Shine on you...
...crazy diamond. Þegar ég var á Hróarskeldu í sumar þá fór ég að hágráta (með ekka og öllu saman) þegar Roger Waters spilaði þetta lag. Ég hélt þetta væri tilfallandi aumingjaskapur, var að fara frá Danmörku daginn eftir og svona... En nei! Ég var í sakleysi mínu að hlusta á þetta lag í poddaranum í fyrradag og haldið þið ekki að það hafi trítlað nokkur tár við hlustunina! Ekki nóg með það heldur var ég með iPodinn á shuffle í bílnum í morgun, þetta lag kom og ég bara hætti að geta sungið með (eða þú veist, vælt með gítarspilinu mest allt lagið) því ég bara fór pínu að gráta.
Vitið þið, ég þori varla að hugsa til þess hvernig ég verð þegar ég verð orðin gömul, krumpuð og grá, hlusta á lagið og heyri: "Remember when you were young?/You shone like the sun". Þá verður bara annað syndaflóð... eð'eitthvað.
Annaðhvort er sorgin í laginu svona ofboðslega eðlilega sett fram að hún virki einmitt rétt á mig eða ég er bara óforbetranleg grenjuskjóða með hor. Hressandi.
Vitið þið, ég þori varla að hugsa til þess hvernig ég verð þegar ég verð orðin gömul, krumpuð og grá, hlusta á lagið og heyri: "Remember when you were young?/You shone like the sun". Þá verður bara annað syndaflóð... eð'eitthvað.
Annaðhvort er sorgin í laginu svona ofboðslega eðlilega sett fram að hún virki einmitt rétt á mig eða ég er bara óforbetranleg grenjuskjóða með hor. Hressandi.