Völundarhús skógarpúkans
Ég fór að sjá spænsku myndina El laberinto del fauno í gær. Á íslensku er hún ranglega kölluð Völundarhús Pans en ætti að heita Völundarhús skógarpúkans, ef við förum út í smáatriði, því fígúran heitir ekki Fauno, hún er "fauno".
Hún er nú búin að bætast í flokk þeirra mynda sem Græna ljósið flytur inn. Ég hef núna séð þrjár myndir hjá þeim, hver annarri betri.
Völundarhús skógarpúkans er stórkostlegt listaverk. Þvílíkt magnaða mynd hef ég ekki séð í háa herrans tíð. Oo, það er svo gaman að fara í bíó á svona frábærar myndir sem sitja sterklega í manni ennþá daginn eftir. Ég gekk meir að segja svo langt að dreyma um hana í alla nótt, sem gerði það að verkum að ég svaf ekkert voðalega vel, myndin verandi frekar ljót.
Eins hlynnt og ég er þessu framtaki hjá Græna ljósinu, að flytja inn svolítið öðruvísi myndir og sýna þær án hlés þá verð ég nú að segja að ég var ekki hrifin af því hvernig staðið var að sýningunni í gær. Veit ég þó ekki hvorum er um að kenna, Græna ljósinu eða Regnboganum. Við mæðgurnar vorum mættar um korteri fyrir sýningarbyrjun, keyptum okkur miða í þeirri trú að nauðsynlegt væri að mæta svona snemma til að vera leyft að kaupa miða. Græna ljósið segir nefnilega að miðasölu hætti á slaginu þegar myndin byrjar, og að myndin byrji á slaginu. Þegar við vorum búnar að sitja inni í sal í svona tíu mínútur var klukkan orðin en fólk streymdi ennþá inn í salinn. Venjulegar auglýsingar hættu ekki fyrr en um 10 mínútum eftir að myndin átti að vera byrjuð og þá hófust bíóauglýsingar. Myndin byrjaði ekki fyrr en korteri eftir auglýstan sýningartíma og ennþá var fólk að streyma inn í salinn.
Þetta pirraði mig mikið, sérstaklega vegna þess að miðarnir á sýningar Græna ljóssins kosta 1000 krónur! Líklega kostar meira á þessar sýningar en aðrar vegna þess sem maður fær í staðinn en í gær fengum við ekkert fyrir þennan auka 100 kall. Fólk streymdi inn í salinn til a.m.k. 20 mínútur yfir og myndin byrjaði korteri of seint.
Þetta var ég ósátt við.
Hún er nú búin að bætast í flokk þeirra mynda sem Græna ljósið flytur inn. Ég hef núna séð þrjár myndir hjá þeim, hver annarri betri.
Völundarhús skógarpúkans er stórkostlegt listaverk. Þvílíkt magnaða mynd hef ég ekki séð í háa herrans tíð. Oo, það er svo gaman að fara í bíó á svona frábærar myndir sem sitja sterklega í manni ennþá daginn eftir. Ég gekk meir að segja svo langt að dreyma um hana í alla nótt, sem gerði það að verkum að ég svaf ekkert voðalega vel, myndin verandi frekar ljót.
Eins hlynnt og ég er þessu framtaki hjá Græna ljósinu, að flytja inn svolítið öðruvísi myndir og sýna þær án hlés þá verð ég nú að segja að ég var ekki hrifin af því hvernig staðið var að sýningunni í gær. Veit ég þó ekki hvorum er um að kenna, Græna ljósinu eða Regnboganum. Við mæðgurnar vorum mættar um korteri fyrir sýningarbyrjun, keyptum okkur miða í þeirri trú að nauðsynlegt væri að mæta svona snemma til að vera leyft að kaupa miða. Græna ljósið segir nefnilega að miðasölu hætti á slaginu þegar myndin byrjar, og að myndin byrji á slaginu. Þegar við vorum búnar að sitja inni í sal í svona tíu mínútur var klukkan orðin en fólk streymdi ennþá inn í salinn. Venjulegar auglýsingar hættu ekki fyrr en um 10 mínútum eftir að myndin átti að vera byrjuð og þá hófust bíóauglýsingar. Myndin byrjaði ekki fyrr en korteri eftir auglýstan sýningartíma og ennþá var fólk að streyma inn í salinn.
Þetta pirraði mig mikið, sérstaklega vegna þess að miðarnir á sýningar Græna ljóssins kosta 1000 krónur! Líklega kostar meira á þessar sýningar en aðrar vegna þess sem maður fær í staðinn en í gær fengum við ekkert fyrir þennan auka 100 kall. Fólk streymdi inn í salinn til a.m.k. 20 mínútur yfir og myndin byrjaði korteri of seint.
Þetta var ég ósátt við.