Blúbbblúbb, titlar eru kjánalegir.
Í nokkuð langan tíma hef ég átt erfitt með að loka seðlaveskinu mínu. Ekki var það vegna of mikilla peninga, onei. Kvittanirnar voru farnar að taka svolítið óþarfa mikið pláss. Í gær ákvað ég svo að reyna að taka aðeins til í veskinu. Ég fór í gegnum kvittanirnar og komst að því að elsta kvittunin var ársgömul. Ég hef ekki tekið til í veskinu mínu í heilt ár. Jahá, ég er skussi. Veskjaskussi.
Ég skemmti mér í rauninni vel við að taka til í veskinu mínu. Ég komst nefnilega að því að ég mundi eftir flestum kaupunum. Þarna sá ég kaffibolla sem ég hafði keypt þegar ég dvaldi löngum stundum á Íþöku fyrir stúdentsprófið í sögu, bíómiða í miðjum stúdentsprófum (obbobbobb), rauða kortið sem leyfði mér svo að ferðast í strætó út á Kjalarnes á hverjum degi í næstum hálft ár, vínflöskur sem ég keypti fyrir matarboð sem ég hélt áður en ég fór til Kúbu og bjórar sem ég keypti á dimissio.
Sumarkaupin voru öll svo ánægjuleg. Ég mundi næstum eftir þeim öllum og mundi að það var bjart alltaf þegar ég keypti eitthvað. Já, ég er greinilega klikkuð að muna eftir debitkortafærslum allt að eitt ár aftur í tímann.
Besta færslan af þeim öllum hlýjaði mér allri að innan og ég upplifði stórkostlega tilfinningu aftur. Hún er frá Kaffitári upp á 38o kr. þann 23. maí 2005, kl. 8:53. Þessi kvittun er fyrir ristuðu brauði og mangótei um það bil hálftíma eftir að ég steig út úr munnlegu stærðfræðiprófi, stúdentsprófin voru að baki. Í fyrsta skipti í 5-6 vikur gat ég leyft mér með góðri samvisku að setjast inn á kaffihús með skáldsögu og hafa ekki áhyggjur af neinu. Ég man svo vel eftir þessari tilfinningu. Það var eins og allt yrði allt í einu bjart, sumarið var framundan og mér hafði tekist að klára stúdentsprófin.
Nú er næstum því eitt ár síðan og ég næ ennþá að kalla fram þessa tilfinningu. Það er gaman. Ég vona að allir mínir sjöttubekkjarvinir eigi eftir að upplifa þessa sömu tilfinningu.
Nú er hins vegar komið nóg af væmni.
Ég kom heim frá Englandi fyrir viku síðan. Ég skemmti mér konunglega á Englandi. Við dvöldum í Scarborough og ferðuðumst út frá Scarborough til York, Whitby, Robin Hood's bay og Lincoln. Allir þessir bæir eru ofboðslega fallegir og skemmtilegir og stútfullir af merkilegri sögu. Í Lincoln er gígantísk dómkirkja, byggð 1072, (þegar Íslendingar voru að gera hvað?) og inni í þessari kirkju er víst stór hluti af Da Vinci code tekin upp. Ógeðslega ýkt merkilegt.
Í York voru alls staðar menjar eftir víkingana. Leiðsögumaðurinn okkar talaði um dönsku sem málið sem allir hefðu talað á þessum tíma og ég setti upp besserwissasvipinn minn. Hann var örugglega bara að reyna að láta Danina finnast þeir merkilegir. Danabjánar maður. Eða kannski Íslendingabjáni? Æ, ég veit ekki.
Whitby var líka rosa fallegur, þar átti James Cook heima og við skoðuðum húsið hans.
Robin Hood's bay var sætasti bærinn, algjör dúkkubær byggður inni í litlum flóa, pínulítil hús allsstaðar.
Svo löbbuðum við Hadrian's wall, það var einhverskonar hernaðarvirki sem víkingarnir byggðu. Það var 6 km ganga um fallegt svæði. Það rigndi allan tímann en við létum okkur hafa það og skemmtum okkur konunglega. Fólk var nefnilega alltaf að detta í drullunni. Sjitt, hvað það var fyndið.
Daginn eftir að ég kom frá Englandi hitti ég svo mömmu og Bryndísi í Kaupmannahöfn. Við túristuðumst og gerðum alls konar skemmtilega hluti. Bryndís er búin að blogga um þessa stórskemmtilegu ferð svo ég leyfi ykkur að lesa það bara í staðinn.
Eftir frábæra helgi í Köben komum við svo saman hingað til Ry og höfðum það voðalega huggulegt. Fórum í hjólatúr að Himmelbjerget, horfðum á dvd, fórum í gönguferðir í vorveðrinu og nutum lífsins. Þetta voru alveg frábærir dagar og ég hlakka til að fá að hitta þær aftur í júlí.
Páskaplönin eru núna komin á hreint: LONDON BEIBÍ! Ragga mun taka á móti mér og við ætlum að hafa það svo gott saman um páskana. Ég hlakka til. Þessi ferð verður til þess að ég fer til Englands þrisvar sinnum á jafnmörgum mánuðum. Það er ýkt ógeðslega töff.
