þriðjudagur, nóvember 29, 2005

Nu er bara mikid mikid buid ad gerast hja okkur, Lilja hefur nog ad lesa i reyfaranum sinum.
Byrjum i Cienfuegos a laugardagskvoldid. Vid bordudum kvoldmat hja Gladys og Rodolfo, kjukling med hvitlauk, grilladar kartoflur, salat, hrisgrjon og kubanska supu i forrett. Rosalega gott. Svo kom desert og var hann framandi mjog. Vid vissum eiginlega ekkert hvad thetta var fyrr en thad var utskyrt fyrir okkur. Geitaostur og papayasulta. Gud minn godur. Vid tokum vaena sneid af ostinum, erum svo vel upp aldar, urdum orugglega graenar i framan thvi hann var svo sur. Ekki var bordad meira af ostinum. Tha eiginlega urdum vid ad borda sultuna, fullan disk af sultu!!! Og thad var gert. Hun var ogedsleg. Eftir nokkrar skeidar af sultunni var thetta ordid svo faranlegt ad vid sprungum ur hlatri, fengum svona getekkihaettadhlaeja hlaturskast. Og vid hlogum og bordudum sultuna okkar. Folkid var byrjad ad stara a okkur en vid vorum allavega ad borda sultuna svo thau halda vonandi ad vid hofum ekki verid ad hlaeja ad henni heldur einhverjum ofsalega fyndnum brandara. Thokkudum svo fyrir matinn og forum inn i herbergi og hlogum og hlogum thangad til okkur var illt i sultufulla maganum okkar.
Forum svo a sunnudaginn i rutuna til Trinidad. Settumst aftast en vorum hissa a hraedilegu kukalyktinni sem vid fundum. Svo var okkur bent a ad vid vaerum mjog nalaegt klosettinu. Aha. Faerdum okkur framarlega en kukalyktin kom alltaf svifandi odru hvoru yfir rutuna. Ekki gott fyrir bilveika. Komum svo a rutustodina og tha tok a moti okkur hopur af folki med auglysingaskilti fyrir herbergi til ad leigja. Vid vorum med herbergi thannig ad vid sogdum bara nei. Thad dugdi hins vegar ekki a einn mann sem elti okkur langar leidir. Vid vorum byrjadar ad aepa a hann og hann skildi ekkert hvad var ad okkur, af hverju vid vildum ekki koma med honum. Tha heyrum vid: ANA, ANAAAAAA!! Litum vid og tha kemur folk hlaupandi med skilti sem a stod Ana y Sigru. Fjuff, okkur var bjargad. Thau hofdu ekki sed okkur fyrir ollu vonda folkinu. Foru med okkur a Casad okkar og vid buum hja yndislegri fjolskyldu. Amman og sonurinn hugsa mest um okkur, elda faranlega godan mat og vilja allt fyrir okkur gera. Voknum alltaf og faum ferska avexti, eggjakoku, nypressadan djus og braud i morgunmat. Thad eina sem vid getum kvartad yfir hja theim er kaffigerdarlist theirra. Kaffid bragdast eins og Fisherman´s friend. An djoks, aldrei hofum vid smakkad sterkara kaffi. Thad brennir nidur halsinn, en vid drekkum thad kvolds og morgna. Og segjum alltaf: Namminamm!!
I gaer forum vid a strondina her rett fyrir utan baeinn. Fjolskyldan sagdi okkur ad taka Coco taxa, litinn gulan tveggja manna rafmagnsbil, en vid fundum engan. Leigdum tha bicitaxa i stadinn, hjolataxa a godri islensku. Thad er semsagt madur sem hjolar med okkur. Vid heldum ad thetta vaeri svo stutt ad thetta vaeri ekkert mal. Kostadi bara 5 pesoa, 300 kall. Byrjadi ballid, hann byrjadi ad hjola, vid komum ut fyrir baeinn og hann hjoladi. Thad var ogedslega heitt og hann hjoladi og hjoladi, upp brekkur, nidur brekkur og langt. Vid doum ur samviskubiti. Leid eins og feitum dekrudum turistaosnum sem vita ekkert hvad their eru ad gera. En hey, thetta er vinnan hans, hann vildi bara fa 5 pesoa... Stoppudum stutt a strondinni og lobbudum heim af thvi vid fundum engan taxa. Thegar vid nalgudumst baeinn aftur keyrdi straeto framhja okkur og baud okkur far. Sem vid thadum med thokkum.
A kvoldin um 6 leytid, eins og nuna, hefur hingad til ordid rafmagnslaust i svona klukkutima. Vid skildum ekkert i thessu fyrsta kvoldid en fjolskyldan okkar sagdi brosandi ad thetta vaeri ut af efnahagsastandinu, eins og ekkert vaeri sjalfssagdara. Thau elda a gasi med kertaljos til ad sja, kertid vel varid ad sjalfsogdu. Eldhusid er eins og ad stiga 50 ar aftur i timann og thau sau iPodana okkar i gaer og vissu ekkert hvad thetta var. Hofdu an grins ekki hugmynd. Strakurinn a segulbandstaeki fra 1980.
I morgun hringdu thau svo fyrir okkur i vin sinn sem fer med turista i hestaferdir. Vid forum semsagt i hestaferd. Nuna, eftir 3 1/2 tima hestaferd gaetum vid ekki sest upp a hest thott okkur vaeri borgad fyrir thad. Sigrun er med nuddsar a staerd vid Mars og Anna er rispud a hondum og fotum eins og eftir snarbrjaladan kott. Var semsagt i kvartbuxum og stuttermabol og hesturinn labbadi einhvernveginn alltaf beint a thyrnirunna. Hesturinn hennar Sigrunar var semsagt hastari en allt hast. Vid getum varla setid i venjulegum stol. Thratt fyrir thad komumst vid ut i sveit, yfir fjall og forum ofbodslega fallegan stig i fjallinu i gegnum skoginn. Storkostleg nattura. Thadan saum vid yfir dal med sykurokrum og litlum husum. Thegar vid komum nidur af fjallinu settumst vid undir tre og tuggdum sykurreyr. Kul. Svo let hann okkur stokkva og thessir snargedveiku hestar stukku svo sannarlega. Sigrun naestum flogin af baki og Anna gat ekki stoppad sinn thvi honum fannst svo gaman. Komumst tho heilu og holdnu heim, med nuddsar og vodvabolgu.
Sko, nu for rafmagnid af, eins gott thad se rafmagnsstod i simahusinu sem vid erum i.

