Í fullorðinsleik
Mér líður eins og ég sé í fullorðinsleik í dag.
- Er að fara að skoða íbúð á eftir. Ofboðslega fullorðinslegt.
- Drakk skyrdrykk áðan sem rann út fyrir 20 dögum. Mér finnst það svaka fullorðinslegt að borða útrunnar mjólkurvörur. Þá líður mér eins og alvöru fullorðnir séu ekki þeir einu sem þora því, þótt þau hafi fengið að upplifa mjólkurverkfall einhvern tímann á síðustu öld og orðið að frysta mjólk og allt í rugli bara.
- Aðhaldið, megrunin, kúrinn... Bara það sem er fullorðinslegast, gengur svona líka vel. 4,6 kg. farin á fimm vikum. Ekki svo fullorðinslegt: Í verðlaun fyrir góðan árangur fékk ég kirsuberjalímmiða með augum sem hreyfast.
- Núna sit ég svo á kaffihúsi með tjörn fyrir utan gluggann og sýp á léttum latte í glasi, lítandi ever so fullorðinslega út með fartölvuna mína að þykjast vera að skrifa eitthvað voðalega vitrænt. Sem ég er ekki að gera.
Annars neita ég ennþá að vera orðin eitthvað fullorðin, ég er sko ekki orðin kona. Í mesta lagi ung kona. Sem mætti líka bara vera stelpa. Já, stelpa er það heillin.
- Er að fara að skoða íbúð á eftir. Ofboðslega fullorðinslegt.
- Drakk skyrdrykk áðan sem rann út fyrir 20 dögum. Mér finnst það svaka fullorðinslegt að borða útrunnar mjólkurvörur. Þá líður mér eins og alvöru fullorðnir séu ekki þeir einu sem þora því, þótt þau hafi fengið að upplifa mjólkurverkfall einhvern tímann á síðustu öld og orðið að frysta mjólk og allt í rugli bara.
- Aðhaldið, megrunin, kúrinn... Bara það sem er fullorðinslegast, gengur svona líka vel. 4,6 kg. farin á fimm vikum. Ekki svo fullorðinslegt: Í verðlaun fyrir góðan árangur fékk ég kirsuberjalímmiða með augum sem hreyfast.
- Núna sit ég svo á kaffihúsi með tjörn fyrir utan gluggann og sýp á léttum latte í glasi, lítandi ever so fullorðinslega út með fartölvuna mína að þykjast vera að skrifa eitthvað voðalega vitrænt. Sem ég er ekki að gera.
Annars neita ég ennþá að vera orðin eitthvað fullorðin, ég er sko ekki orðin kona. Í mesta lagi ung kona. Sem mætti líka bara vera stelpa. Já, stelpa er það heillin.