miðvikudagur, apríl 27, 2005

Fokking sjitt!!!

Það eru alltof margir möguleikar sem ég hef til að njóta næsta árs. Sko... Lýðháskólinn stendur hátt uppúr en fokking sjitt.. Það eru þrír skólar sem ég get ekki valið á milli.

Ry-höjskole er staðsettur við vatn eða á (er ekki alveg viss) í 25 mínútna fjarlægð frá Árósum. Þar get ég lært margt skemmtilegt, íþróttir, söng, keramik, kajak og allan fjandann. Skólinn er ofsalega fallegur, aðalhúsið er rautt múrsteinshús og ég fæ á tilfinninguna að hann sé voða notalegur, að andrúmsloftið sé þægilegt. Ry er ódýrastur, tímabilið er 16 vikur.

Brandbjerg-höjskole er rétt hjá bæ sem heitir Jelling. Þar velurðu þér linje-fög og ert þá í svipuðum fögum á hverju tímabili (skilst mér). Í Brandbjerg er einnig hægt að læra allan fjandann en það sem stendur upp úr hjá mér er jazz. Mig langar að læra að syngja jazz. Það eru þó bara tvö jazz-söngvara pláss og þar sem ég hef enga formlega kennslu fengið í söng og veit í raun ekki hvar ég stend þá hef ég ekki hugmynd um hvort ég myndi standa mig vel. Brandbjerg er dýrastur en á móti kemur að inni á herbergjum er bæði klósett og sturta.

Krogerup-höjskole er í hálftímafjarlægð frá Kaupmannahöfn. Hann er gamall herragarður og stendur á gullfallegri lóð. Þar er hægt að læra ofsalega mikið, til dæmis matreiðslu, glervinnu, keramik, leiklist, söng, skriveværksted... Name it. Frá Krogerup er boðið upp á námsferðir til Kína og S-Ameríku. Hann er ekki dýr og virkar voða rómó.

Hvað á ég að gera?

föstudagur, apríl 22, 2005

Þvílík vika!

Síðasti skóladagurinn rann upp bjartur og afar fagur á þriðjudaginn. Mættum við öll í sparifötunum, komum með köku í skólann og kvöddum kennarana. Ljúfsár dagur.
Sama kvöld voru vortónleikar kórsins. Það var ofsalega gaman, allt tókst svo vel og allir voru svo ánægðir. Þetta voru líklegast seinustu tónleikarnir mínir með kórnum. Eftir tónleikana fórum við vinirnir út að borða til að fagna skólalokum og tónleikum. Þegar heim var komið tók ég til við að sauma Gryffindor merkið í skikkjuna mína. Það var gaman.
Svo var komið að dimissio. Ég vaknaði eldsnemma og fór út í garð að tína greinar fyrir kústinn minn. Ég var úti á sama tíma og Moggamaðurinn og brosti til hans. Einu sinni var ég í hans sporum.. Good times.
Bekkurinn hittist klukkan sex og við borðuðum vondan Subway. Svo fórum við í skólann og sungum uppi á Sal. Yngvi hélt ræðu og nýr Inspector var vígður. Hátíðlegt.
Á túninu var svo svaka stuð, allir í svo góðu skapi og mikil upplifun að vera manneskjan í búningnum, ekki að horfa á stóra fólkið. Við gáfum kennurunum okkar flottar gjafir og allir fóru ánægðir í gámabílana. Gámabílar=Mikið mikið mikið gaman.
Eftir hádegismat fórum við á Laugaveginn og gengum inn í allar fínu búðirnar. Kristrún í 6.M fékk að spila flygilinn í Sævari Karli. Ótrúlegt hvað fólk tók okkur vel, ég bjóst ekki við því. Svo fórum við og spjölluðum við Jónínu Bjartmars um að það vantaði galdraskóla í Vatnsmýrina og ætluðum að tala við borgarstjórann um sama málefni. Hún var hins vegar ekki við. Fúlt.
Um kvöldið var svo djamm á Glaumbar. Ég fór þrisvar á barinn og var í öll þrjú skiptin látin borga vitlaust. Það var fyndið. Glaumbar=Gaman gaman.
Dimisso: Langur, fyndinn, góður, minnistæður dagur.

Áðan fór ég svo í atvinnuviðtal og er bara búin að redda sumarvinnunni. Sumrinu mun ég eyða með litlum börnum á Kjalarnesi. Verð ég alltaf í helgarfríi og fæ a.m.k. tveggja vikna sumarfrí.

Eftir nákvæmlega 5 vikur mun ég vera að útskrifast. Ég hlakka til.

sunnudagur, apríl 17, 2005

MR best í heimi

MR var að vinna söngkeppnina maður... Gaman að við skulum nú vinna eitthvað síðasta árið mitt.
Rosalega finnst mér Hrund góð söngkona. Annars var ég líka hrifin af VMA atriðinu og Kvennó. En við vorum auðvitað bara best!

laugardagur, apríl 09, 2005

Bíógaman

Á fimmtudaginn fór ég í bíó á myndina Life and death of Peter Sellers. Hana átti ég að sjá fyrir kvikmyndagerð í skólanum því við erum búin að vera að kynna okkur myndir Sellers síðustu vikur. Myndin var svosem ágæt, ekkert minnistæð en samt sem áður fyndin og skemmtileg heimild. Uppáhalds Peter Sellers myndin mín hingað til er Being there. Pink panther er líka skemmtileg, Doctor Strangelove alveg mögnuð. Alltaf gaman að sjá myndir sem maður hefur heyrt svo mikið um og komast að því hvað þær eru í raun góðar.

Í gær fór ég hins vegar að sjá mörgum sinnum betri mynd, Diarios de motocicleta. Ég fór á hana og vissi samasem ekkert um hana. Hafði reyndar séð Antonio Banderas syngja titillagið, Al otro lado del río, á Óskarnum. Ég vil ekki að Banderas verði söngvari. Myndin var samt í alla staði alveg frábær, kom mér á óvart að ég var að horfa á líf Che Guevara, hafði ekki hugmynd um að hann væri annar höfundur dagbókarinnar. Myndirnar frá Suður-Ameríku voru gullfallegar, reynslusögur fátæka fólksins svo átakanlegar og erfiðleikar þeirra félaga svo raunverulegir. Tónlistin var alveg hreint mögnuð. Ég vona að allir fari að sjá hana.

Ég ætla að fara í langa ferð um Suður-Ameríku einhverntímann. Áfangastaðir mínir verða allavega: Mexíkóborg, ferð um náttúru Chile, Machu Picchu, Lima og Buenos Aires. Svo ætla ég að sjálfsöðgu líka til Ríó de Janeiro og láta taka mynd af mér við fætur Jesú.
Hver kemur með?

laugardagur, apríl 02, 2005

Ég mana ykkur til að dansa ekki!!

Þetta er klikkað lego maður...