fimmtudagur, mars 08, 2007

Dýrðardagur

Það verður mikill dýrðardagur þegar ég mun átta mig á að það er langsniðugast að læra jafn og þétt yfir veturinn og ekki geyma próflestur mestmegnis þar til daginn fyrir próf. Mikið hlakka ég til!

Þangað til mun ég lifa í bölvun minni og asnast í gegnum efnið á nótæm fáandi þar af leiðandi lélegar einkunnir. Það er fátt sem jafnast á við sjálfsvorkunn og óbeit á sjálfri sér.