mánudagur, nóvember 26, 2007

Forbrydelsen

Ef þú ert ekki búin/n að sjá þáttinn í gær en ætlar samt að gera það þá myndi ég ekki lesa lengra. Ef þú gerir það áttu eftir að vera reið/ur við mig og það vil ég svo sannarlega ekki. Góðar stundir.


Ég er búin að fylgjast spennt með þessum frábæru þáttum frá byrjun og fylgdist auðvitað með í gær enda þátturinn í síðust viku alveg sérstaklega taugatrekkjandi. Kom í ljós í gærkvöldi að kennarafjandinn, Rama, hafi átt einhvern þátt í dauða stúlkunnar. Ég var orðin alveg viss um að hann væri ekki sá seki þó að hann hefði greinilega eitthvað óhreint mjöl í pokahorninu og var alveg handviss um það þar til sterkar sannanir komu í ljós gegn honum í þættinum í gær.

En nú er ég alveg hlessa. Þetta var sjöundi þáttur, ef ég man rétt, og það eru tuttugu þættir í seríunni. Getur þetta verið svona einfalt? Svo á ég eitthvað bágt með það að vondi kallinn sé hafður arabískur innflytjandi, svona á þessum síðustu og verstu tímum. Er það alveg siðferðislega rétt? Úúú, hann var í hernum... Gargar svo á arabísku í símann, er brúnn og svarthærður... Jah, maður spyr sig. Ég allavega held að Lund og félagar eigi eftir að komast að einhverju nýju, þetta getur bara ekki verið svona létt.

Ég er bara farin að hlakka til næsta sunnudags...