Ég var að frétta...
... að allir sem ætla að kaupa sér miða á Hróarskeldu, án efa skemmtun ársins, verða að fara að drífa í því. Það er nefnilega að verða uppselt. Ég hef afar áreiðanlega heimildir fyrir þessu, það var hún Zenta, heitkona mín sem ég mun ganga í það heilaga með 28. maí*, sem tilkynnti mér þetta. Hún er 23 ára og hefur farið hvorki meira né minna en 12 sinnum á hátíðina. Spáið í þetta! 12 sinnum, einu sinnu á ári í 12 ár. Fyrst hún hefur farið svona oft þá hlýtur þetta að vera peninganna virði. Heilhveitis, hvað ég hlakka til!
*Brúðkaupsdjókið fatta ég varla sjálf. Þetta var eitthvað með að út af því að ég er með lengri baugfingur en vísifingur þá er ég semsagt lesbísk. Allar sem eru með þannig hérna ætla að giftast... eða eitthvað. Ég er bara sæl og glöð að vera að fara að gifta mig, þó það sé í þykjó. Ég fæ pakka!
Fjandinn, þetta er of mikill einkahúmor til að vera fyndið hérna. Þetta kemur út eins og ég sé snargeðveik, að fara að giftast stelpu af því að ég er með lengri baugfingur en vísifingur.
Ég held ég segi bara góða nótt og láti þessa súru færslu standa. Góða nótt!
P.s. Svo þið finnið örugglega síðuna þar sem á að kaupa miðann ykkar, þá er slóðin: www.roskildefestival.dk. Je beibí jehehe.
*Brúðkaupsdjókið fatta ég varla sjálf. Þetta var eitthvað með að út af því að ég er með lengri baugfingur en vísifingur þá er ég semsagt lesbísk. Allar sem eru með þannig hérna ætla að giftast... eða eitthvað. Ég er bara sæl og glöð að vera að fara að gifta mig, þó það sé í þykjó. Ég fæ pakka!
Fjandinn, þetta er of mikill einkahúmor til að vera fyndið hérna. Þetta kemur út eins og ég sé snargeðveik, að fara að giftast stelpu af því að ég er með lengri baugfingur en vísifingur.
Ég held ég segi bara góða nótt og láti þessa súru færslu standa. Góða nótt!
P.s. Svo þið finnið örugglega síðuna þar sem á að kaupa miðann ykkar, þá er slóðin: www.roskildefestival.dk. Je beibí jehehe.