miðvikudagur, desember 28, 2005

Orðleysi og aðdáun

Ég er agndofa af hrifningu yfir frammistöðu Hilmis Snæs í einleiknum Ég er mín eigin kona. Það er langt síðan leikrit hefur hreyft eins mikið við mér, örugglega ekki síðan ég sá Veisluna á sínum tíma. Þegar ég hugsa um leikritið er sviðið fullt af persónum og lífi. Hilmi tókst svo algerlega að fylla út í sviðið aleinn með karakterunum að ég var orðlaus. Þegar ég leit að sviðinu eitt augnablik var í eitt skiptið komin ný persóna á sviðið og mér fannst í alvöru vera komin önnur manneskja inn á sviðið. Honum tókst að græta mig þrisvar sinnum, í eitt skiptið einmitt þegar Charlotte segist vera sín eigin kona.
Það er svo gaman þegar eitthað slær út allar væntingar manns. Það er líka svo erfitt að koma svona hrifningu í orð. Sérstaklega rituð. Þið vonandi náið þessu...

þriðjudagur, desember 27, 2005

Sjálfskaparvíti

Þegar ég er að skúra er ég yfirleitt með iPodinn í eyrunum. Það er svo gaman. Síðast þegar ég fór að skúra þá datt eitt eyrnadæmið úr eyranu mínu og ég setti það aftur inn í eyrað. Ég áttaði mig hins vegar ekki á því að ég var með blauta gúmmíhanska á höndunum og bleytti ég eyrnadæmið svo mikið að ég varð sjálfri mér úti um wet willy. Ég haaata wet willy.

mánudagur, desember 19, 2005

Ma eg vera memm?

Nu er svo stutt thangad til eg kem heim ad mig langar ykt ogisslega mikid ad vera memm. Eg aetla ad gerast plebbi og lata tha sem hafa ahuga...


Setja nafnid sitt í kommentakerfið og..

1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig.
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig.
3. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér.
4. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig.

Stud?? Alltaf... All riiiight.

fimmtudagur, desember 15, 2005

New York

Eydsluklaer eins og vid og borg eins og New York er haettuleg blanda. Uff.. Vid erum eiginlega bunar ad akveda ad njota bara lifsins og fa sjokk thegar vid kikjum a peningamalin thegar vid komum heim. En vid megum thetta lika alveg, bunar ad vinna og vinna i fimm manudi og engu bunar ad eyda a Kubu og Jamaica fyrir utan mat og gistingu. Thetta er allt i lagi.. Ehemm.
Dagarnir virdast fljuga afram herna i NY. Vid voknum a morgnana, ekki vid neitt nema vekjaraklukku i fyrsta skipti i naer 5 vikur! Forum a Starbuck's, faum okkur latte og beyglu og hefjum fjorid. A thridjudaginn lobbudum vid i gegnum Central Park og okkur var kalt. Kalt kalt kalt kalt. -10 gradur og vindur var ekki alveg malid eftir 30 stig a Jamaica. En hey... Hardar stelpur her a ferd med trefil, vettlinga og 66 gradur nordur ad vopni. Svo roltum vid nidur a 5th avenue, eftir sma skokk i Central Park ad sjalfsogdu, og maettum ekki minni manni a roltinu en Jack nokkrum Black. Hahaha.. Thad var surrealiskt. Nadum svo ad eyda nokkrum klukkutimum og dollurum a 5th avenue, surprise.
I gaer forum vid svo i subwayinu nidur a Rockefeller center, vorum ekki alveg a thvi ad labba eins mikid og daginn adur thvi okkur verkjadi i faeturnar. Fengum okkur ad sjalfsogdu skautamida og skauta til leigu og forum nokkra thokkafulla hringi a svellinu. Thokkinn festur a filmu og video. Svo klarudum vid fimmtu breidgotu og forum thadan ad heimsaekja Victoriu. Hun sagdi okkur leyndarmal. Vid gengum ut fra Victoriu med 20 stykki af naerbuxum. Nu er naerbuxnatalan komin upp i 30. Duglegar stelpur. Tokum svo subwayid heim a hotel og forum og fengum okkur taelenskan mat. Voda gott. Svo natturulega lesum vid uppi i rumi a kvoldin, heimsbokmenntir a bord vid Cosmopolitan og Marie Claire. A thridjudaginn var thad gert med bleikan maska a andlitinu.
I dag forum vid a Times Square og i Soho og roltum thar um. Nadum ad komast i kynni vid Camper nokkurn vin okkar og borgudum honum smapening fyrir stigvel. Hann var voda godur vid okkur. Vorum ad koma heim a hotel rett adan, threyttar ad sjalfsogdu. Aetlum ad skella okkur i bio a Harry Potter 4, loksins eftir langa bid.

