fimmtudagur, mars 15, 2007

Sönn saga

Um daginn var ég í röð í sjoppu og ég og vinkonur mínar vorum næstar í röðinni og vorum búnar að bíða lengi og svo kom maður inn í sjoppuna og ætlaði að vera á undan okkur en þá sagði ég hey við erum næstar og búðarmaðurinn kom og afgreiddi okkur og þá sagði maðurinn sem ætlaði að troða sér fyrir framan okkur jájá sumir halda greinilega að maður hafi bara allan tímann í heiminum en ég og vinkonur mínar hlustuðum ekki á svona dónaskap og keyptum okkur kristal með mexico-lime bragði. Endir.

föstudagur, mars 09, 2007

Æ bjána iPod að eyðileggja samsetta partinn á Abbey Road.

fimmtudagur, mars 08, 2007

Dýrðardagur

Það verður mikill dýrðardagur þegar ég mun átta mig á að það er langsniðugast að læra jafn og þétt yfir veturinn og ekki geyma próflestur mestmegnis þar til daginn fyrir próf. Mikið hlakka ég til!

Þangað til mun ég lifa í bölvun minni og asnast í gegnum efnið á nótæm fáandi þar af leiðandi lélegar einkunnir. Það er fátt sem jafnast á við sjálfsvorkunn og óbeit á sjálfri sér.