föstudagur, ágúst 25, 2006

Ég ákvað...

... að kíkja á ruslpóstmöppuna í gmailinu mínu áðan. Stundum eru nefnilega póstar þar sem eiga ekkert að vera þar. Áðan áttu allir póstarnir hins vegar að vera þar. Þeir fjölluðu allir um stinningu.
Ég á alveg svona 100 stykki af póstum um leiðir til að laga stinningu svo strákar, þið getið bara spjallað við mig og ég get áframsent ykkur nokkur mismunandi vírusfullógeðsemail.

Annars er það nýjast og best í fréttum að ég er orðinn ökuþór, riddari götunnar, Bjössi á mjólkurbílnum og allt þar fram eftir götunum. Götunum... hahaha.
Ég fjárfesti í 50.000 kr. kagga á þriðjudaginn. Mitsubishi Lancer 1991 sem nýtist mér örugglega næstu 10-20 árin. Jahá, segjum það. Nú getið þið semsagt verið óhrædd við að bjóða mér í öll þessi brjáluðu partý sem þið hafið ætlað að halda en forðast því þið voruð ekki viss um hvort ég kæmist. Nú kemst ég allt, alltaf.