Herbergid okkar her er thad langdyrasta og langljotasta i ferdinni. Golfid hallar um morg prosent og brakar voda fallega. Ofninn virkadi ekki fyrsta kvoldid og thad er gat a glugganum. Vid keyptum ullarsokka daginn eftir. Einnig eru engar saengur svo flisteppid bjargar okkur enn og aftur. Sameiginleg klosett med poddum inni a eru gledigjafi mikill. Herbergid er ekkert i likingu vid fallegt, thad eru bara rum og eitt sjonvarp, ekkert a veggjunum eda neitt. Voda spes. En vid erum ekkert thar inni nema til ad sofa svo thetta er allt i lagi. Nuna er allt i einu ekkert golfplass inni i herbergi fyrir pokum, vid erum voda hissa.

Vid erum semsagt alveg ad fila New York, hun hefur otrulegan sjarma og er alveg buin ad heilla okkur upp ur skonum. Reyndar svolitid kold en vid thurftum hvort sem er ad fara ad venjast!

Heyrumst, sjaumst i naestu viku.
Vid, stelpurnar tharna sem thid erud orugglega buin ad gleyma...

sunnudagur, desember 11, 2005

Vid erum threyttar

Nu erum vid bunar ad vera a ferdalagi i solarhring. Byrjadi gamanid i gaer kl. 11 a rutuferd fra Varadero til Havana. Svo forum vid med taxa a flugvollinn og bidum thar i 8 tima. Thad var ofsa gaman. Vid satum a bekk og svo kom fronsk storfjolskylda og tyllti ser, eda hlammadi ser og trod ser, allt i kringum okkur. Vid vorum umkringdar havaerum, donalegum Frokkum sem studdu sig vid farangurinn okkar, stalu saetunum okkar um leid og onnur stod upp, gerdu grin ad okkur a fronsku og voru ogedslega ykt skemmto. Svo loksins komumst vid i check-in. Forum i vegabrefaeftirlit, sem er strangt, vorum bunar ad bida i rodinni thegar vid komumst ad thvi ad vid attum ad borga flugvallaskatt i reidufe. Vid i hradbankann og aftur i rodina. Vei. Svo loksins forum vid i loftid. Flugid var klukkutimi og tha attum vid eftir ad bida i adra 9 tima i Kingston. Forum i vegabrefaeftirlit og thar var Sigrunu tilkynnt ad vid maettum ekki gista a flugvellinum, yrdum ad gjora svo vel og fara ad finna gistingu. Anna fekk hins vegar thaer upplysingar ad flugvollurinn vaeri lokadur a nottunni en vid maettum vera laestar inni ef vid vildum. Ja takk. Vid fengum ad vera i skoti vid vegabrefaeftirlitid, fengum sofa og allt.... Pledursofa sem voru skitugir og ogedslegir. En thad var hatid midad vid ad thurfa ad finna gistingu. Dottudum i klukkutima, annars vorum vid vakandi og i kvol og pinu thvi einhver hafdi skilid utvarpid eftir i gangi og Mariah Carey var a alla nottina. Ekkert grin, alla nottina. Heil utvarpsstod... Mariah Carey.
Forum svo i flugid i morgun og thad var alveg heilar 18 minutur ad lengd. Vel bidarinnar virdi. En nu erum vid allvavega komnar a afangastad, thann naestsidasta fyrir Island. Sa sidasti er ad sjalfsogdu New York en vid erum ad fara thangad a morgun. A morgun segjum vid og truum thvi ekki ad ferdin se ad verda buin.
Tekkudum okkur inn a hotelid her og fengum bara thessa massasvitu, ehemm... a okkar maelikvarda, med tveim storum rumum, svolum, storu badi og latum. Mega. Aetlum ad fara ad lulla okkur adeins nuna, vid hofum ekki sofid nema i taepan klukkutima i 26 tima. Sjaum oskyrt. Svo aetlum vid a strondina, fa okkur pizzu a bobslead cafe og horfa svo a biomynd i kapalsjonvarpinu a svitunni. Massaplan. Forum ut a voll a morgun, a morgun segjum vid, kl 15 (20 ad islenskum) og forum til USA. Veivei.

