Í bókum les maður oft að vinnufólk hafi þurft að vakna fyrir sólarupprás til að gera hitt og þetta og blabla. Íslendingar hljóta þá að vera hetjur að vakna fyrir sólarupprás í hvað, 7 mánuði á ári kannski? Ekki er minnst á það í bókunum...
Það er líka ekki í lagi hvað ég er þreytt og á bágt með að opna augun þegar ég á að gjöra svo vel að vakna fyrir sólarupprás, þó að klukkan sé orðin svo mikið sem 9. Einnig er ég fullviss um að einbeitingarleysi eykst með lækkandi sól. Ég sver það, ég var ekki svona löt og þreytt í byrjun hausts, hvað þá í sumar. Oj þér myrkur.
Það er líka ekki í lagi hvað ég er þreytt og á bágt með að opna augun þegar ég á að gjöra svo vel að vakna fyrir sólarupprás, þó að klukkan sé orðin svo mikið sem 9. Einnig er ég fullviss um að einbeitingarleysi eykst með lækkandi sól. Ég sver það, ég var ekki svona löt og þreytt í byrjun hausts, hvað þá í sumar. Oj þér myrkur.