I gaerkvoldi akvadum vid svo ad fara i salsatima. Vid maettum a svaedid algjorlega oundirbunar undir thad sem beid okkar. Kennarinn tok a moti okkur og dreif okkur ut a golf fyrir framan fullt af folki. Vid byrjudum a ad laera grunnspor, hlidarspor, hringspor og fram og til baka spor. Hljomar einfalt ekki satt? En onei, hann var svo akafur i ad gera okkur ad meistaradonsurum ad thad var allt endurtekid milljon sinnum ef eitthvad smaraedi var gert vitlaust. Slegid var a hendurnar a okkur ef thaer voru ekki i einhverri svaka sveiflu og oskrad: REPITE!!! ef stigid var i vitlausan fot. Thegar honum fannsti vid ordnar thokkalegar i thessu tha bara attum vid ad fara ad dansa. Vid hann og einhvern annan meistara. Og ekki batnadi thad med thvi. Hann kalladi Onnu ljosku og Sigrunu naestum thvi vitlausa thvi hun gat ekki stigid i rettan fot og let hana svo dansa eina fyrir sig.
Eftir 20 minutur, ja thetta gerdist allt a 20 minutum, sogdumst vid verda ad fara. Hann aetladi ad drepa okkur med augnaradinu og vildi fa nakvaema utskyringu af hverju vid thyrftum ad fara. Vid lugum einhverju sem vid munum varla hvad var. Hann virtist ekki trua okkur en hann fekk pening og vid hluuupum ut i frelsid. Forum i budina og keyptum bjor, tha einu a Kubu orugglega sem selur kaldan bjor. Settumst ut a svalir ,,heima" og hlogum ad salsakennaranum. Psychoman.

