miðvikudagur, maí 18, 2005

Bókalisti sumarsins og næsta árs... Og fleira.

1. Sjálfstætt fólk
2. Blikktromman
3. Harry Potter 6 (jess jess jess jess jess!!!)
4. Veröld Soffíu
5. Kalli og sælgætisgerðin (gaman að rifja upp gamla daga áður en myndin kemur)


Á næsta ári verð ég ekki í bóklegu námi svo ég ætla að lesa og lesa og lesa af einhverju allt öðru en námsbókum. Ég hlakka svo til!

En á dimissio var ég einmitt nemandi í Hogwarts og niðri á Ingólfstorgi kom Harry Potter aðdáandi og talaði við okkur um Harry Potter. Þá kom í ljós að hann hafði verið inni á spjallsíðu um daginn þar sem hörðustu aðdáendur bókanna koma saman og bera saman kenningar sínar um Potterinn. Mér fannst þetta stórkostlegt:

Kenning 1: Að Snape sé vampíra.

Rök: Hann kennir alltaf í dýflissunni og er alltaf vakandi á nóttunni. Hann er eini kennarinn sem við vitum ekki hvar býr. Í þriðju bókinni setur Snape bekknum fyrir ritgerð um varúlfa í fjarveru Lupin. Þegar Lupin kemur aftur setur hann þeim fyrir ritgerð um vampírur. Spúkí? Jebb.

Kenning 2: Að Dudley sé galdramaður.

Rök: Foreldrar hans eru andskoti paranoid yfir öllu þessu galdrastússi. Þau vernda hann alveg í þaula. Mamma hans er þó úr fjölskyldu sem hefur alið galdramenn. Þegar dementorarnir ráðast á Harry og Dudley í hverfinu þeirra í fimmtu bókinni finnur Dudley fyrir návist þeirra. Muggar gera það venjulega ekki!

Jii.. Þetta er svo gaman.