sunnudagur, febrúar 26, 2006

München

Ég fór í bíó í Silkeborg í gær á München eda Munich eins og thad er á enskunni. Myndin var einhver sú áhrifaríkasta sem ég hef séd lengi lengi. Ég sat límd yfir henni alla thrjá tímana. Í lestinni á leidinni heim fannst mér allir grunsamlegir og tómi pizzukassinn uppi á hillunni hefdi vel getad verid sprengja.
Mér finnst svo merkilegt hvad gódir höfundar geta gert. Their geta fangad mann svo sterkt ad madur heldur med nákvæmlega theim sem madur á ad halda, sama hvort thad er gódi eda vondi kallinn. Thannig var thad einmitt í gær. Mér fannst skrýtid hvad ég hélt ofbodslega mikid med thessum fimmmenningum sem myndin fjallar ad mestu leyti um thó ad their hafi thegar upp var stadid alls ekki verid gódu kallarnir. Thad reyndar var enginn gódur kall í thessari mynd í rauninni, einhvernveginn er bara thröngvad upp á mann ad halda med einhverjum svo myndin hafi nógu mikil áhrif á mann.
Sama hvad heilathvotti leid thá fannst mér myndin algjörlega frábær og mæli med henni. Ég reyndar skammadist mín stórkostlega fyrir fáfrædi mína thví um fjöldamordin á Ólympíuleikunum í München hafdi ég aldrei heyrt fyrr en ég sá auglýsinguna fyrir myndina. Mér finnst pirrandi ad hafa lært sögu í menntaskóla í thrjú ár, telja mig nokkud góda í grískri godafrædi, midaldasögu Evrópu, Íslandssögu og Evrópusögu fram til 1960, eda hér um bil, og vita í rauninni skammarlega lítid um thad sem er ad gerast í heiminum í dag og eftir um thad bil 1960. Vissulega fórum vid í nokkrar bladsídur í mannkynssögu eftir thann tíma en ekkert til ad tala um. Ekkert sem ég get haft eftir núna.
Thetta pirradi mig thegar vid vorum ad læra sögu í MR og thetta pirrar mig ennthá meira núna thegar ég stend mig ad thví ad vita ekki af thví thegar 11 Ísraelsmenn voru teknir í gíslingu á Ólympíuleikunum 1972 og svo skotnir í tætlur á flugvelli fyrir framan löggurnar.
Mér finnst ad thad ætti ad vera farid í trúarbragdasögu samhlida mannkynssögunni og reyna ad auka skilning menntaskólakrakka á thví sem er ad gerast í heiminum í dag og thá sérstaklega Midausturlöndum. Aftur stend ég mig ad thví ad vita samasem ekki neitt um thessi lönd, theirra deilur og sögu.
Mér finnst ég ofbodslega fáfród í augnablikinu.

miðvikudagur, febrúar 22, 2006

Dagur skrýtinna lista

Ég er ekki frá thví ad egóid mitt hafi fengid vænt búst í gær thegar mér var sagt ad ég líktist Scarlett Johansson. Ekki ad ég hafi tekid thetta mjög alvarlega en thad er thó ekki leidum ad líkjast!
Thetta var mér sagt af Idu, leiklistarbekkjarsystur minni, en ég fór til Århus í gær med leiklistarhópnum. Vid fórum rétt eftir hádegismat og vorum allan daginn. Fórum á Aros, stórt listasafn thar sem var sýning á verkum Michael Kvium. Um thann mann hafdi ég aldrei heyrt en honum mun ég hédan í frá aldrei gleyma. Hann málar mest myndir af líkömum, helst ofsalega ljótum og afskræmdum, og mikid af börnum sem er verid ad borda, drepa og fæda. Málverkin voru gód, ofsa gód, en ég var ordlaus af annarri ástædu en fegurd málverkanna thegar ég kom út. Einnig var verid ad sýna tvær kvikmyndir sem hann hafdi gert. Önnur heitir Grød og er stuttmynd og fjallar ad miklu leyti um graut. Konu sem eldar graut, matar ógedslega manninn sinn á grautnum, kyrkir svo barnid sitt og hengir sjálfa sig í eldhúsinu. Thá nær madurinn í uppblásnu dúkkuna sína og fer og skemmtir sér med henni. Jeminn.
Hin myndin heitir The Wake og er 8 tíma löng, eins löng og ein nótt. Ógedsleg og virkilega skrýtin thótt ég hafi augljóslega bara séd smábrot úr henni.
Um kvöldid fórum vid svo í leikhús á Melampe. Melampe er hundur sem tvær systur eru ad rífast um ad eiga. Tvær fullordnar systur. Leikritid var lélegt. Hins vegar, eftir leikritid, fórum vid á kaffihús og fengum ad hitta Majbritt Saeren sem leikur í leikritunu. Fyrir thá sem ekki fylgjast mikid med dönskum leikritum thá leikur hún Søs í Krónikunni. Thad var töff.

