemm. Um daginn var gáta eitthvað á þessa leið: Menntamaður lyktar á bæ á Vestfjörðum. Eftir smá pælingar datt mér í hug Drangar og viti menn, það var rétt. Drangar=Dr.Angar. Og ég var ógeðslega stolt.
Svo ég skemmi alveg töffaramannorð mitt og breyti mér í krossgátumömmustelpu þá gat ég ekki sofnað í gær fyrir pælingum um þessa fjandans krossgátu. Mamma hafði spurt mig fyrr um kvöldið hvað "plantan í hári okkar" gæti verið. Ég bylti mér í rúminu mínu hugsandi um þessa helvítis plöntu þegar ég fattaði að auðvitað væri þetta flétta! Mér varð svo mikið um að ég vakti mömmu og sagði henni þetta. Hún varð afar þakklát, sem gerist ekki oft þegar fólk er vakið af værum blundi, tuldraði: "Auðvitað, flétta... auðvitað..." og fór svo aftur að sofa.
Skemmst frá því að segja að eftir þessa lausn lífsgátunnar gat ég líka sofnað. Mamma mín er búin að flækja mig í net sitt... Og ég er með mjög blendnar tilfinningar gagnvart því.