Ég man þá tíð...
Mamma ætlar að hafa svið í matinn í kvöld. Bróðir minn kemur að sjálfsögðu í mat enda ekki maðurinn til að missa af ljúffengum sviðakjömmum. Ég hef sjálf svosem ekkert á móti þessum mat þó ég hrópi nú ekki margfalt húrra fyrir þeirri ákvörðun að sunnudagssteikin þann 4. febrúar sé svið en ekki ljúffengt lambalæri eða eitthvað í þá áttina.
Þegar ég hugsa um þá athöfn að borða svið þá flýgur alltaf upp í hausinn á mér mynd af sjálfri mér sitjandi við eldhúsborðið hjá ömmu og afa þegar þau bjuggu í Keflavík. Þetta hefur líklegast verið á þorranum og ég verið svona 7 ára, mér sýnist það allavega á myndinni í höfðinu. Svið voru á borðum og ég sat og borðaði tungu, kartöflur, rófustöppu og så videre. Mamma var örugglega búin að skera tunguna úr fyrir mig og í bita því ég sat og borðaði þetta í mestu makindum, og fannst einkar bragðgott. Tungan var alltaf uppáhaldsparturinn minn, mér fannst hún alls ekkert ógeðsleg á meðan mér fannst ógeðslegt að horfa á hina í fjölskyldunni borða kjöt af kjömmunum sjálfum.
Í dag hefur þetta gjörbreyst. Ég sé sjálfa mig ekki sitja 21 árs við kvöldmatarborðið í kvöld með tunguna brytjaða niður fyrir mig, kartöflur og rófustöppu. Tunguna úr dýrinu sem sleikir slímið af lömbunum sínum þegar þau fæðast, borðar gras, gefur frá sér hljóðið baaaaa (sem sumir skilja sem meme), drekkur vatn úr dalli sem margar margar aðrar kindur sem sleikja slímið af lömbunum sínum drekka líka úr....
Sviðin eða ekki, það verður langt í að tungan rati á diskinn minn aftur. En hver veit nema maður gæði sér á gómsætu dökku kjöti af kjömmunum sjálfum?? Eða panti sér bara pizzu...
Þegar ég hugsa um þá athöfn að borða svið þá flýgur alltaf upp í hausinn á mér mynd af sjálfri mér sitjandi við eldhúsborðið hjá ömmu og afa þegar þau bjuggu í Keflavík. Þetta hefur líklegast verið á þorranum og ég verið svona 7 ára, mér sýnist það allavega á myndinni í höfðinu. Svið voru á borðum og ég sat og borðaði tungu, kartöflur, rófustöppu og så videre. Mamma var örugglega búin að skera tunguna úr fyrir mig og í bita því ég sat og borðaði þetta í mestu makindum, og fannst einkar bragðgott. Tungan var alltaf uppáhaldsparturinn minn, mér fannst hún alls ekkert ógeðsleg á meðan mér fannst ógeðslegt að horfa á hina í fjölskyldunni borða kjöt af kjömmunum sjálfum.
Í dag hefur þetta gjörbreyst. Ég sé sjálfa mig ekki sitja 21 árs við kvöldmatarborðið í kvöld með tunguna brytjaða niður fyrir mig, kartöflur og rófustöppu. Tunguna úr dýrinu sem sleikir slímið af lömbunum sínum þegar þau fæðast, borðar gras, gefur frá sér hljóðið baaaaa (sem sumir skilja sem meme), drekkur vatn úr dalli sem margar margar aðrar kindur sem sleikja slímið af lömbunum sínum drekka líka úr....
Sviðin eða ekki, það verður langt í að tungan rati á diskinn minn aftur. En hver veit nema maður gæði sér á gómsætu dökku kjöti af kjömmunum sjálfum?? Eða panti sér bara pizzu...