Eitt lítið pinkuponsu oggudoggu atriði fyrir þá sem hafa áhuga. Ég er búin að skipta um fag, hætt í náttúrutíma og komin í tónlistartíma aftur. Það er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja...
Ég skemmti mér í rauninni vel við að taka til í veskinu mínu. Ég komst nefnilega að því að ég mundi eftir flestum kaupunum. Þarna sá ég kaffibolla sem ég hafði keypt þegar ég dvaldi löngum stundum á Íþöku fyrir stúdentsprófið í sögu, bíómiða í miðjum stúdentsprófum (obbobbobb), rauða kortið sem leyfði mér svo að ferðast í strætó út á Kjalarnes á hverjum degi í næstum hálft ár, vínflöskur sem ég keypti fyrir matarboð sem ég hélt áður en ég fór til Kúbu og bjórar sem ég keypti á dimissio.
Sumarkaupin voru öll svo ánægjuleg. Ég mundi næstum eftir þeim öllum og mundi að það var bjart alltaf þegar ég keypti eitthvað. Já, ég er greinilega klikkuð að muna eftir debitkortafærslum allt að eitt ár aftur í tímann.
Besta færslan af þeim öllum hlýjaði mér allri að innan og ég upplifði stórkostlega tilfinningu aftur. Hún er frá Kaffitári upp á 38o kr. þann 23. maí 2005, kl. 8:53. Þessi kvittun er fyrir ristuðu brauði og mangótei um það bil hálftíma eftir að ég steig út úr munnlegu stærðfræðiprófi, stúdentsprófin voru að baki. Í fyrsta skipti í 5-6 vikur gat ég leyft mér með góðri samvisku að setjast inn á kaffihús með skáldsögu og hafa ekki áhyggjur af neinu. Ég man svo vel eftir þessari tilfinningu. Það var eins og allt yrði allt í einu bjart, sumarið var framundan og mér hafði tekist að klára stúdentsprófin.
Nú er næstum því eitt ár síðan og ég næ ennþá að kalla fram þessa tilfinningu. Það er gaman. Ég vona að allir mínir sjöttubekkjarvinir eigi eftir að upplifa þessa sömu tilfinningu.
Nú er hins vegar komið nóg af væmni.
Ég kom heim frá Englandi fyrir viku síðan. Ég skemmti mér konunglega á Englandi. Við dvöldum í Scarborough og ferðuðumst út frá Scarborough til York, Whitby, Robin Hood's bay og Lincoln. Allir þessir bæir eru ofboðslega fallegir og skemmtilegir og stútfullir af merkilegri sögu. Í Lincoln er gígantísk dómkirkja, byggð 1072, (þegar Íslendingar voru að gera hvað?) og inni í þessari kirkju er víst stór hluti af Da Vinci code tekin upp. Ógeðslega ýkt merkilegt.
Í York voru alls staðar menjar eftir víkingana. Leiðsögumaðurinn okkar talaði um dönsku sem málið sem allir hefðu talað á þessum tíma og ég setti upp besserwissasvipinn minn. Hann var örugglega bara að reyna að láta Danina finnast þeir merkilegir. Danabjánar maður. Eða kannski Íslendingabjáni? Æ, ég veit ekki.
Whitby var líka rosa fallegur, þar átti James Cook heima og við skoðuðum húsið hans.
Robin Hood's bay var sætasti bærinn, algjör dúkkubær byggður inni í litlum flóa, pínulítil hús allsstaðar.
Svo löbbuðum við Hadrian's wall, það var einhverskonar hernaðarvirki sem víkingarnir byggðu. Það var 6 km ganga um fallegt svæði. Það rigndi allan tímann en við létum okkur hafa það og skemmtum okkur konunglega. Fólk var nefnilega alltaf að detta í drullunni. Sjitt, hvað það var fyndið.
Daginn eftir að ég kom frá Englandi hitti ég svo mömmu og Bryndísi í Kaupmannahöfn. Við túristuðumst og gerðum alls konar skemmtilega hluti. Bryndís er búin að blogga um þessa stórskemmtilegu ferð svo ég leyfi ykkur að lesa það bara í staðinn.
Eftir frábæra helgi í Köben komum við svo saman hingað til Ry og höfðum það voðalega huggulegt. Fórum í hjólatúr að Himmelbjerget, horfðum á dvd, fórum í gönguferðir í vorveðrinu og nutum lífsins. Þetta voru alveg frábærir dagar og ég hlakka til að fá að hitta þær aftur í júlí.
Páskaplönin eru núna komin á hreint: LONDON BEIBÍ! Ragga mun taka á móti mér og við ætlum að hafa það svo gott saman um páskana. Ég hlakka til. Þessi ferð verður til þess að ég fer til Englands þrisvar sinnum á jafnmörgum mánuðum. Það er ýkt ógeðslega töff.
Eitt lítið pinkuponsu oggudoggu atriði fyrir þá sem hafa áhuga. Ég er búin að skipta um fag, hætt í náttúrutíma og komin í tónlistartíma aftur. Það er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja...