Jú, ég er lifandi, alveg sprell meir ad segja. Ég hef varla haft tíma til ad setjast nidur sídustu vikuna svo eitthvad hefur farid lítid fyrir netheimsóknum og bloggeríi. En nú verdur semsagt bætt úr thví og komid ad thví ad segja frá hvad ég er ad bralla thessa dagana.
Sídasta vika var skemmtileg.
Á thridjudaginn mætti danskur dúett sem semur lög vid ljód skálds nokkurs... sem ég hreinlega man ekki hvad heitir. Their spiludu fyrir okkur lögin sín og thad var voda hyggeligt. Annar theirra var med hár nidur á axlir, ofbodslega blásid og fínt. Hefdi sæmt hverri konu prýdilega. Ég og Guro, norska stelpan, áttum erfitt med ad hemja hláturinn. Í lok thessarar málsgreinar vil ég lýsa yfir hrifningu minni á sögninni at hygge. Á íslensku er ad hugga notad í sambandi vid eitthvad sorglegt sem er gert betra en á dönsku er at hygge svo huggulegt ad mig langar bara ad fara at hygge mig. Med tebolla, góda bók og ad sjálfsögdu kertaljós. Thad er engin hygge ef thad er ekki kertaljós. Svo mikid hef ég lært í Danmörku.
Á midvikudaginn lék Brian, annar tveggja leiklistarkennaranna minna, fyrir okkur
Tigeren.
Tigeren er einleikur eftir Dario Fo og fjallar um kínverskan hermann sem særist á fæti og flýr upp í fjöllin. Thar hittir hann tígurinn og ungann hennar. Samlífi theirra er kómískt og verkid sjálft er skilgreint sem táknsaga um ad thora ad lifa lífinu. Thad var ofbodslega gaman ad fá ad sjá Brian leika thetta thví hann hefur talad svo ofbodslega mikid um verkid í leiklist. Gaman líka ad sjá ad næstum allar hreyfingar, látbragd og líkamstjáningu höfum vid fengid ad sjá í leiklistartímum thegar hann kemur med dæmi um hitt og thetta. Okkur leiklistarnemendunum fannst vid voda merkileg thví Brian fékk leiklistarverdlaun fyrir verkid árid 2001, ad ég tel, og hefur farid med thetta um alla Evrópu.
Thegar Tigeren var búinn fórum vid nidur á kaffihúsid okkar og fengum okkur øl. Ølid vard ad lokum svolítid mikid og endudum vid 10 manneskjur í partýi hjá Thorbjørn, hinum tveggja leiklistarkennarannna. Thar var dansad uppi á bordum og uppi í sófa, farid í feluleik og drukkid koníak fram til hálfsex um morguninn. Gledin var ekki eins mikil thegar vid áttum ad vakna klukkan átta. Ég gerdi thad thó ekki og svaf til hádegis, missti bara af hreingerningu mamma... Ég lofa, ég var ekki ad skrópa!
Á fimmtudaginn fór ég í Ud med naturen og vid fórum í skógarferd ad leita ad dýrakúk, hlutum sem dýr hafa bordad og dýrasporum. Svo áttum vid ad hlusta eftir fuglum. Vid gengum um skóginn í klukkutíma, ógedslega thunnar og threyttar, heyrdum ekki í einum einasta fugli, ekki einum einasta segi ég, fundum einn kúk og einn köngul sem mús hafdi nagad. Danir... Bandbrjáladir fjandar. Láta skelthunnar manneskjur hjóla út í skóg og leita ad kúk. Madur bara skilur ekki í thessu.
Á föstudaginn var líka Ud med naturen og thá fórum vid nidur á skólalód ad fadma trén og finna sálina theirra. Svo sömdum vid nokkrar hækur út frá náttúruordum og fórum svo ad sigla á kanó. Their sem fóru ekki á kanó bidu í landi og bökudu pönnukökur fyrir okkur yfir opnu báli. Hippadagur. Thessir Danir sko... Allir hippar.
