fimmtudagur, mars 23, 2006

Fokk já!

Ég er ad fara á fokking RADIOHEAD tónleika í fokking Kaupmannahöfn 6. maí.
Fokk hvad ég hlakka fokking mikid til!

þriðjudagur, mars 21, 2006

Titill óskast!

Jú, ég er lifandi, alveg sprell meir ad segja. Ég hef varla haft tíma til ad setjast nidur sídustu vikuna svo eitthvad hefur farid lítid fyrir netheimsóknum og bloggeríi. En nú verdur semsagt bætt úr thví og komid ad thví ad segja frá hvad ég er ad bralla thessa dagana.

Sídasta vika var skemmtileg.
Á thridjudaginn mætti danskur dúett sem semur lög vid ljód skálds nokkurs... sem ég hreinlega man ekki hvad heitir. Their spiludu fyrir okkur lögin sín og thad var voda hyggeligt. Annar theirra var med hár nidur á axlir, ofbodslega blásid og fínt. Hefdi sæmt hverri konu prýdilega. Ég og Guro, norska stelpan, áttum erfitt med ad hemja hláturinn. Í lok thessarar málsgreinar vil ég lýsa yfir hrifningu minni á sögninni at hygge. Á íslensku er ad hugga notad í sambandi vid eitthvad sorglegt sem er gert betra en á dönsku er at hygge svo huggulegt ad mig langar bara ad fara at hygge mig. Med tebolla, góda bók og ad sjálfsögdu kertaljós. Thad er engin hygge ef thad er ekki kertaljós. Svo mikid hef ég lært í Danmörku.

Á midvikudaginn lék Brian, annar tveggja leiklistarkennaranna minna, fyrir okkur Tigeren. Tigeren er einleikur eftir Dario Fo og fjallar um kínverskan hermann sem særist á fæti og flýr upp í fjöllin. Thar hittir hann tígurinn og ungann hennar. Samlífi theirra er kómískt og verkid sjálft er skilgreint sem táknsaga um ad thora ad lifa lífinu. Thad var ofbodslega gaman ad fá ad sjá Brian leika thetta thví hann hefur talad svo ofbodslega mikid um verkid í leiklist. Gaman líka ad sjá ad næstum allar hreyfingar, látbragd og líkamstjáningu höfum vid fengid ad sjá í leiklistartímum thegar hann kemur med dæmi um hitt og thetta. Okkur leiklistarnemendunum fannst vid voda merkileg thví Brian fékk leiklistarverdlaun fyrir verkid árid 2001, ad ég tel, og hefur farid med thetta um alla Evrópu.
Thegar Tigeren var búinn fórum vid nidur á kaffihúsid okkar og fengum okkur øl. Ølid vard ad lokum svolítid mikid og endudum vid 10 manneskjur í partýi hjá Thorbjørn, hinum tveggja leiklistarkennarannna. Thar var dansad uppi á bordum og uppi í sófa, farid í feluleik og drukkid koníak fram til hálfsex um morguninn. Gledin var ekki eins mikil thegar vid áttum ad vakna klukkan átta. Ég gerdi thad thó ekki og svaf til hádegis, missti bara af hreingerningu mamma... Ég lofa, ég var ekki ad skrópa!
Á fimmtudaginn fór ég í Ud med naturen og vid fórum í skógarferd ad leita ad dýrakúk, hlutum sem dýr hafa bordad og dýrasporum. Svo áttum vid ad hlusta eftir fuglum. Vid gengum um skóginn í klukkutíma, ógedslega thunnar og threyttar, heyrdum ekki í einum einasta fugli, ekki einum einasta segi ég, fundum einn kúk og einn köngul sem mús hafdi nagad. Danir... Bandbrjáladir fjandar. Láta skelthunnar manneskjur hjóla út í skóg og leita ad kúk. Madur bara skilur ekki í thessu.
Á föstudaginn var líka Ud med naturen og thá fórum vid nidur á skólalód ad fadma trén og finna sálina theirra. Svo sömdum vid nokkrar hækur út frá náttúruordum og fórum svo ad sigla á kanó. Their sem fóru ekki á kanó bidu í landi og bökudu pönnukökur fyrir okkur yfir opnu báli. Hippadagur. Thessir Danir sko... Allir hippar.

