Í ruglinu
Ég er í ruglinu. RUGLINU. Hinu eina, sanna rugli. Ég er í svo miklu rugli að ég á orðið bágt með að sofa á nóttunni. Stundum.
Ruglið lýsir sér í alverstu tilvistarkreppu ársins. Ég er semsagt búin að fara í inntökupróf í Nýja tónlistarskólann og komast inn... Og hætta svo við að fara. Nú, svo byrjaði ég auðvitað í Kennaraháskólanum í síðustu viku... Og ætla að hætta. Datt í hug að reyna að skipta yfir í spænsku í HÍ og er að bíða eftir svari. Jah, spænsku.... eða kannski íslensku. Jafnvel ensku eða sagnfræði. Hver veit nema ég skelli mér svo bara í japönsku, nú eða hjúkrun. Hvernig væri svo að drífa sig í námshlé og læra að umgangast geitur í fjallaþorpi í Rúmeníu?? Svo stendur víólan mín og starir á mig heima, biður mig um að spila á sig en ég er bara í of miklu rugli til að gera eitthvað í hlutunum. Kaupmannahöfn virðist líka toga og toga og toga í mig og mér datt í hug að fara kannski bara þangað og leika mér. Stúdentaleikhúsið... tekur geðveikislegan tíma. Það er samt spurning hvort honum sé fórnandi fyrir þetta?? Ég veit ekki, ég veit ekki neitt!
Hvað er í gangi? Ó boj.
Í lok þessarar bandbrjáluðu og kolrugluðu færslu ætla ég að benda fólki á að fara á Vesturportsmyndina Börn. Besta íslenska myndin síðan síðasta góða íslenska mynd kom. Ég er í svo miklu rugli að ég man ekki hvaða mynd það var. Börn er kúl. Ég fór næstum því að gráta, oft.
Ruglið lýsir sér í alverstu tilvistarkreppu ársins. Ég er semsagt búin að fara í inntökupróf í Nýja tónlistarskólann og komast inn... Og hætta svo við að fara. Nú, svo byrjaði ég auðvitað í Kennaraháskólanum í síðustu viku... Og ætla að hætta. Datt í hug að reyna að skipta yfir í spænsku í HÍ og er að bíða eftir svari. Jah, spænsku.... eða kannski íslensku. Jafnvel ensku eða sagnfræði. Hver veit nema ég skelli mér svo bara í japönsku, nú eða hjúkrun. Hvernig væri svo að drífa sig í námshlé og læra að umgangast geitur í fjallaþorpi í Rúmeníu?? Svo stendur víólan mín og starir á mig heima, biður mig um að spila á sig en ég er bara í of miklu rugli til að gera eitthvað í hlutunum. Kaupmannahöfn virðist líka toga og toga og toga í mig og mér datt í hug að fara kannski bara þangað og leika mér. Stúdentaleikhúsið... tekur geðveikislegan tíma. Það er samt spurning hvort honum sé fórnandi fyrir þetta?? Ég veit ekki, ég veit ekki neitt!
Hvað er í gangi? Ó boj.
Í lok þessarar bandbrjáluðu og kolrugluðu færslu ætla ég að benda fólki á að fara á Vesturportsmyndina Börn. Besta íslenska myndin síðan síðasta góða íslenska mynd kom. Ég er í svo miklu rugli að ég man ekki hvaða mynd það var. Börn er kúl. Ég fór næstum því að gráta, oft.