Forum til Sancti Spiritus a morgun og latum i okkur heyra thegar vid finnum internet.
Ciao. (eins og their segja her a Kubu)

laugardagur, nóvember 26, 2005

Cienfuegos

Vid erum komnar til Cienfuegos. Hofum thad aldeilis fint og getum ekki kvartad yfir neinu nema hita. Reyndar frekar kalt a kvoldin. Otrulegt en satt tha er flisteppid hlutur ferdarinnar. Gistum hja gomlum hjonum enn og aftur. Thau eru ofbodslega god vid okkur og vid satum hja theim i gaer og horfdum a vedurfrettirnar. Thau sogdu okkur ad thad vaeri ekkert ad sja i Santa Clara svo vid erum bunar ad breyta planinu okkar. Forum fra Sancti Spiritus til Varadero og tokum svo einn dag i ad fara fra Varadero til Havana, fra Havana til Pinar del Rio og fra Pinar del Rio til Viñales. Thar er vist fallegasta nattura Kubu, haegt ad fara i fjallgongur og skoda tobaksakra.
Herbergid okkar herna i Cienfuegos er svakalegt. Frekar stort og rumgott, hatt til lofts, risadyr og serbad og... Appelsinugult. Appelsinugult alls stadar. Rumteppin eru med appelsinugulum blomum, somuleidis gardinurnar sem eru sersnidnar utan um loftkaelinguna, golfid er med blomottum flisum og thad eru 5, ja 5, blomavasar med appelsinugulum blomum i. Svo er eitthvad ilmdot sem laetur vera blomalykt alltaf. Veggirnir eru svo maladir gulir, hvad annad.
I gaer skodudum vid allt sem vert er ad skoda her i midbaenum en vid erum stadsettar a bestasta stad i baenum. Forum ad skoda leikhus og kirkju og minjagripaverslanir. Lobbudum svo i gegnum baeinn og i kirkjugard sem er helgadur minningu spaenskra hermanna sem dou i sjalfsstaedisstridinu, grafirnar theirra eru inni i veggjunum, og minningu Bella Durmiente, konu sem do ur astarsorg 24 ara. Madur verdur ad fara ad passa sig.
I dag aetlum vid ad kaupa okkur rutumida til Trinidad a morgun. Svo aetlum vid ad fara i hinn baejarhlutann, Punta gorda, og njota lifsins vid sjoinn. Vid samhryggjumst ykkur vegna els og kulda, dimmu og slabbs. I alvoru.

Latum i okkur heyra a thessu mommuvaena bloggi, ad sogn, thegar vid komum til Trinidad. Anna bidur Bryndisi um ad taka upp lokathattinn ad Americas next top model fyrir sig. Takk.

Bless bless.