Thad var gaman í Århus en ég tel óhætt ad segja ad thetta hafi verid óvenjulegur dagur.

sunnudagur, febrúar 19, 2006

Vikan mín er sæt og fín

Þetta blogg er orðið að vikulegum atburði hjá mér, þarf að fara að bæta mig allhressilega. Annars er þetta víst í 100 sinn sem ég blogga. Eitt klapp fyrir því. KLAPP.

Ég er nú ekki frá því að það hafi bara margt á daga mína drifið á þessari viku. Á mánudaginn síðasta fór ég í stomp og við áttum að semja atriði. Minn hópur gerði það með glæsibrag og þar sem við notuðumst við kústa í tónlistargerð okkar þá lá beint við að gera þetta að nornasenu. Þetta kom vel út, við sungum, bjuggum til takt, settum pásu í atriðið og allt heila klabbið. Á föstudaginn eigum við svo öll að sýna herlegheitin fyrir þann hluta skólans sem er ekki í stomp.
Á þriðjudaginn var valentínusardagur. Ragga samþykkti að vera valentínan mín og ég var ánægð með það. Þennan sama dag fórum við teaterfreaks til Silkeborg í einskonar námsferð. Við byrjuðum á því að stilla okkur upp á götunni í hæfilegri kallfjarlægð hvort frá öðru. Á endanum vorum við í línu niður tvær heilar götur og eitt torg. Leikurinn gekk svo út á það að þeir sem stóðu á endanum áttu að kalla orð eða setningu og láta berast eftir línunni. Eins konar hvísluleikur... nema bara ekki. Ég var eini útlendingurinn á svæðinu svo þau kölluðu á dönsku. Mér var sagt eftir leikinn að ég hefði gert hann... áhugaverðan. Þetta var samt fyndið því fólk sem labbaði framhjá okkur brosti yfirleitt og gekk í burtu en sumir voru ekki með þolinmæði fyrir okkur. Þrír menn löbbuðu framhjá mér og sögðu mér allt sem var verið að kalla, óþolinmóðir og pirrandi. Svo var kallað á eina okkar: Du er dumb í hovedet!
Næsti leikur var inni á kaffihúsi. Við fengum leyndarmál sem við áttum að segja hvor annarri og svo var þetta one on one spunaæfing. Charlotte kom inn á kaffihúsið og settist hjá mér, við höfðum ekki sést í sex ár og vorum bestu vinkonur í grunnskóla. Fagnaðarfundir. Eftir spjall byrjuðu leyndarmálin að koma upp. Charlotte var semsagt ástfangin af mér og ég var að fara að giftast pabba hennar. Obbobbobb. Eftir smá rifrildi og sorg var fólk í kringum okkur byrjað að hvísla og benda... Sumir byrjaðir að standa upp og horfa. Þetta var svo fyndið.
Valentínusardagskvöldi var svo eytt uppi í sófa með nammi og rómantíska mynd á skjánum. Næstbesti kosturinn!
Á miðvikudaginn voru svo ólympíuleikar Kaffi Somersol haldnir hátíðlegir. Mér var skellt í bjórdrykkjukeppnina og þegar ég spurði af hverju sagði húsgrúppan mín: Anna, við höfum séð þig. Obbobbobb. Það er þó ekki að spyrja að því að mitt lið vann bjórdrykkjukeppnina! Svo var keppt í allskonar skemmtilegum greinum; kjúklingakrullu, kókosbolluáti, stafa orð með rassinum og hitt og þetta. Mín húsgrúppa var í 4. sæti af fjórum og vorum við hæstánægð með árangurinn. Áfram Bakkehus.
Á fimmtudaginn fór ég svo í tónlistartíma og komumst við að því að við erum að fara að flytja afrakstur tímabilsins á litlum tónleikum fyrir restina af skólanum á fimmtudaginn næsta. Við æfðum því og fínpússuðum allan fimmtudaginn og allan föstudaginn. Þetta verður mega.
Nú er svo helgin bara að verða búin, enn ein fríhelgin þar sem lítið er af fólki. Við erum búin að hafa það reglulega notalegt. Í gær var myndataka af leiklistarstarfinu fyrir bæklinginn sem á að endurnýja. Það var alveg frábært! Atvinnuljósmyndari sem tók myndir af okkur við allskonar leiki og athafnir. Verður örugglega stórkostlega flott. Eftir það tók við gönguferð í skóginum. Fórum held ég bara langleiðina að Himmelbjerget. Einn daginn er það alla leið upp á topp!
Í dag fórum við svo í sund. Ég get nú ekki sagst vera hrifin af sundmenningu Dana. Sundlaugin var ísköld, einhversstaðar úti í sveit, 17 kílómetra í burtu frá mér. Í dag steig ég semsagt upp í bíl í fyrsta skipti í sex vikur. Það var spes.