Á föstudaginn eftir skóla kom Hulda nokkur Thorbjörnsdóttir í heimsókn til mín. Hún fékk ad sofa í thægilega aukarúminu og vera vitni ad thví thegar vorid lét sjá sig í Danmörku. Thetta var voda hyggeligt (!!!) og thad var ofbodslega gaman ad geta talad um sameiginlega íslenska vini yfir köldum Carlsberg uppi í herbergi.
Á sunnudaginn var svo fallegt vedur ad vid fórum í gönguferd í skóginum. Vid settumst nidur í grasid og gátum setid thar heillengi léttklæddar án thess ad verda kalt. Sólin er farin ad hita svo mikid og thad dimmir ekki fyrr en um hálfátta á kvöldin. Jú, vorid er farid ad kíkja á mig eftir allt saman og ég er glöd.

Í gær fengum vid leiklistarnemarnir svo handrit upp í hendurnar, Kvindernes dekameron. Thad útleggst nokkurn veginn sem Kvennasögurnar á íslensku. Vid settumst nokkrar nidur í gærkvöldi og lásum yfir saman og leikritid er ofsalega gott. Í dag samlásum vid allur hópurinn og svo fengum vid hlutverk.
Leikritid er rússneskt og fjallar um hóp kvenna sem eru ad bída eftir nidurstödum á bakteríugreiningu á sjúkrahúsi. Eftir langa bid og spjall ákveda thær ad fara ad segja hvor annarri sögur. Sögur af sinni fyrstu ást. Eftir nokkrar ástarsögur teygist samtalid út í almennari frásagnir af ástarlífi kvennanna. Kannski ekki beint alltaf ástarlífi en allavega kynlífi.
Ég leik Albinu. Hennar fyrsta ást kviknadi thegar hún var 16 ára. Sambandid entist í thrjú ár en hann tryggdi henni vinnu sem flugfreyja. Sem lítilli stelpu var henni naudgad af skautakennurunum sínum og ég tharf ad fara med einrædu um thad. Einnig tharf ég ad leika í annarri naudgunarsenu, thegar madur sem býdur henni í afmæli naudgar henni.
Ég hlýt ad vera brjálud ad hafa viljad leika hana. Tvær einrædur og ein naudgunarsena sem og samtal vid lögregluna eftir naudgunina. Ég leik á ensku thví thó ég sé ordin nokkud gód í ad tala dönskuna og sé ómedvitad farin ad tala hana frekar en enskuna thá er thad of erfitt fyrir mig. Sérstaklega med svona mikinn texta. Svo er gamla stamid alltaf ad strída mér svolítid á dönskunni. Thad er svo pirrandi ad mig langar stundum ad rífa heilann minn úr og laga ofvirku heilastödina alveg sjálf. En hey, thad er bara ég ég slæmum degi.

Nú rétt ádan var svo styrktarkvöld fyrir styrktarverkefnid sem Project og ledelse-tíma fólkid vinnur ad. Thad var leikjakvöld og haldid thid ekki ad ég hafi unnid blödrudansinn. Bladran er semsagt fest vid fótinn á manni og svo á ad sprengja. Sá sídasti med blödru á fætinum vinnur. Ég lenti í slag vid skólastjórann og endadi á ad hlaupa um allan salinn á ödrum fæti, med blödruna upp í loftid, thangad til ég nádi ad sprengja blödruna hans. Honum tókst ad kýla mig í andlitid í látunum. Ég fékk Kinder-egg í verdlaun.

Næsta laugardag förum vid svo í ferdalag til Nordur-Englands. Vid munum búa í Scarborough og ferdast út frá bænum til merkilegu bæjanna í kring. Ég hlakka ofbodslega mikid til.
Daginn eftir ad ég kem thadan koma svo uppáhalds systir mín og módir í heimsókn. Ég hlakka líka ofbodslega til thess.

