Á hverjum morgni verð ég svo reið þegar ég les myndasöguna Úthverfið í Mogganum. Þið vitið, næstneðsta sagan, þessi á undan Kóngulóarmanninum... Þetta er versta myndasaga í heimi! Þessi einstaklega ómerkilegu hjón sem myndasagan fjallar um eru búin að eiga í vandræðum með garðúðara nágrannans í að minnsta kosti tvær vikur og úðarinn er ennþá að sprauta inn í garðinn þeirra og á borðið. Ókei, það er sitthvað í stöðunni fyrir hjónin að gera. Þau eru búin að tala við nágrannann og biðja hann um að færa úðarann því þau geta ekki borðað morgunmat við borðið. Nágranninn brást hinn versti við og sagðist mega úða sínu vatni hvert sem hann vildi. Af hverju ertu að eyða vatni í að úða garðinn þinn ef þú vilt bara úða vatni á borðið hjá nágranna þínum, fíflið þitt??
Annað afar rökrétt væri bara hreinlega að færa borðið og njóta góðs af ókeypis vatninu sem nágranninn þá úðar inn í garðinn þeirra en ekki á borðið.
Eitt í stöðunni fyrir mig væri að hætta að lesa þessa skelfilegu myndasögu. Mig langar bara svo að vita hvort þau fruntist til að færa fokking borðið.
Annað afar rökrétt væri bara hreinlega að færa borðið og njóta góðs af ókeypis vatninu sem nágranninn þá úðar inn í garðinn þeirra en ekki á borðið.
Eitt í stöðunni fyrir mig væri að hætta að lesa þessa skelfilegu myndasögu. Mig langar bara svo að vita hvort þau fruntist til að færa fokking borðið.