þriðjudagur, maí 02, 2006

Tirsdagshygge

Ég er búin að tala oft um Napoleon Dynamite síðan ég kom hingað út. Ég hef reynt að vitna í Little Britain. Ég hef sagt: ,,Æ, þetta var alveg eins og í Office!" og ekki fengið svar. Ekki einn einasti Dani hefur vitað hvað ég var að blaðra um. Um daginn var ég svo í plötubúð í Silkeborg og það fyrsta sem ég sá í búðinni var að sjálfsögðu Napoleon Dynamite á eingöngu 49 danskar krónur, sem ég áleit að sjálfsögðu kjarakaup. Síðan ég keypti myndina er ég búin að tala um við nokkrar stelpur hvað þetta væri fyndin mynd, ég hefði grenjað úr hlátri yfir henni og så videre. Þær voru orðnar spenntar og í kvöld settumst við niður fyrir framan tölvuna mína með Haribo slik í skál og kveiktum á myndinni.

Í stuttu máli: Ég hló og hló. Þær flissuðu af og til. Eftir myndina sögðu þær að þetta hefði verið skrýtin mynd. Svo sögðu þær að ég væri skrýtin.

Iss. Ég man nú ekki betur en ég og annað gott fólk höfum veinað af hlátri þegar ég sá myndina fyrst heima á Íslandi. Æ, Danir eru dúllur. Þó þau hafi aldrei heyrt um Little Britain, The Office eða Napoleon Dynamite. Þau eru nefnilega alltaf bara að dúllast eitthvað með sjálfum sér í staðinn. Ossa kjút.