Óraunveruleiki...
..eða kannski of mikill raunveruleiki gerir það að verkum að ég er með hnút í maganum. Stóran hnút. Ég tel mig samt vera búna að gera allt sem ég ætlaði mér, nema náttúrulega að vera dugleg að fara í göngutúra um jólin, fara í sund, vakna snemma og nýta dagana, vera súperbloggari og klára að prjóna húfuna mína.
Hins vegar er ég búin að sofa vel og mikið í rúminu mínu, vera dugleg að gera sem minnst, njóta þess að vera með fjölskyldunni, hitta vinina mikið, halda fyrir þá skemmtilegt partý, fagna nýju ári og vera glöð og ánægð með tilveruna.
Nú tekur við nýr kafli. Ég vona að hann verði góður.
Ég er búin að pakka, ég ætla í bað og reyna að sofna. Gangi mér vel.
Hins vegar er ég búin að sofa vel og mikið í rúminu mínu, vera dugleg að gera sem minnst, njóta þess að vera með fjölskyldunni, hitta vinina mikið, halda fyrir þá skemmtilegt partý, fagna nýju ári og vera glöð og ánægð með tilveruna.
Nú tekur við nýr kafli. Ég vona að hann verði góður.
Ég er búin að pakka, ég ætla í bað og reyna að sofna. Gangi mér vel.