Hver í fjandanum...
...bad um thessa heimthrá?? Ekki ég ad minnsta kosti. Thad er bara eitthvad svo margt sem fer í taugarnar á mér í dag.
- Thad er kominn mars. Thad er skítkalt og snjór. Á Íslandi er sól, samkvæmt mbl.is, og búin ad vera sól í nokkra daga. Thad er búid ad vera kalt sídan ég kom hingad. Á næstum hverjum einasta degi og ég er farin ad bída, virkilega bída, eftir vorinu. Af hverju er thad svona lengi á leidinni?? Á ekki alltaf ad vera heitt í útlöndum??
- Fyrir einni og hálfri viku var haldinn húsgrúppufundur thar sem okkur var tilkynnt ad vid fengjum 4 nýjar manneskjur í húsid okkar. Thessar 4 manneskjur áttu ad búa í tveim lausum tveggja manna herbergjum á nedri hædinni. Thar sem mér var ekki tilkynnt um ad ég fengi nýjan herbergisfélaga, en herbergisfélaginn minn vard dagnemandi eftir 3 vikur af önninni og ég hef thví verid ein í herbergi sídan, bjóst ég náttúrulega vid ad ég fengi ekki nýjan herbergisfélaga. Ekkert nema almenn kurteisi ad láta mann vita af thannig hlutum thví ég var farin ad líta á herbergid sem mitt eigid. Í dag ákvad ég hins vegar ad spyrjast fyrir á skrifstofunni til ad vera alveg viss og fékk ég thá ad vita thad ad Susanne Pedersen mun flytja inn til mín á sunnudaginn. Æ... Æ... ég veit ekki alveg. Mig langar alveg ad fá nýjan herbergisfélaga en mér finnst skítt ad láta mig ekki vita fyrr en tveimur dögum ádur! Ég var búin ad hertaka allan fataskápinn, hengja upp myndir og gera thetta ad mínu herbergi. Eins gott ad Susanne sé frábær stelpa. Annars skipti ég í einstaklingsherbergi thegar thau losna í apríl.
Ég vona ad thessi heimthrá sé bara lítid tímabil, hingad til hefur gengid svo vel. Falleg ord vel thegin. Á íslensku, frá Íslendingum.