miðvikudagur, nóvember 23, 2005

La vida buena

Hallo hallo, hvad er i gangi????
Timinn er svo sannarlega buinn ad fljuga hja okkur her i Havana, allt i einu erum vid ad fara a morgun. Keyptum okkur rutumida i dag og eigum thvi ad vera tilbunar til ad fara ad ferdast um eyjuna.
Dagurinn i dag er buinn ad vera sa besti hja okkur hingad til, svei okkur tha. Bunar ad fara i vindlaverksmidju, otrulegt ferli sem einn skitinn vindill gengur i gegnum. Thetta er bara eins og listaverk. Laerlingarnir fa 80 pesoa a manudi i laun, vid eyddum 70 saman i gaer i voda litid. Forum svo og roltum i gamla baenum og skodudum notadar baekur og saum pafugl!!! Otrulega flottur madur. Aetlum ad fara ad fa okkur bananasplitt og taka svo taxa heim. Thad verdur i fyrsta skiptid sem vid stigum upp i farartaeki sidan vid komum til Havana. Bunar ad labba kannski of mikid.
Talandi um ad labba mikid tha var manudagurinn spes dagur. Byrjudum a ad rolta i gamla baeinn, sem eru um 5 km. Vantadi nefnilega pening sko. Forum i bankann, vorum ekki med passana og var bent a ad fara i hradbanka i stadinn. Jamm, hvar var hann eiginlega??? Vid lobbudum af stad og fundum engan i gamla baenum. Kiktum i Lonely planet, sem bara i thetta eina skipti hefur leikid okkur gratt, og lobbudum af stad inn i Vedado, mafiuhverfid. 7 km sidar fundum vid hradbankann. 12 km labb i hradbankann var nu svoldid mikid en tha attum vid samt eftir ad labba heim. Jaeja 15 km komnir. Tha var klukkan samt bara 14:00 og okkur langadi aftur inn i bae. Eftir daginn tokum vid thetta saman, faeturnir okkar voru ekki edlilega threyttir, og hofdum tha labbad um 21 km. Halft marathon takk fyrir! I thessari anaegjulegu gonguferd for einnig ad rigna eldi og brennisteini og urdum blautar thratt fyrir ad reyna ad skyla okkur undir einu plastponsjoi. Typiskt svo i dag ad vid seum bunar ad sja 3 hradbanka i gamla baenum.
Areitid her er ekki minna en a Jamaica, eiginlega bara meira. Thad er tho ekki bara ut af thvi ad vid erum hvitar heldur eru thad augun okkar sem eru svo skrytin. Samkvaemt einum manni erum vid englar sem fellu af himnum. Annar madur kalladi til okkar hastofum af vespunni sinni: I LOVE YOUUUUUUU!!! Virtist meir ad segja meina thad. Karlmennirnir herna nota dyrahljod og kossa ut i loftid til ad reyna ad na athygli manns, vitum ekki hvort einhver kvenkyns vera, eda bara vera yfir hofud, geti fallid fyrir thessu.

I gaer thegar vid komum heim aetludum vid i sturtu. Thad var ekki til neitt heitt vatn svo Ana og adstodarkonan hitudu vatn i fotur handa okkur og vid fengum isdollur til ad ausa yfir okkur. Skrytnasta sturta lifs okkar, tok eeeendalausan tima ad skola sjampoid ur harinu. En hey, bara gaman.

Forum til Cienfuegos (100 elda) a morgun, bloggum thegar vid erum bunar ad koma okkur fyrir. Liklegast a fostudaginn.
P.s. Hver datt ut i America's next i dag???
P.p.s. Anna: Jess, eg tholdi ekki Brittany. Sigrun: Ooooo, ekki Brittany. Eg vil ad Kenya detti ut.

sunnudagur, nóvember 20, 2005

Havana, dagur 3

Uff, vid verdum ad vidurkenna ad vid erum i kultursjokki. Attudum okkur a thvi thegar vid komum inn i gaer og vissum ekki alveg hvernig okkur fannst thetta allt saman. Thessi borg er svo gjorolik ollu sem vid hofum sed ad thad er varla snidugt. Husin eru flestoll ad hruni komin og thad er alveg merkilegt ad thau fau hus sem eru malud eru gul eda bleik eda bla!
I gaer eyddum vid deginum i Centro Habana og urdum eiginlega fyrir svolitlum vonbrigdum. Heldum ad thad vaeri adalmalid. En sem betur fer komumst vid ad odru i dag thegar vid gengum um Habana vieja, gomlu Havana. Hun var otrulega falleg og alveg haegt ad eyda nokkrum dogum i ad rolta um hana.
Fengum okkur espresso i morgun a Restaurante el patio. Ofsa gott og sterkt. Thetta er vinsaelasti stadurinn i Havana og fengum okkur thvi lika hadegismat thar, satum uti med kubanska tonlist i eyrunum. Her er folk uti um allt sem tekur pening fyrir ad lata taka myndir af ser, hofum ekki enn latid ginnast af thvi.
Forum a gullfallegt safn med husgognum og leirtaui fra 18. og 19. old sem var holl tha. Gaman ad sja hvernig folk lifdi a thessum tima thegar thetta var spaenskur nylendubaer. Afar olikt thvi sem vid sjaum a gotunni arid 2005.
I gaer reyndum vid ad setja saman hvert vid aetlum eftir Havana. Planid er ad fara til Cienfuegos a fimmtudaginn. Fara thadan til Trinidad, Sancti Spiritus, Santa Clara og enda a strondinni i Varadero. Thetta verda tvaer megavikur.
Hofum bordad tvisvar hja Ana og aetlum ad gera thad aftur i kvold. Voda thaegilegt. Svo voknum vid a morgnana og faum eggjakoku og braud og mjolkurkaffi. Ofsalega gaman ad vera svona hja fjolskyldu. Fa ekta kubanskan mommumat.
A morgun aetlum vid a safnarolt, a thridjudaginn kannski i Parque Lenin sem er thjodgardur herna rett hja og a midvikudaginn i vindlaverksmidju og afsloppun med mojito i annarri og... ekkert i hinni.

