sunnudagur, janúar 15, 2006

Vika 1

Nú er ég búin ad vera heila viku hér í hinni ágætu Danmörku. Ég er nú thegar farin ad skilja mun meira allt sem sagt er, farin ad geta talad meira, átt margar skemmtilegar stundir og margar afar erfidar, búin ad eignast nýja vini og einhverja kunningja sem ég vona ad verdi vinir. Ég er búin ad fá bakthanka sem ganga til baka og fá svo aftur bakthanka sem ganga til baka. Vonandi ganga bakthankarnir mínir sem oftast til baka.
Á föstudagskvöldid var velkomstfest med hátídarkvöldverd og víni. Kennararnir seldu okkur vínid og thjónudu okkur og svo var farid á kaffihúsid okkar, Cafe Somersol. Thangad komu kennararnir líka, stórfurdulegt ad hafa kennarana med ad djamma, their sátu og staupudu á barnum, dönsudu og reyktu. Ég var undrandi, vægt til orda tekid. Ég fór inn klukkan 2 en festen var í gangi til 6. Ég er greinilega svona léleg ef kennararnir geta verid lengur en ég!

Svo fór ég til Århus í gær med íslensku stelpunum. Vid byrjudum á thví ad fá okkur dönsk símanúmer. Ég mæli med thví ad sem flestir setji mig sem vin í útlöndum og thá geta their sent mér sms og talad vid mig í tvo tíma á mánudi frítt. Thad væri svo gaman. Danska númerid: 27376220. Med landsnúmeri, 45, fyrir framan.
Annars var Århus fallegur bær. Vid komumst ekki mikid lengra en Strøget og thad var bara allt í lagi, thad bídur betri tíma ad fara lengra. Ég nádi ad redda símanúmeri, kassa undir dót og poka undir óhreinan thvott. Mikid sem tharf ad pæla í sem madur pældi ekki mikid í heima.
Vikan er annars búin ad vera skemmtileg og lída hratt. Samt finnst mér eins og ég sé búin ad vera hérna mun lengur en í viku. Thetta er skrýtinn tímaruglingur. Vid völdum okkur fög og ég fer í leiklist, tónlist, japanska raku-keramiktækni og dönskutíma. Ég veit reyndar ekki alveg med thessa blessudu dönskutíma. Í tímanum á fimmtudaginn vorum vid ad læra ad telja upp ad 20, eitthvad sem ég hef talid mig fullfæra um ad gera sídan ég var 11 ára. Ég ætla ad gefa dönskutímanum smá séns í vidbót en ef thetta heldur svona áfram thá skipti ég yfir í stompid. Alveg klárt!
Tónlistartímarnir eru frábærir, vid veljum okkur hljódfæri fyrir hvert lag og svo spilum vid sem hljómsveit. Ég spila á gítar í Aha laginu Forever not yours og syng í Police laginu So lonely. Mér finnst alveg ótrúlegt hverju kennarinn nær út úr okkur á svona stuttum tíma. Svaka stud.

Thad er skítakuldi hérna og mér er alltaf kalt. Rakinn í loftinu lætur kuldann smjúga í gegnum merg og bein og tærnar á mér eru alltaf eins og ísklumpar. Mér er svo kalt núna ad ég nennti ekki í gönguferd um skóginn sem einhverjir ætludu í og ákvad ad reyna ad fá smá yl í kroppinn og vera inni. Algjör aumingi.
Á morgun byrja svo leiklistartímarnir og ég hreinlega get varla bedid. Ég held thad verdi frábært. Á undan leiklist er reyndar danska sem ég mun reyna ad thola eins vel og ég get. Í bili allavega.

Hafid thad gott, bid ad heilsa.