Bloggum i New York og segjum ykkur hvad vid erum ad drepast ur kulda. Thad verdur fjor. Sjaumst sidar.

mánudagur, desember 05, 2005

Hallo hallo

Mikid er langt sidan vid plokkudum sidast (til heidurs Audi ommu). Naestum komin vika, sem flaug. Erum i Varadero, erum bunar ad breyta ferdaplaninu enn og aftur og erum komnar til ad vera i Varadero thangad til a laugardaginn. Nennum ekki meira flakki, aetlum ad na okkur i fjandi nogu mikinn lit og svefn svo vid verdum ekki eins hvitar og threyttar thegar vid komum heim og thegar vid forum. Komum hingad a fostudaginn, tekkudum okkur inn a Hotel Ledo, crappy crappy, og voknum a hverjum morgni med ny floabit. Vei. Sigrun er med niu. Forum fra Trinidad einum degi seinna en aetlad var thvi vid vorum svo threyttar thegar vid komum af hestbakinu ad vid sofnudum og misstum af opnunartima rutustodvarinnar. Forum eldsnemma morguninn eftir en tha var rutan til Sancti Spiritus farin. Vid forum thvi aftur ,,heim" og fengum ad vera eina nott i vidbot. Svo vard rafmagnslaust um hadegid og var fram a kvold. Vid gatum ekki hreyft okkur fyrir hita, loftkaelingin do lika, gatum ekki tekid ut pening thvi bankarnir lokudu og attum ekki pening til ad gera neitt thvi peningurinn sem vid attum dugdi akkuratt fyrir herberginu. Eins gott. Um kvoldid forum vid svo i mat hja fjolskyldunni og spjolludum heilmikid vid Alain, 27 ara strakinn sem hugsadi svo vel um okkur. Hann sagdi okkur fullt fra Kubu sem vid hofdum ekki hugmynd um. Allt fra stjornarfari til skordyra. Svo hringdi siminn og hann svaradi og skellti strax aftur a. Svo hringdi siminn aftur og hann svaradi ekki og utskyrdi fyrir okkur ad a Kubu vaeri ein simalina fyrir tvo hus. Manneskjan var semsagt ad hringja i naesta hus. Vid skommudumst okkar thegar vid sogdum honum hvernig simamalum er hattad a Islandi.
Forum svo til Sancti Spiritus a fimmtudaginn. Fengum strax badar a tilfinninguna ad thetta vaeri hundleidinlegur baer, sem hann og var. Forum a rutustodina og keyptum mida til ad fara til Varadero strax naesta morgunn. Attum ad gjora svo vel og maeta klukkan 6 um morguninn og kaupa mida. Jebb, thad var stud. Fengum taxa (i thessum ritudu ordum uppgotvadist bit numer 10 a kinninni a Sigrunu) og banana og appelsinur i nesti (thvi thad er ekki haegt ad kaupa mat i budum a Kubu nema thu viljir borda majones, tomatsupu, nidursodnar pulsur og olivur) og forum af stad. Komum a rutustodina, borgudum og fottudum svo ad vid gleymdum litla bakpokanum og matnum i bilnum. Bless Lonely Planet, besti vinur okkar. Thin er sart saknad. Einnig kvoddum vid med trega matinn okkar, USB snuruna i myndavelina, adra Lonely Planet, skaldsogu, su-doku, solgleraugu og bakpokann. Fyrirgefdu Jona.
Eftir fimm tima rutuferd komum vid svo i turistabaeinn Varadero. Horfdum a sjonvarpid i fyrsta skipti i thrjar vikur og Anna missti sig yfir bioauglysingum. Vestraen menning, o ja. Eydum svo dogunum okkar her i ad sofa ut, fara og fa okkur ad borda, fara a strondina, fara svo ut ad borda a kvoldin og horfa a I shouldn´t be alive!!!! Bestu fokking thaettir sem vid hofum sed lengi. Sannar sogur af folki sem hefur lifad otrulegustu hluti af. Meira um thad seinna.
Svo er alveg otrulegt vid Kubu. A hverjum einasta morgni sem vid hofum verid her hofum vid vaknad vid eitthvad fyrir allar aldir. I Havana var thad ruslabill klukkan 6 og madur ad starta 30 ara gamalli Lodu klukkan 7. Alltaf. I Cienfuegos var thad reyndar ofugt, vid gatum ekki sofnad fyrir salsatonlist af gotunni. I Trinidad var thad braudsolumadurinn: Pan, caliente pan!! Hatt og snjallt kl 7. Svo var audvitad ruslabillinn sem Sigrun helt einn morguninn ad vaeri fellibylur. I Sancti Spiritus var thad haninn. Hann galadi og galadi alla nottina. I Varadero kviknar a sjonvarpinu klukkan 8, getum ekki tekid thad af, og kettir breima fyrir utan gluggann. Vid holdum ad thetta seu einhver skrytin alog.

Latum i okkur heyra fljotlega, soknum ykkar allra.
Anna og Sigrun.