Nóg gæti ég bladrad meira en ég nenni thví ekki. Thá myndi heldur enginn nenna ad lesa thetta.
Hilsen.

föstudagur, mars 10, 2006

Lífid í hnotskurn

Thá er enn önnur vikan ad klárast og nú er ég búin ad vera í Danmörku í rúma tvo mánudi. Thad finnst mér alveg ótrúlegt. Sorglegt í rauninni hvad tíminn er fljótur ad lída. Úr ordunum hér á undan má lesa thad ad mér er batnad af heimthránni og vona ad hún láti lítid sjá sig framar. Thad er reyndar ennthá skítkalt hérna og virdist engin breyting vera á leidinni í brád en thad verdur bara ad hafa thad. Vorid hlýtur ad koma á endanum!
Í herbergisfréttum er thad helst: Susanne kom á sunnudaginn. Hún er voda indæl stelpa. Hún er líka 27 ára og afar fullordinsleg. Hún fór heim á midvikudaginn og kemur ekki aftur fyrr en í apríl og mun thá búa í einstaklingsherbergi. Semsagt ekki inni hjá mér. Ég var voda glöd thví thótt hún sé rosalega fín og okkur hafi komid vel saman thá fannst mér mjög óthægilegt ad fá einhvern inn á herbergid eftir allan thennan tíma. Ég var ordin svo vön einstaklingsherberginu og fannst ofbodslega skrýtid ad thurfa ad lædast um herbergid thegar hún var sofnud, ekki kveikja ljósid thegar ég kom inn og thessháttar. Eina nóttina var hún andvaka og gerdi mig líka andvaka thví hún tók upp á thví ad borda kex. KEX! Átskrudningarnir bárust glatt thessa tvo metra ad mínu rúmi og ég var ekki sérlega hamingjusöm. En nú er allt í himnalagi, ég tharf ekki ad skipta um herbergi né húsgrúppu og er í stadinn búin ad eignast ágætan kunningja, sem býr sem betur fer ekki inni hjá mér lengur.
Thess má svo til gamans geta ad nú er ég semsagt med eitt alveg laust rúm inni hjá mér og thad er meira ad segja thægilegt. Allir til Ry! Ókeypis gisting!

Nú er vortímabilid byrjad af fullum krafti. Smá söknudur hjá mér thví gamla leiklistarlidid var svo frábært, 8 stelpur sem gátum látid eins og asnar og öllum var sama. Audvitad verdur thad eins eftir nokkra daga med nýja lidinu líka en samt smá söknudur í ad sleppa hinu. Á thessu tímabili munum vid setja upp leiksýningu, ekkert slor heldur alvöru leiksýningu. Allir eiga ad fá bitastæd hlutverk svo thetta verdur örugglega frábært. Vid sýndum afrakstur vetrartímabilsins fyrir skólann á sunnudaginn, thegar allir nýju nemendurnir voru komnir í hús og thad gekk ofbodslega vel svo ég er ordin spennt fyrir ad byrja. Vid Birna fengum ad vera saman og thýda senuna á íslensku og svo settum vid thad thannig upp ad Louise og Signe léku senuna á dönsku og svo vid á íslensku svo fólk skildi söguthrádinn. Vid fengum ofbodslega mikid hrós, kennarinn alveg í skýjunum med okkur og vid ad sjálfsögdu voda gladar. Senan var úr leikritinu Road sem gerist í Manchester á níunda áratugnum. Ég lék mömmuna sem er búin ad drekka frá sér lífid og Birna dóttur mína sem er á gódri leid med ad gera thad sama en finnst mamman hryllilega ömurleg. Thetta var ofbodslega gaman. Gaman ad fá handrit upp í hendurnar, búa til karaktera úr engu, útfæra og æfa thangad til vid og Brian, kennarinn okkar, vorum ánægd.
Svo er ég búin ad skipta um hovedfag. Í stadinn fyrir tónlistartímann er ég komin í Ud med naturen. Í gær vorum vid ad smída fuglahús og minn hópur smídadi fuglaradhús fyrir starra. Í dag klifrudu svo Zenta og Guro upp í tré og festu húsid. Ég hélt vid stigann, ekki alveg á thví ad klifra thessa 4-5 metra upp í tréd. Stolt af mínu hlutverki í fuglahúsauppsetningunni. Spennandi fag. Vid förum í stjörnuskodunarferd um nótt, förum ad veida: "fra mord til bord" og margt fleira skemmtilegt. Skemmtilegt ad vid eigum líka ad taka sem flestar myndir og reyna ad ná myndum af lífi, prófa myndavélarnar til dýralífsmynda og thannig lagad.
Í studiefag er ég í Manuscript og dramaturgi, ad læra um handrit, horfa á myndir skapadar úr merkilegum handritum og vid eigum sjálf ad skrifa handrit.
Í valgfag er ég svo í Improvisation. Var ad koma úr thví núna og er rosa ánægd med thad val. Vid leiklistarnemendurnir erum reyndar búin ad gera margt af thessu ádur en thad er bara gaman, thá endurtökum vid og verdum betri í hverri æfingu fyrir sig.
Í kvöld er svo introfest fyrir nýju nemendurna og thad verdur án efa skemmtilegt. Bædi skemmtilegt og skrýtid ad fá 20 nýjar manneskjur skyndilega inn í skólann en thau virka öll rosalega fín svo ég hef engar áhyggjur. Mórallinn hefur meira ad segja batnad sídan thau komu og thad er bara tæp vika sídan.

