miðvikudagur, desember 28, 2005

Orðleysi og aðdáun

Ég er agndofa af hrifningu yfir frammistöðu Hilmis Snæs í einleiknum Ég er mín eigin kona. Það er langt síðan leikrit hefur hreyft eins mikið við mér, örugglega ekki síðan ég sá Veisluna á sínum tíma. Þegar ég hugsa um leikritið er sviðið fullt af persónum og lífi. Hilmi tókst svo algerlega að fylla út í sviðið aleinn með karakterunum að ég var orðlaus. Þegar ég leit að sviðinu eitt augnablik var í eitt skiptið komin ný persóna á sviðið og mér fannst í alvöru vera komin önnur manneskja inn á sviðið. Honum tókst að græta mig þrisvar sinnum, í eitt skiptið einmitt þegar Charlotte segist vera sín eigin kona.
Það er svo gaman þegar eitthað slær út allar væntingar manns. Það er líka svo erfitt að koma svona hrifningu í orð. Sérstaklega rituð. Þið vonandi náið þessu...