föstudagur, júlí 29, 2005

Kúkað á kerfið

Ó já, ég kúkaði sko á kerfið í dag.
Ég fór í golf í skærappelsínugulum bol og vel bleikum glimmersokkum. Hah!

P.s. Mikið er leiðinlegt að lesa blogg sem eru ekkert nema broskallar sem hreyfast/ekki hreyfast. Uss uss...

miðvikudagur, júlí 27, 2005

Það er ekki eintóm sæla að eldast...

Ég fékk nett sjokk áðan þegar ég var að taka til inni hjá mér. Ekki var það út af draslinu, ekki heldur rykinu, ekki var það út af fatahrúgunni á stólnum eða bókabunkanum í gluggakistunni og á skrifborðinu. Ónei, það var út af einni skitinni kassakvittun sem ég fann ofan í poka frá Pennanum.

Á henni stóð að ég hefði keypt Harry Potter & the half blood prince þann 16. júlí 2005. Á henni stóð að fullt verð væri 2995 kr. Á henni stóð líka að ég hafi fengið 300 kr. í ellilífeyrisþegaafslátt.

Þegar ég varð tvítug, fyrir nokkrum dögum nota bene, þá bjóst ég ekki við svona hröðum öldrunareinkennum. Ég er farin á heilsuhælið í Hveragerði að láta nudda úr mér gigtina og fá undrakrem við hrukkum og appelsínuhúð.Kræst!

mánudagur, júlí 25, 2005


Ég þekki: 1, 2, 3, 4 fola.

Af fáu sem engu

Vá hvað ég fékk flottar afmælisgjafir! Ég er orðlaus þegar ég horfi á þetta allt saman. Ég elska ykkur öll!

Núna ligg ég annars uppi í rúmi og hlusta á Erykah Badu. Hún er magnað skemmtileg. Sérstaklega fíla ég Green eyes, æðislegur texti.

Sunnudagskvöld... Stuð.

föstudagur, júlí 22, 2005

Gömul kelling

Jah.. Ætli maður sé þá ekki kominn á þrítugsaldurinn?! Stórkostlegt!

þriðjudagur, júlí 12, 2005

Antony & the Johnsons

Ég hef aldrei áður grátið á tónleikum.
Þetta segir held ég bara allt sem segja þarf.

föstudagur, júlí 01, 2005

Vinnudagasaga

Mér finnst gaman í vinnunni. Þetta er í fyrsta skipti sem ég skemmti mér, oftast, vel í vinnunni á hverjum degi. Börnin eru frábær og starfsfólkið skemmtilegt. Mér finnst gaman að tala við krakkana, þau hafa svo mikið að segja.
Fyrir nokkrum dögum var ég nýmætt í vinnuna og tók á móti einum stráknum. Hann fór beint út í glugga til að vinka pabba sínum bless. Þegar hann var sestur í gluggakistuna sneri hann sér allt í einu við og sagði: ,,Pabbi minn og ég fórum á salatbar og ég átti að vera í skottinu á bílnum."
Ég: ,,Já, en gaman." Mér fannst pínu skrýtið að hann hefði setið í skottinu en hugsaði með mér að þau ættu kannski jeppa með sætum í skottinu.
Strákur: ,,Veistu af hverju?"
Ég: ,,Nei, af hverju sastu eiginlega í skottinu?"
Strákur: ,,Nú af því að ég var að breytast í risastóran hund!"

Svo sneri hann sér við og hélt áfram að bíða eftir að vinka pabba.

Eftir þessar vikur í vinnunni hefur mér lærst að taka ekki mark á öllu sem börnin segja og gerði það ekki heldur í þetta skipti. En hver veit, kannski er hann strákurinn í þættinum þar sem aðalpersónan breyttist í hund alltaf þegar hann klóraði sér??!