Mér finnst ótrúlegt hvað ég get blaðrað mikið á þessu bloggi. Ég þarf að fara að þjálfa hæfileikann í að örblogga. Kannski skrifa ég bara fyrstu og síðustu stafina í orðunum næst. Reyna að stytta þetta aðeins.
Bs, bs Aa.

sunnudagur, febrúar 12, 2006

Fjólublái fákurinn Finnur

Ég vil kynna ykkur fyrir mjög sérstakri persónu í lífi mínu. Hann heitir Finnur og er hjól. Ég eignaðist Finn á þriðjudaginn. Áður átti hann heima í bílskúr við hliðina á gulu húsi. Þar átti hann heima hjá mörgum öðrum hjólum og inni í gula húsinu á heima gamall maður sem gerði við Finn. Við Finnur erum strax orðnir mestu mátar og erum búin að fara margt saman. Hann leyfði Söndru að sitja á bögglaberanum sínum og allt.
Fullu nafni heitir hann Fjólublái fákurinn Finnur. Oftast kalla ég hann bara Finn. Hins vegar held ég að hann vilji láta kalla sig fullu nafni í daglegu tali. Það er bara af því að við erum svo góðir vinir sem ég má kalla hann Finn.
Ég held að mér og Fjólublá fáknum Finni eigi eftir að koma vel saman og eiga margar góðar stundir þar til ég sel hann aftur til gamla mannsins í gula húsinu.

Ég veit ekki hvad

Já, hún Bryndís ,,Ég veit ekki hvad"adi mig svo ég má ekki svíkjast undan. Hér koma stadreyndir sem flestum er líklegast sama um. Njótid.

Fjögur störf sem ég hef unnid yfir ævina:

-Leidbeinandi á leikskóla
-Sundlaugavördur
-Hóteltherna (og mæli ekki med thví)
-Barnapössun í sveit

Fjórar bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur:

-Lord of the rings serían
-Notting hill (oh, svo sæt)
-Frída og dýrid
-Notebook

Fjórir stadir sem ég hef búid á:

-Ry højskole, Danmörku
-Stóriteigur 12
-Jörfabakki 18 og 28
-Boðagrandi 7
-Stórholt 11

Fjórir sjónvarpsthættir sem mér líkar:

-Sex and the city
-ER
-Smack the pony
-Little Britain

Fjórir stadir sem ég hef heimsótt í fríum:

-Króatía
-Krít
-Kúba
-Jamaíka

Fjórar bækur sem ég get lesid oft:

-Kapalgátan
-Harry Potter serían
-Flambards setrid
-Sjálfstætt fólk (býst vid ad lesa hana aftur eftir nokkur ár)

Fjórir stadir sem ég vildi heldur vera á núna:

-Danmörk um vor
-Danmörk um sumar
-Audvitad pínu pons á Íslandi, kannski einn dag
-Hvad get ég sagt? Ég er ánægd med mig hérna!

Ég ætla ad skora á Ragnheidi, Ásdísi, Ómar og Söndru.

sunnudagur, febrúar 05, 2006

Íslendingakvöld og pirringur

Ég var búin að skrifa heillanga færslu um Íslendingakvöldið sem við héldum. Hún birtist inni á síðunni í gær en núna er hún horfin. Horfin af síðunni og af blogger. Ég er pirruð. Þetta var löng og góð færsla. Ég skal búa til smáfærslu í skaðabætur.

