Einstaklega einstök
Ég hef stamað frá því ég var barn. Aldrei neitt sérstaklega mikið og ég er orðin einkar lunkin við að fela það þegar ég byrja. Yfirleitt gengur mér verr þegar ég tala útlensku, sérstaklega dönsku þar sem það þarf að skrolla svo mikið á errunum. Ég hef alltaf litið á stamið sem einstaklega óþolandi hluta af mínu annars ágæta lífi. Þar til núna. Ég hef uppgötvað að ég er nefnilega alveg einstaklega einstök.
Mörg börn stama en við 6 ára aldur er mikill meirihluti þeirra hættur því. Svo fækkar þeim og fækkar eftir því sem árin líða því þetta vex af flestum. Það er hins vegar einungis 1% mannkyns sem stamar fram á fullorðinsár. Þar af eru 80% strákar og 20% stelpur. Ef mér reiknast rétt til þá er ég því ein af 0,2% mannkyns með þennan talgalla, verandi fullorðin stelpa. Ég neita að skrifa kona, ég er sko engin kona.
Ég komst líka að því að ég er taugafræðilega afbrigðileg. Ég (og allir hinir fullorðnu stamararnir) notum hægra heilahvelið meira við að tala þó að það vinstra sé notað við tal. Hægra er tengdara tilfinningum og því notum við afbrigðilega fólkið fleiri tilfinningar tengdar talinu, til dæmis stress og hræðslu, spennumst upp í kjálkum og talfærum og gerum það að verkum að við komum ekki orðunum út úr okkur. (Tekið af www.en.wikipedia.org/wiki/stuttering)
Það er nú ekki á hverjum degi sem maður uppgötvar að maður sé keis...
Mörg börn stama en við 6 ára aldur er mikill meirihluti þeirra hættur því. Svo fækkar þeim og fækkar eftir því sem árin líða því þetta vex af flestum. Það er hins vegar einungis 1% mannkyns sem stamar fram á fullorðinsár. Þar af eru 80% strákar og 20% stelpur. Ef mér reiknast rétt til þá er ég því ein af 0,2% mannkyns með þennan talgalla, verandi fullorðin stelpa. Ég neita að skrifa kona, ég er sko engin kona.
Ég komst líka að því að ég er taugafræðilega afbrigðileg. Ég (og allir hinir fullorðnu stamararnir) notum hægra heilahvelið meira við að tala þó að það vinstra sé notað við tal. Hægra er tengdara tilfinningum og því notum við afbrigðilega fólkið fleiri tilfinningar tengdar talinu, til dæmis stress og hræðslu, spennumst upp í kjálkum og talfærum og gerum það að verkum að við komum ekki orðunum út úr okkur. (Tekið af www.en.wikipedia.org/wiki/stuttering)
Það er nú ekki á hverjum degi sem maður uppgötvar að maður sé keis...