En nú er ég farin í hina stórkostlega verslun Kvickly med Birnu ad kaupa øl fyrir kvöldid.

Ps. Allir á Hróarskeldu. Thad verdur superfedt.

föstudagur, mars 03, 2006

Hver í fjandanum...

...bad um thessa heimthrá?? Ekki ég ad minnsta kosti. Thad er bara eitthvad svo margt sem fer í taugarnar á mér í dag.
  • Thad er kominn mars. Thad er skítkalt og snjór. Á Íslandi er sól, samkvæmt mbl.is, og búin ad vera sól í nokkra daga. Thad er búid ad vera kalt sídan ég kom hingad. Á næstum hverjum einasta degi og ég er farin ad bída, virkilega bída, eftir vorinu. Af hverju er thad svona lengi á leidinni?? Á ekki alltaf ad vera heitt í útlöndum??
  • Fyrir einni og hálfri viku var haldinn húsgrúppufundur thar sem okkur var tilkynnt ad vid fengjum 4 nýjar manneskjur í húsid okkar. Thessar 4 manneskjur áttu ad búa í tveim lausum tveggja manna herbergjum á nedri hædinni. Thar sem mér var ekki tilkynnt um ad ég fengi nýjan herbergisfélaga, en herbergisfélaginn minn vard dagnemandi eftir 3 vikur af önninni og ég hef thví verid ein í herbergi sídan, bjóst ég náttúrulega vid ad ég fengi ekki nýjan herbergisfélaga. Ekkert nema almenn kurteisi ad láta mann vita af thannig hlutum thví ég var farin ad líta á herbergid sem mitt eigid. Í dag ákvad ég hins vegar ad spyrjast fyrir á skrifstofunni til ad vera alveg viss og fékk ég thá ad vita thad ad Susanne Pedersen mun flytja inn til mín á sunnudaginn. Æ... Æ... ég veit ekki alveg. Mig langar alveg ad fá nýjan herbergisfélaga en mér finnst skítt ad láta mig ekki vita fyrr en tveimur dögum ádur! Ég var búin ad hertaka allan fataskápinn, hengja upp myndir og gera thetta ad mínu herbergi. Eins gott ad Susanne sé frábær stelpa. Annars skipti ég í einstaklingsherbergi thegar thau losna í apríl.

Ég vona ad thessi heimthrá sé bara lítid tímabil, hingad til hefur gengid svo vel. Falleg ord vel thegin. Á íslensku, frá Íslendingum.