Á miðvikudag, fimmtudag og föstudag voru evrópskir þemadagar. Mest fjölluðu þeir um EU og við Íslendingarnir vorum alveg úti þekju. Á miðvikudaginn var svo ungverskt kvöld með kvöldverði og kynningu. Maturinn hjá þeim var góður en kynningin ekki.
Á fimmtudaginn var svo íslenskt kvöld. Við vorum búnar að vinna í kynningunni í rúma viku og búnar að fá sent íslenskt nammi, harðfisk og 101 Reykjavík af Amazon.
Matseðill íslenska kvöldsins samanstóð af grjónagraut, sem Danirnir voru flestir sammála um að væri betri en sá danski, skonsum, sem Dönunum fannst ótrúlega góðar en skrýtnar, og harðfisk, sem Dönunum fannst flestum ógeðslega vondur. Ungverjunum fannst hann hins vegar góður. Þau þekkja eitthvað svipað frá Rússlandi. Danirnir voru búnir að ákveða að þetta væri vont og maður er jú alltaf hræddur við það sem maður þekkir ekki. Þau um það.
Í eftirrétt var svo skyrkaka. Skyrkökugerðin var nú eitthvað skrautleg. Við höfðum farið nokkrum dögum áður og leitað að nógu þykkri vanillujógúrt til að nota í staðinn fyrir skyr. Við fundum eina sem var alveg fullkomin í kökuna. Þegar við ætluðum svo að fara að kaupa magnið sem við þurftum að nota þá var lagerinn að sjálfsögðu tómur og ekkert meira á leiðinni. Að sjálfsögðu. Við keyptum því allar fjórar dósirnar sem voru eftir og vanillusúrmjólk til að setja út í. Þegar við byrjuðum svo að malla þessu saman kom í ljós að þetta var engin venjuleg vanillusúrmjólk, þetta var eins þunnt og mjólk. Að sjálfsögðu. Við settum því hreina, þykka súrmjólk út í og flórsykur. En, þetta var allt of þunnt jógúrtsull. Eftir smá umhugsun ákváðum við að tvöfalda rjómamagnið í kökunni. Við hugsuðum sem svo að fyrst Danirnir hefðu aldrei smakkað þetta þá vissu þau ekkert hvernig þetta ætti að vera. Útkoman varð hins vegar hin besta skyrterta og slegist var um síðustu bitana. Það var gott.

Kynningin okkar gekk vonum framar. Við höfðum eytt góðum tíma af deginum í að bera sófa niður á kaffihúsið okkar, skreyta í fánalitunum, stilla upp fullt fullt af kertum og gera reglulega hyggeligt. Það borgaði sig því fólk nennti að sitja allt kvöldið og hlusta á okkur.
Við byrjuðum á að kynna náttúru og land. Kynntum alla helstu ferðamannastaði, fórum hringferð um Ísland á korti, sögðum frá íslenska hestinum, sundlaugunum, norðurljósum og auðvitað Reykjavík og heimabæunum okkar, Mosfellsbæ, Hafnarfirði og Seyðisfirði.
Eftir þessa kynningu heyrðum við marga segja hvað þá langaði rosalega að koma til Íslands.
Næst kynntum við íslenska tónlist. Við kynntum tónlistarmennina uppi á powerpoint með upplýsingum og myndum og spiluðum eitt lag eftir hvern. Þetta vakti mikla hrifningu og allir voru undrandi á allri þessari frábæru tónlist og af hverju þau hefðu ekki heyrt hana fyrr. Við erum búnar að fá fullt af bónum um að skrifa diska fyrir fólk og gerum það með glöðu geði.
Þegar öllu þessu var lokið sýndum við tvö brot úr 70 mínútum og þeir vöktu mikla lukku. Svo sýndum við Thule auglýsingarnar og þá fengu Danirnir skýringu á ,,Ísland, best í heimi!" brandaranum sem við erum búnar að nota á handboltaleikjunum og fleiru. Sýndum líka smá brot úr Silvíu Nótt, við hlógum og þau hlógu smá. Kannski aðeins of pró íslenskur húmor fyrir byrjendur.
Að lokum poppuðum við, skenktum gos og buðum upp á íslenskt nammi á meðan við sýndum 101 Reykjavík. Flestum fannst myndin frábær og allir fóru upp að sofa glaðir í bragði. Sérstaklega við því þetta gekk svo ofboðslega vel. Það voru glaðir Íslendingar sem héldu heim, að springa úr þjóðerniskennd. Einmitt það sem okkur vantaði.