þriðjudagur, janúar 10, 2006

Danmörk, Danmörk

Mér hefur alltaf fundist Danmörk skemmtilegt land. Thessvegna ákvad ég ad prófa ad koma hingad og vera hér í allt ad sex mánudi. Thad er langur tími. Ég lét thó slag standa og flaug út med hafurtask mikid á sunnudaginn. Thegar ég var búin ad ná í hafurtaskid á færibandid fór ég og keypti mér lestarmida til Ry. Thad var ekki mikid mál fyrir utan framburdarördugleika á ordinu Ry. Endadi med thví ad ég skrifadi thad fyrir konuna sem svo ad sjálfsögdu sagdi Ry alveg eins og ég... Fannst mér.
Svo rúlladi ég med rúllustiganum og flýtti mér nidur á pallinn thadan sem lestin átti ad fara eftir 6 mínútur. Thar var lest svo ég hoppadi upp í hana. Um leid og lestardyrnar lokudust fékk ég illilega á tilfinninguna ad ég væri í bandvitlausri lest. Ég sýndi lestarverdinum midann minn og hann hristi höfudid ad heimska útlendingnum og sagdi: You should have waited!!! Ég spurdi hann hvort ég gæti ekki bara tekid lest til baka og breytt midanum svo ég færi í næstu lest. Hann neitadi thví og ég vard ógedslega pirrud á sjálfri mér fyrir ad hafa sóad 3000 kalli í lestarmida nidur á Hovedbanegården. Eftir smá pirring og bölv sagdi lestarvördurinn mér ad ég gæti samt ad sjálfsögdu skipt í rétta lest thegar á Hovedbanegården væri komid. Svo thetta blessadist allt ad lokum... Eftir hlaup upp rúllustiga og eftir 200 metra langri lest til ad finna minn vagn sem var númer 41. Klikkadir thessir Danir madur...
Ég komst eftir thad nokkud klakklaust til Ry. Bærinn er rosa fallegur og skólinn eftir thví. Raudir múrsteinar og allt voda danskt eitthvad. Hér er eldgömul vindmylla og á rétt vid hlidina á skólanum. Herbergisfélaginn minn er mjög fín stelpa frá Århus og húsgrúppan mín, fólkid sem býr í sama húsi og ég, er ágæt. Ég sæki reyndar svolítid út fyrir hana thar sem thau tala bara dönsku sín á milli og svo hratt ad ég og ungverska stelpan sem býr í sama húsi skiljum kannski 4. hvert ord. Ég sæki meira í Blå gang og Tårnet thar sem fólkid med túristataktana býr. Thar tala thau dönsku en svo thýda thau flest á ensku rétt á eftir. Thad kallar madur túristatakta med meiru.
Hér eru svo tvær íslenskar stelpur og vid spjöllum mikid saman. Önnur er med tveggja ára dóttur sína med sér svo thad er rosa stud. Allir eru rosa skotnir í litlu stelpunni og hún í essinu sínu med alla athyglina. Thad er gott ad geta talad vid einhvern sem madur skilur vel. Thad sýgur úr manni alla orku ad thurfa ad hlusta svona stíft á alla tala til ad reyna ad skilja. Hins vegar finn ég hvad thetta venst fljótt og ég skil meira í dag en ég gerdi í gær.
Dagarnir í gær og í dag hafa farid í kynningar á fögum og leiki og thess háttar. Thannig mun vikan vera og svo byrja tímarnir á fullu í næstu viku. Ég fór á kynningu í dag á Kreative teknikker og Skuespiltræning og hefur Skuespiltræning ordid fyrir valinu sem adalfag hjá mér. Skemmtilegir kennarar og theim er alveg sama thótt nemendur theirra tali ekki góda dönsku: It´s all about body language! Vid verdum tvær íslenskar í thessu saman og thad verdur ekkert nema gaman. Í fyrra voru leiklistarkennarnir med nemendur frá Albaníu og Nepal svo vid Íslendingarnir erum engin áskorun fyrir thá.
Í gær var svo húsgrúppunum safnad saman og vid fengum verkefni til ad leysa. Vid áttum ad búa til lampaskerm, finna einhvern stad í bænum, búa til tilkynningatöflu í húsid okkar, semja sögu, búa til íslistaverk og fara í bad í ánni í nístandi frosti. Ég beiladi á ánni og beid med tebolla á bakkanum en 8 af 10 í mínu húsi fórum út í. Vid fengum verdlaun. Bædi fyrir thad og tilkynningatöfluna.
Svo á morgun eru kynningar á hovedfager. Ég býst vid ad velja tónlistartíma.
Vid útlendingarnir förum í dönskutíma í stadinn fyrir studiefag. Thad er svolítid súrt thar sem ég ætladi ad velja Stomp. Svo er thad líka svolítid asnalegt thví vid Íslendingarnir kunnum allar eitthvad í dönsku, getum hlustad og skilid meginatridin og talad svolítid en Ungverjarnir skilja ekki bofs. Ekki bofs! Ég skil ekki hvernig vid eigum ad nenna ad sitja í 7 tíma á viku í dönsku med fólki sem skilur ekki neitt. En thetta kemur allt betur í ljós.

Mér líst semsagt yfir höfud vel á mig hérna í Ry. Thetta verdur vonandi betra og betra med hverju dönsku ordi sem ég næ. Ég tholi verst ad geta ekki tekid thátt í samrædum. Thad er einmanalegt.
Ég væri med skrækkelig heimthrá ef ekki væri fyrir internetid. Ég elska tækni.
Vid íslenska grúppan ætlum til Århus á laugardaginn og redda dönskum símanúmerum. Thad verdur örugglega gaman ad fara til Århus. Gott ad hafa eitthvad ad hlakka til. Svo á föstudaginn er velkomsfest og thá vona ég ad hópurinn nái ad hristast betur saman.

Kvedjur, Anna.