Samhengisleysi er kúl
Ég hef aldrei verið svo heppin að hafa ,,sambönd" í merkilega heiminum... Fyrr en núna. Ég hafði svo góð sambönd að ég fékk miða á Belle & Sebastian á Nasa á fimmtudaginn, tveim dögum fyrir tónleika og án þess að lyfta litlafingri. Mikið ofboðslega er gaman að fá að upplifa þetta svona einu sinni ha... Voða gaman ha... Það er til svo mikið af fólki sem segir ha á eftir öllu sem það segir ha. Ég mun reyna mitt besta til að forðast þennan ljóta ávana ha...
Lífið mitt er komið í fastar skorður enn á ný. Finnst eins og ég hafi ekkert farið frá Íslandi í hálft ár og þessi tími sé eins og svona svarthol. Ég hugsa oft með mér hvort þetta hafi nú allt virkilega gerst. Sem betur fer á ég myndir á myndir ofan til að minna mig á þennan tíma.
Fastar skorður: Byrjuð að vinna, orðin 21 árs, komst inn í Kennó og Nýja Tónlistarskólann, búin að fá vinnu með skóla á Kaffitári, búin að fá að hitta alla mína frábæru vini og komast að því að þau eru jafn frábær og alltaf, nokkuð sátt við að vera komin heim.
Ég fékk nýtt kreditkort um daginn sem og Gullvildardebetkort. Á debetkortinu mínu er undirskrift sem var sett í gagnabanka bankanna þegar ég var 12 eða 13 ára. Á kreditkortinu átti ég að skrifa sjálf undir og þar er undirskrift 21 árs gamallar Önnu. Hún er svolítið mikið mikið öðruvísi.
Nú er það orðið þannig að kort sem ég fæ sem eru alveg tilbúin þegar ég sæki þau eru með undirskrift 12 ára mín en vegabréfið mitt og kreditkortið eru með undirskrift 21 árs mín. Þetta gerir mig að einhverjum ástæðum ótrúlega stressaða.
Ég er eiginlega á því að undirskriftir séu orðnar svolítið úreltar. Er ekki kominn tími á augnskanna í búðirnar eins og í World Class?? Við erum orðin svo ógeðslega módern hérna á Íslandi sko... Ganga alla leið bara ha.
Lífið mitt er komið í fastar skorður enn á ný. Finnst eins og ég hafi ekkert farið frá Íslandi í hálft ár og þessi tími sé eins og svona svarthol. Ég hugsa oft með mér hvort þetta hafi nú allt virkilega gerst. Sem betur fer á ég myndir á myndir ofan til að minna mig á þennan tíma.
Fastar skorður: Byrjuð að vinna, orðin 21 árs, komst inn í Kennó og Nýja Tónlistarskólann, búin að fá vinnu með skóla á Kaffitári, búin að fá að hitta alla mína frábæru vini og komast að því að þau eru jafn frábær og alltaf, nokkuð sátt við að vera komin heim.
Ég fékk nýtt kreditkort um daginn sem og Gullvildardebetkort. Á debetkortinu mínu er undirskrift sem var sett í gagnabanka bankanna þegar ég var 12 eða 13 ára. Á kreditkortinu átti ég að skrifa sjálf undir og þar er undirskrift 21 árs gamallar Önnu. Hún er svolítið mikið mikið öðruvísi.
Nú er það orðið þannig að kort sem ég fæ sem eru alveg tilbúin þegar ég sæki þau eru með undirskrift 12 ára mín en vegabréfið mitt og kreditkortið eru með undirskrift 21 árs mín. Þetta gerir mig að einhverjum ástæðum ótrúlega stressaða.
Ég er eiginlega á því að undirskriftir séu orðnar svolítið úreltar. Er ekki kominn tími á augnskanna í búðirnar eins og í World Class?? Við erum orðin svo ógeðslega módern hérna á Íslandi sko... Ganga alla leið bara ha.