fimmtudagur, ágúst 31, 2006

Pirringur

Ég er búin að taka mikið eftir ljótum stafsetningarvillum í dagblöðum undanfarið, meir að segja Morgunblaðinu og á mbl.is sem ég hélt að væru óbrjótandi stafsetningarvillulaus herveldi.
Ljótustu villurnar sem ég hef rekist á, og ég er einhvern veginn alltaf að rekast á þær, eru nýji og lávaxinn. Það á aldrei að að skrifa j á eftir stöfunum ý, ey, æ, g og k sem koma á undan i! (Mætti halda að ég hefði flett upp í stafsetningarorðabók...) Og hvaða orð er lávaxinn?? Óx hann liggjandi??

Dömur mínar og herrar, pirringur dagsins og síðustu daga. Ég fæ nefnilega kjánahroll við að sjá svona villur. Svona er að alast upp í húsi íslenskukennarans...

Nú er ég ýkt hrædd um að það sé stafsetningarvilla í færslunni. Hættulegur leikur, hættulegur leikur.

föstudagur, ágúst 25, 2006

Ég ákvað...

... að kíkja á ruslpóstmöppuna í gmailinu mínu áðan. Stundum eru nefnilega póstar þar sem eiga ekkert að vera þar. Áðan áttu allir póstarnir hins vegar að vera þar. Þeir fjölluðu allir um stinningu.
Ég á alveg svona 100 stykki af póstum um leiðir til að laga stinningu svo strákar, þið getið bara spjallað við mig og ég get áframsent ykkur nokkur mismunandi vírusfullógeðsemail.

Annars er það nýjast og best í fréttum að ég er orðinn ökuþór, riddari götunnar, Bjössi á mjólkurbílnum og allt þar fram eftir götunum. Götunum... hahaha.
Ég fjárfesti í 50.000 kr. kagga á þriðjudaginn. Mitsubishi Lancer 1991 sem nýtist mér örugglega næstu 10-20 árin. Jahá, segjum það. Nú getið þið semsagt verið óhrædd við að bjóða mér í öll þessi brjáluðu partý sem þið hafið ætlað að halda en forðast því þið voruð ekki viss um hvort ég kæmist. Nú kemst ég allt, alltaf.

föstudagur, ágúst 18, 2006

Söngur, gleði og gaman!

Hluti Litlakórsins og gott aukafólk syngja í Dómkirkjunni á morgun klukkan 21:00. Það verður ýkt fjör og algjört æði. Vonandi skemmtið' ykkur vel.

Endilega látið sjá ykkur sem flest, væri gaman að sjá kunnugleg andlit í (vonandi) mannhafinu.

Áfram Reykjavík og til hamingju með afmælið.

þriðjudagur, ágúst 08, 2006

Lok lok og læs

Ég hef ekkert að blogga um. Búið spil. Lok lok og læs.

Svona er lífið mitt spennandi þessa dagana.

Verslunarmannahelgin var reyndar alveg fráááábær.

Ég fór í göngutúr áðan og það var byrjað að rökkva og ég var svo hissa á að nóttin væri ekki lengur björt. Nú er ég að fara á næturvakt og ég er þreytt. Vænn kaffibolli bjargar nú mörgu... Og svo er jú Rockstar á eftir og ég fæ að vera ein af þeim fáu sem verða hreinlega að vaka og horfa á það. Jess, ég get ekki beðið.

Vottar fyrir biturð í þessari færslu sem fjallar ekki um neitt? Nei aldrei.

Ég held ég sleppi því að blogga meira þangað til ég hef eitthvað að blogga um. Búið spil segi ég.