Bidjum ad heilsa.
P.s. Hver datt ut i America's next top model sidast?????

laugardagur, nóvember 19, 2005

Havana

Ef froken Reykjavik er engu lik hvad er tha froken Havana? Strax a fyrsta klukkutimanum okkar i morgun vorum vid bunar ad setjast inn a bar med innfaeddum og fa okkur mojito. Hofum verid spurdar milljon sinnum hvadan vid seum og alltaf fengid menntud og god vidbrogd. Flestir vita hver hofudborgin er, enginn a Jamaica hafdi hugmynd um hvar Island var.
I dag erum vid bunar ad borda morgunmat hja konunni sem vid leigjum herbergi hja, gomul hjon sem eiga pinuponsulitla ibud sem vid buum inna, bunar ad bida i rod i klukkutima eftir ad skipta evrum i pesoa, fara a museo de la revolucion, drekka mikid vatn, naestum ofthorna thar a undan, fara i gonguferd og sja fullt af folki med kubuvindla i kjaftinum.
I gaer hins vegar var ekki eins godur dagur. Byrjadi a thvi ad frabaera ferdaskrifstofan sem vid keyptum flugid hja akvad a haetta vid flugid til baka til Jamaica 11. desember. Vid attum bara ad redda okkur, nema vid vildum fara til baka til Jamaica a Thorlaksmessu. Emm... nei. Maettum snemma og ogedslega pirradar a flugvollinn og fundum loksins flug til baka fra Havana 10. des. Reyndar med millilendingu i Kingston og til MoBay daginn eftir. Fjandans ferdaskrifstofa. Thegar vid komum svo til Kubu, eftir mjog slaema flugferd thar sem vid vorum 8 i pinulitilli vel, thurftum vid ad bida i klukkutima a vellinum til ad komast i gegnum eftirlitid. Sofnudum snemma i gaer.
En nu er timinn ad verda buinn, latum i okkur heyra bradum.
Anna og Sigrun.

miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Update

Jaeja, tha eru lidnir thrir dagar a The island in the sun. Vid fengum okkur ad borda i fyrsta skipti i hadeginu, fottudum i gaer ad vid vaerum ekki bunar ad borda neitt nema banana og hafrakex og vatn og vorum tha ordnar svolitid svangar. Aetludum ad fa okkur ad borda i gaer a Bobslead cafe (Jamaica buar eru mjog stoltir af bobslead lidinu sinu...) en thad rigndi svo mikid ad vid sofnudum af ad bida eftir ad thad stytti upp. Erum bunar ad eyda deginum a strondinni og hafa thad ogedslega gott i besta loftslagi sem vid hofum komist i.
Jamaica er spes en skemmtileg, vid erum svolitid smeykar vid ad fara ut fyrir gotuna okkar thvi hun er svo vel voktud svo vid hofum bara verid her. Samt sem adur er rosalegt areiti, vid erum ad sogn innfaeddra ofsalega fallegar, aettum ad fa okkur flettur eda marijuana, eda taka leigubil NUNA!!!, eda giftast einhverjum gaea fra Jamaica. Nog af tilbodum. Vid saum rottu i fyrradag, um thad bil 40 cm langa sem var a roltinu nidur troppurnar a sama tima og vid. Thad var gaman. Svo naesta dag saum vid 40 cm rottulik a gotunni, sem var buid ad keyra i spad. Thad var enntha skemmtilegra.
Thad er tonlist ur ollum attum herna, ad sjalfsogdu reggi. Fullt af vinsaelum logum heima hafa heyrst i reggi buning, ray charles og celine dion. Mjog skemmtilegt. Bob Marley hufur og rasta hlutir eru ut um allt og jamaiski faninn er prentadur a hvad sem er, engin virding thar a bae.
A strondinni, sem er einkastrond sem vid borgum okkur inn a, er svakalega fallegt. Alveg taer sjor og rosalega hreinn og hvitur sandur. Oftast eru skyjahula yfir himninum svo manni verdur aldrei of heitt. Her er fjandi mikid af feitum Amerikonum sem tala um asnalega hluti og eru bara herna til ad djamma. A strondinni i dag kvartadi einn madur yfir ad annar madur vaeri ad reykja, thad vaeri "bannad ad reykja" skilti. Tha sagdi vordurinn med hneykslunarton: "Ja, en thad ma alveg reykja venjulegar sigarettur" og labbadi hlaejandi i burtu. Spes menning.

