mánudagur, desember 11, 2006

Ég fer ekki í næsta próf fyrr en á laugardaginn og er þess vegna búin að vera óæskilega löt í dag og í gær. Á morgun tekur betra við, já. Ég er þó ekki búin að vera að gera allskostar ómerkilega hluti.. Hálfur gærdagurinn fór í að skoða þetta. Æ, þessi ferðahugur.. mig langar svo að fara frá Fróni. Þegar ég og Sigrún vorum á Kúbu hittum við bandarískan mann. Maðurinn sá bjó í Klettafjöllunum, einhvers staðar lengst uppi í fjöllum, nálægt litlu þorpi. Þarna bjó hann á sumrin og vann og vann allan tímann. Svo um leið og vetrarveðrið fór að þrengja að og dagarnir að styttast þá hélt hann af stað í nýtt ævintýri. Þegar við hittum hann var hann semsagt nokkuð nýfarinn af stað aftur, búinn að vera að ferðast í karabíska hafinu og um alla Jamaíku. Þori ekki að fullyrða neitt en mér skildist hann vera búinn að fara ansi víða, átti í rauninni ekkert svakalega mikið eftir af heiminum, ekki eins og ég með mín 94%, eins og ég reiknaði út á netinu um daginn. Allamalla hvað mig langar! Eða er þetta kannski normalt svona í miðjum prófum? Hugsanlega, hugsanlega. Dæs.