Á föstudaginn eftir skóla kom Hulda nokkur Thorbjörnsdóttir í heimsókn til mín. Hún fékk ad sofa í thægilega aukarúminu og vera vitni ad thví thegar vorid lét sjá sig í Danmörku. Thetta var voda hyggeligt (!!!) og thad var ofbodslega gaman ad geta talad um sameiginlega íslenska vini yfir köldum Carlsberg uppi í herbergi.
Á sunnudaginn var svo fallegt vedur ad vid fórum í gönguferd í skóginum. Vid settumst nidur í grasid og gátum setid thar heillengi léttklæddar án thess ad verda kalt. Sólin er farin ad hita svo mikid og thad dimmir ekki fyrr en um hálfátta á kvöldin. Jú, vorid er farid ad kíkja á mig eftir allt saman og ég er glöd.
Í gær fengum vid leiklistarnemarnir svo handrit upp í hendurnar,
Kvindernes dekameron. Thad útleggst nokkurn veginn sem
Kvennasögurnar á íslensku. Vid settumst nokkrar nidur í gærkvöldi og lásum yfir saman og leikritid er ofsalega gott. Í dag samlásum vid allur hópurinn og svo fengum vid hlutverk.
Leikritid er rússneskt og fjallar um hóp kvenna sem eru ad bída eftir nidurstödum á bakteríugreiningu á sjúkrahúsi. Eftir langa bid og spjall ákveda thær ad fara ad segja hvor annarri sögur. Sögur af sinni fyrstu ást. Eftir nokkrar ástarsögur teygist samtalid út í almennari frásagnir af ástarlífi kvennanna. Kannski ekki beint alltaf ástarlífi en allavega kynlífi.
Ég leik Albinu. Hennar fyrsta ást kviknadi thegar hún var 16 ára. Sambandid entist í thrjú ár en hann tryggdi henni vinnu sem flugfreyja. Sem lítilli stelpu var henni naudgad af skautakennurunum sínum og ég tharf ad fara med einrædu um thad. Einnig tharf ég ad leika í annarri naudgunarsenu, thegar madur sem býdur henni í afmæli naudgar henni.
Ég hlýt ad vera brjálud ad hafa viljad leika hana. Tvær einrædur og ein naudgunarsena sem og samtal vid lögregluna eftir naudgunina. Ég leik á ensku thví thó ég sé ordin nokkud gód í ad tala dönskuna og sé ómedvitad farin ad tala hana frekar en enskuna thá er thad of erfitt fyrir mig. Sérstaklega med svona mikinn texta. Svo er gamla stamid alltaf ad strída mér svolítid á dönskunni. Thad er svo pirrandi ad mig langar stundum ad rífa heilann minn úr og laga ofvirku heilastödina alveg sjálf. En hey, thad er bara ég ég slæmum degi.
Nú rétt ádan var svo styrktarkvöld fyrir styrktarverkefnid sem Project og ledelse-tíma fólkid vinnur ad. Thad var leikjakvöld og haldid thid ekki ad ég hafi unnid blödrudansinn. Bladran er semsagt fest vid fótinn á manni og svo á ad sprengja. Sá sídasti med blödru á fætinum vinnur. Ég lenti í slag vid skólastjórann og endadi á ad hlaupa um allan salinn á ödrum fæti, med blödruna upp í loftid, thangad til ég nádi ad sprengja blödruna hans. Honum tókst ad kýla mig í andlitid í látunum. Ég fékk Kinder-egg í verdlaun.
Næsta laugardag förum vid svo í ferdalag til Nordur-Englands. Vid munum búa í Scarborough og ferdast út frá bænum til merkilegu bæjanna í kring. Ég hlakka ofbodslega mikid til.
Daginn eftir ad ég kem thadan koma svo uppáhalds systir mín og módir í heimsókn. Ég hlakka líka ofbodslega til thess.
Nóg gæti ég bladrad meira en ég nenni thví ekki. Thá myndi heldur enginn nenna ad lesa thetta.
Hilsen.