þriðjudagur, nóvember 29, 2005

Nu er bara mikid mikid buid ad gerast hja okkur, Lilja hefur nog ad lesa i reyfaranum sinum.
Byrjum i Cienfuegos a laugardagskvoldid. Vid bordudum kvoldmat hja Gladys og Rodolfo, kjukling med hvitlauk, grilladar kartoflur, salat, hrisgrjon og kubanska supu i forrett. Rosalega gott. Svo kom desert og var hann framandi mjog. Vid vissum eiginlega ekkert hvad thetta var fyrr en thad var utskyrt fyrir okkur. Geitaostur og papayasulta. Gud minn godur. Vid tokum vaena sneid af ostinum, erum svo vel upp aldar, urdum orugglega graenar i framan thvi hann var svo sur. Ekki var bordad meira af ostinum. Tha eiginlega urdum vid ad borda sultuna, fullan disk af sultu!!! Og thad var gert. Hun var ogedsleg. Eftir nokkrar skeidar af sultunni var thetta ordid svo faranlegt ad vid sprungum ur hlatri, fengum svona getekkihaettadhlaeja hlaturskast. Og vid hlogum og bordudum sultuna okkar. Folkid var byrjad ad stara a okkur en vid vorum allavega ad borda sultuna svo thau halda vonandi ad vid hofum ekki verid ad hlaeja ad henni heldur einhverjum ofsalega fyndnum brandara. Thokkudum svo fyrir matinn og forum inn i herbergi og hlogum og hlogum thangad til okkur var illt i sultufulla maganum okkar.
Forum svo a sunnudaginn i rutuna til Trinidad. Settumst aftast en vorum hissa a hraedilegu kukalyktinni sem vid fundum. Svo var okkur bent a ad vid vaerum mjog nalaegt klosettinu. Aha. Faerdum okkur framarlega en kukalyktin kom alltaf svifandi odru hvoru yfir rutuna. Ekki gott fyrir bilveika. Komum svo a rutustodina og tha tok a moti okkur hopur af folki med auglysingaskilti fyrir herbergi til ad leigja. Vid vorum med herbergi thannig ad vid sogdum bara nei. Thad dugdi hins vegar ekki a einn mann sem elti okkur langar leidir. Vid vorum byrjadar ad aepa a hann og hann skildi ekkert hvad var ad okkur, af hverju vid vildum ekki koma med honum. Tha heyrum vid: ANA, ANAAAAAA!! Litum vid og tha kemur folk hlaupandi med skilti sem a stod Ana y Sigru. Fjuff, okkur var bjargad. Thau hofdu ekki sed okkur fyrir ollu vonda folkinu. Foru med okkur a Casad okkar og vid buum hja yndislegri fjolskyldu. Amman og sonurinn hugsa mest um okkur, elda faranlega godan mat og vilja allt fyrir okkur gera. Voknum alltaf og faum ferska avexti, eggjakoku, nypressadan djus og braud i morgunmat. Thad eina sem vid getum kvartad yfir hja theim er kaffigerdarlist theirra. Kaffid bragdast eins og Fisherman´s friend. An djoks, aldrei hofum vid smakkad sterkara kaffi. Thad brennir nidur halsinn, en vid drekkum thad kvolds og morgna. Og segjum alltaf: Namminamm!!
I gaer forum vid a strondina her rett fyrir utan baeinn. Fjolskyldan sagdi okkur ad taka Coco taxa, litinn gulan tveggja manna rafmagnsbil, en vid fundum engan. Leigdum tha bicitaxa i stadinn, hjolataxa a godri islensku. Thad er semsagt madur sem hjolar med okkur. Vid heldum ad thetta vaeri svo stutt ad thetta vaeri ekkert mal. Kostadi bara 5 pesoa, 300 kall. Byrjadi ballid, hann byrjadi ad hjola, vid komum ut fyrir baeinn og hann hjoladi. Thad var ogedslega heitt og hann hjoladi og hjoladi, upp brekkur, nidur brekkur og langt. Vid doum ur samviskubiti. Leid eins og feitum dekrudum turistaosnum sem vita ekkert hvad their eru ad gera. En hey, thetta er vinnan hans, hann vildi bara fa 5 pesoa... Stoppudum stutt a strondinni og lobbudum heim af thvi vid fundum engan taxa. Thegar vid nalgudumst baeinn aftur keyrdi straeto framhja okkur og baud okkur far. Sem vid thadum med thokkum.
A kvoldin um 6 leytid, eins og nuna, hefur hingad til ordid rafmagnslaust i svona klukkutima. Vid skildum ekkert i thessu fyrsta kvoldid en fjolskyldan okkar sagdi brosandi ad thetta vaeri ut af efnahagsastandinu, eins og ekkert vaeri sjalfssagdara. Thau elda a gasi med kertaljos til ad sja, kertid vel varid ad sjalfsogdu. Eldhusid er eins og ad stiga 50 ar aftur i timann og thau sau iPodana okkar i gaer og vissu ekkert hvad thetta var. Hofdu an grins ekki hugmynd. Strakurinn a segulbandstaeki fra 1980.
I morgun hringdu thau svo fyrir okkur i vin sinn sem fer med turista i hestaferdir. Vid forum semsagt i hestaferd. Nuna, eftir 3 1/2 tima hestaferd gaetum vid ekki sest upp a hest thott okkur vaeri borgad fyrir thad. Sigrun er med nuddsar a staerd vid Mars og Anna er rispud a hondum og fotum eins og eftir snarbrjaladan kott. Var semsagt i kvartbuxum og stuttermabol og hesturinn labbadi einhvernveginn alltaf beint a thyrnirunna. Hesturinn hennar Sigrunar var semsagt hastari en allt hast. Vid getum varla setid i venjulegum stol. Thratt fyrir thad komumst vid ut i sveit, yfir fjall og forum ofbodslega fallegan stig i fjallinu i gegnum skoginn. Storkostleg nattura. Thadan saum vid yfir dal med sykurokrum og litlum husum. Thegar vid komum nidur af fjallinu settumst vid undir tre og tuggdum sykurreyr. Kul. Svo let hann okkur stokkva og thessir snargedveiku hestar stukku svo sannarlega. Sigrun naestum flogin af baki og Anna gat ekki stoppad sinn thvi honum fannst svo gaman. Komumst tho heilu og holdnu heim, med nuddsar og vodvabolgu.
Sko, nu for rafmagnid af, eins gott thad se rafmagnsstod i simahusinu sem vid erum i.

