Ha ég??
Ég tók Októberfest á skynseminni og fór á bíl. Kvöldið var ágætt, eins ágætt og bláedrú kvöld innan um ekki svo bláedrú fólk getur orðið. Þegar gamanið var að klárast og ég var komin með fullt af farþegum í bílinn löbbuðum við Una, Önni og Hanna Rut út í grenjandi rigninguna og rokið í áttina að bílnum mínum. Þegar ég ætlaði að fara að opna hann þá var lykillinn horfinn! Ég hljóp inn, fékk loksins að fara inn í tjaldið eftir að hafa suðað í dyravörðunum, fékk fullt af fólki í lið með mér til að leita að bíllyklinum, leitaði allt í kringum borðið sem við sátum á... en enginn lykill. Þegar ég kom aftur út hugsaði ég í eitt lítið augnablik hvort ég hefði nokkuð getað verið svo óendanlega utan við mig að gleyma lyklinum í svissinum... Nei, ekki ég! Aldrei!! Þegar ég leit svo inn í bílinn fékk ég staðfestingu á óendanleguutanviðsigheitunum þar sem lykillinn hékk sæll og glaður í svissinum. Jibbí, húrra og gaman gaman. Bíllinn harðlæstur og ég föst niðri í bæ að fara að vinna daginn eftir. Sem betur fer kom bróðir minn elskulegur og sótti mig og lánaði mér bílinn sinn alla helgina á meðan hann var að hlaupa á eftir kindum um sveitir landsins.
Nú á eftir fæ ég vonandi bílinn minn aftur en fyrrnefndur bróðir ætlar að reyna að opna hurðina með heljarafli og hugviti... Veit ekki með áhöld ennþá. Diskóbíllinn Dice fær þá loksins að koma aftur heim. Næstu helgi langar mig að mála Dice röndótta. Og aldrei læsa lyklana mína inni aftur. Kannski maður láti bara smíða aukalykil. Það er í athugun...
Nú á eftir fæ ég vonandi bílinn minn aftur en fyrrnefndur bróðir ætlar að reyna að opna hurðina með heljarafli og hugviti... Veit ekki með áhöld ennþá. Diskóbíllinn Dice fær þá loksins að koma aftur heim. Næstu helgi langar mig að mála Dice röndótta. Og aldrei læsa lyklana mína inni aftur. Kannski maður láti bara smíða aukalykil. Það er í athugun...