þriðjudagur, apríl 11, 2006

Skyndiákvarðanir...

...virka oft best til að leysa flækjur. Þess vegna er ég búin að sækja um á leikskólakennarabraut Kennaraháskóla Íslands. Þetta tók mig um 10 mínútur að ákveða eftir að ég hafði skoðað kennsluskrána og ég hef þessa fínu tilfinningu fyrir þessu. Alltaf að treysta hjartanu.
Svo er bara að bíða og sjá hvort ég komist inn! Vona það besta og krossa fingurna!