I gaerkvoldi akvadum vid svo ad fara i salsatima. Vid maettum a svaedid algjorlega oundirbunar undir thad sem beid okkar. Kennarinn tok a moti okkur og dreif okkur ut a golf fyrir framan fullt af folki. Vid byrjudum a ad laera grunnspor, hlidarspor, hringspor og fram og til baka spor. Hljomar einfalt ekki satt? En onei, hann var svo akafur i ad gera okkur ad meistaradonsurum ad thad var allt endurtekid milljon sinnum ef eitthvad smaraedi var gert vitlaust. Slegid var a hendurnar a okkur ef thaer voru ekki i einhverri svaka sveiflu og oskrad: REPITE!!! ef stigid var i vitlausan fot. Thegar honum fannsti vid ordnar thokkalegar i thessu tha bara attum vid ad fara ad dansa. Vid hann og einhvern annan meistara. Og ekki batnadi thad med thvi. Hann kalladi Onnu ljosku og Sigrunu naestum thvi vitlausa thvi hun gat ekki stigid i rettan fot og let hana svo dansa eina fyrir sig.
Eftir 20 minutur, ja thetta gerdist allt a 20 minutum, sogdumst vid verda ad fara. Hann aetladi ad drepa okkur med augnaradinu og vildi fa nakvaema utskyringu af hverju vid thyrftum ad fara. Vid lugum einhverju sem vid munum varla hvad var. Hann virtist ekki trua okkur en hann fekk pening og vid hluuupum ut i frelsid. Forum i budina og keyptum bjor, tha einu a Kubu orugglega sem selur kaldan bjor. Settumst ut a svalir ,,heima" og hlogum ad salsakennaranum. Psychoman.

Forum til Sancti Spiritus a morgun og latum i okkur heyra thegar vid finnum internet.
Ciao. (eins og their segja her a Kubu)