Vid bloggum liklega ekki meira fyrr en a Kubu, getum thvi midur ekki sett inn myndir thvi thad er ekkert usb tengi a thessari finu tolvu. Latum i okkur heyra eins fljott og vid getum.
Lovju, Anna og Sigrun.

mánudagur, nóvember 14, 2005

Jamaica

Jaeja, tha erum vid Sigrun komnar til Jamaica eftir langt og strangt ferdalag. JFK var storkostlegur stadur til ad bida a, vid saum mus og fundum ohreinar naerbuxur undir bakpokanum hennar Sigrunar. Vid svafum a golfinu og hofdum thad gott thangad til vid naer doum og satum tha bara og bidum. Thessir 13 klukkutimar voru eins og fimm dagar. Vid erum ekki ad trua thvi ad vid hofum verid heima hja okkur i gaer.
Lendingin a Jamaica var thad mest scary sem eg hef lent i, vid vorum um thad bil tvo metra fra thvi ad pomsa i sjoinn og landid sast ekki fyrr en a sidustu stundu. Svo kviknadi a neydarutgongum og alle sammen, Omar Sigurvin, thu hefdir daid ur hraedslu. Sjitt madur.
En hostelid okkar er fint bara, thurfum reyndar ad labba upp fjorar haedir en utsynid er magnad. Myndir koma sidar. Vid forum fra Jamaica a fostudaginn, degi seinna en planad var. Thad var svoldid surt en i stadinn flyttum vid fluginu okkar til New York um tvo daga og verdum thvi 7 naetur thar, nennum ekki ad koma aftur hingad i tvo daga. Flugid til Kubu var ekki haegt ad fa nema a fostudogum og sunnudogum svo vid komum hingad 11. des og forum 12. Gaman ad thvi.
Leigubilstjorinn sagdi okkur ad hann reykti marijuana um leid og vid stigum inn i bilinn hja honum. Hann kom okkur tho orugglega a hostelid og tha var allt i lagi.
Thad er ekki laust vid ad vid finnum til heimthrar, ekkert simasamband og svoleidis. Verid bara dugleg ad senda okkur email og kommenta a bloggid mitt, tha lidur okkur betur. Okkur er nefnilega svo heitt ad vid erum naestum thvi danar.

En eg laet betur vita bradlega hvernig thetta fer allt saman. Thid erud frabaer, og audvitad vid lika.
Lovju, Anna rastaman og Sigrun rastaman.

sunnudagur, nóvember 13, 2005

Blessó dúlló míó

Snúllur og dúllur nær og fjær.
Þá er komið að því. Ég er bara farin til útlanda. Ég sakna ykkar strax og hlakka til að segja ykkur skemmtilegar sögur þegar ég kem heim.
Sjáumst eftir fimm vikur ástarbollur. Knús og kossar.

föstudagur, nóvember 04, 2005

Grenjuskjóða

Sama hvar ég er stödd, á hvaða tíma, með hverjum eða í hvaða aðstæðum. Ef ég heyri lagið Hope there's someone með Antony & the Johnsons tárast ég. Alltaf, alltaf. Ég er bara orðin svona viðkvæm á efri árum.