Það er ekki eintóm sæla að eldast...
Ég fékk nett sjokk áðan þegar ég var að taka til inni hjá mér. Ekki var það út af draslinu, ekki heldur rykinu, ekki var það út af fatahrúgunni á stólnum eða bókabunkanum í gluggakistunni og á skrifborðinu. Ónei, það var út af einni skitinni kassakvittun sem ég fann ofan í poka frá Pennanum.
Á henni stóð að ég hefði keypt Harry Potter & the half blood prince þann 16. júlí 2005. Á henni stóð að fullt verð væri 2995 kr. Á henni stóð líka að ég hafi fengið 300 kr. í ellilífeyrisþegaafslátt.
Þegar ég varð tvítug, fyrir nokkrum dögum nota bene, þá bjóst ég ekki við svona hröðum öldrunareinkennum. Ég er farin á heilsuhælið í Hveragerði að láta nudda úr mér gigtina og fá undrakrem við hrukkum og appelsínuhúð.Kræst!
Á henni stóð að ég hefði keypt Harry Potter & the half blood prince þann 16. júlí 2005. Á henni stóð að fullt verð væri 2995 kr. Á henni stóð líka að ég hafi fengið 300 kr. í ellilífeyrisþegaafslátt.
Þegar ég varð tvítug, fyrir nokkrum dögum nota bene, þá bjóst ég ekki við svona hröðum öldrunareinkennum. Ég er farin á heilsuhælið í Hveragerði að láta nudda úr mér gigtina og fá undrakrem við hrukkum og appelsínuhúð.Kræst!