föstudagur, desember 21, 2007

Konan hans Brutusar, þessa sem drap Sesar... Et tu Brute... Allavega, konan hans hún Portia drap sig með því að gleypa eld. Gleypa eld... Já... Eigum við að reyna að vera aðeins dramatískari? Gæti alveg verið til einhver aðeins einfaldari leið sko.

Viðbót: Og þá er ég að sjálfsögðu að tala um í leikritinu Julius Caesar eftir Shakespeare. Ég hef ekki hugmynd um hina alvöru Portiu.

fimmtudagur, desember 20, 2007

Hugleiðingar

Ég fór í próf í breskum bókmenntum í dag. Fyrir prófið las ég um öll helstu skáld viktoríanska tímabilsins og skemmti mér hið besta. Sérstaklega af því að prófið gekk svo vel.

Ég fór samt aðeins að íhuga skáld og sjálfa mig í því samhengi. Ég er ekki skáld. Nei, greinilega ekki. Ég kem varla þessari bloggfærslu frá mér í heilu lagi. Ég hef samt samið nokkur ljóð um ævina en engin þeirra teljast víst til stórvirkja er ég hrædd um.

Lord Tennyson hafði samið 6000 lína epískt ljóð þegar hann var 12 ára. Heimilislíf fjölskyldunnar var með versta móti, drykkja, ofbeldi, geðveiki... Fyrst þegar hann fór í Cambridge eignaðist hann alvöru vin, sem svo dó nokkrum árum síðar. Ímyndið ykkur... 12 ára! Þolinmæðin þrautir vinnur allar... en ég held samt að ég hefði ekki getað skrifað 6000 lína ljóð á þessum aldri.

Elizabeth Barrett Browning var alltaf alein. Hún var karlmannleg í útliti, fór sjaldan út á meðal fólks, kenndi sjálfri sér um dauða uppáhaldsbróður síns og sat heima hjá sér í nokkur ár án þess að fara út úr húsi. Hún kenndi sjálfri sér næstum allt sem hún kunni... og hún kunni. Hún kenndi sjálfri sér nógu mikla hebresku til að geta lesið Gamla Testamentið frá byrjun til enda, sem hún og gerði. Einnig kenndi hún sjálfri sér fleiri tungumál og gleypti í sig allan þann fróðleik sem hún fann. Hún skrifaði eitt frægasta ástarljóð sögunnar sem hefst: How do I love thee? Let me count the ways... Elizabeth var alein þangað til einn daginn kemur til hennar maður, 6 árum yngri og fallegur og segist elska hana; ég elskaði bókina þína, en ég elska þig meira. Sæll.. hvar eru þessir herramenn í dag? Þessi maður, Robert Browning, hætti í Oxford af því að hann kunni allt sem þeir voru að kenna, það var bara barnaleikur fyrir hann. Kenndi sér sjálfur... Svo mikið meir að segja að ljóðin hans eru talin torskilin og hann áttaði sig engan veginn á því að hann væri að skrifa svona flóknar vísanir eða myndlíkingar!

Ég er að velta þessu aðeins fyrir mér. Þetta er eins og með tónskáldin; Mozart, Beethoven, Bach, Wagner, Vivaldi... Hvar eru jafnokar þessara manna í dag?

Þetta fólk hlýtur að hafa verið sent á jörðina með einhvern tilgang. Ég hef ekki lesið nútímaljóð eða heyrt nútímatónverk sem jafnast á við eitthvað af þessu... Það verður gaman að sjá hver verður næstur.

Eitt er þó víst... Ég er líklega ekki ein af þeim.

Ég ætla samt að sýna ykkur hæfileika mína, ef einhver þarna úti er að leita að skáldi eins og mér.

Ó Bryndís, ó Bryndís,
þú veist ég elska þig,
viltu vera hjá mér daginn út og inn?
Þú ert svo falleg alltaf hjá mér,
mér þykir svo vænt um þig.
Anna Samúelsdóttir, 1991.
Við lagið: Fram í heiðanna ró.

Fuglinn minn góði er fallinn frá,
í byrjun vorsins frá oss brá.
Hann lítur ei framar glaðan dag
því guð hann sagði: Þú verður hjá mér.

Ragnheiður L. Óladóttir og Anna Samúelsdóttir, um 1993.
Við sömdum líka lag við þetta og sungum yfir dauðum spóa sem við fundum út'í móa.


Þegar sólin lægst á lofti er
ég liggja vil í faðmi þér,
því þar get ég best unað mér
og látið vetur líða.
Anna Samúelsdóttir, 200?

Hver veit... Kannski hef ég þetta í mér!

miðvikudagur, desember 19, 2007

Uppáhalds

[...]
Come away, O human child!
To the waters and the wild
With a faery, hand in hand,
For the world's more full of weeping than you can understand.
-The Stolen Child
W.B.Yeats


I hold it true, whate'er befall;
I feel it when I sorrow most;
'Tis better to have loved and lost
Than never to have loved at all.
-In Memoriam
Lord Tennyson


Be near me when my light is low,
When the blood creeps, and the nerves prick
And tingle; and the heart is sick,
And all the wheels of being slow.

Be near me when the sensuous frame
Is racked with pangs that conquer trust;
And Time, a maniac scattering dust,
And Life, a Fury slinging flame.

[...]

Be near me when I fade away,
To point the term of human strife,
And on the low dark verge of life
The twilight of eternal day.

-In Memoriam
Lord Tennyson


"[Oscar] Wilde made dying Victorianism laugh at itself, and it may be said to have died of laughter."
-Richard Le Gallienne
about The Importance of Being Earnest.


"My hand, as it writes these words, slips gaily along, jumps like a grasshopper to dot an i, feels the table rather cold, gets a little bored if I write too long, has its own rudiments of thought, and is just as much me as is my brain, my mind, or my soul. Why should I imagine that there is a me which is more me than my hand is? Since my hand is absoloutely alive, me alive.
[...]
Whatever is me alive is me."
-Why the Novel Matters
D.H. Lawrence.


Hver segir svo að hið akademíska líf auðgi ekki andann??

mánudagur, desember 17, 2007

Þegar ég vaknaði í morgun var ekkert koddaver á koddanum mínum. Ég hef ekki hugmynd um hvað gerðist en það lá voða pent ofan á sænginni minni. Það hlýtur þó eitthvað að hafa gengið á því það er svolítið vesen að reisa sig upp, taka koddaverið af koddanum, leggja það á sængina svona líka pent og leggjast svo aftur á koddann, fyrir utan náttúrulega þá ákvörðun að gera þetta. Ég hlýt líka að hafa gert þetta mjög hljóðlega og án alls brussugangs því rúmdeilari minn var alveg jafn hissa og ég á koddaverslausa koddanum í morgun.

Já krakkar mínir... Það er oft gaman í draumalandinu.

fimmtudagur, desember 13, 2007

Notalegt

Undanfarið hefur mér þótt voðalega gott að bregða mér í lopapeysu og ullarsokka á meðan ég sit í herberginu mínu og les. Getur verið voðalega notalegt þetta skammdegi. Ekkert betra en að kveikja á kertum og jólaseríum, hlusta á sellósónötur Bach og lesa frábærar bókmenntir á meðan maður kúrir sig í hlýjum fötum með tebolla við höndina. Það er nefnilega eitt sem ég er nýbúin að uppgötva; te. Þvílíkur lífsins elexír á köldum vetrardögum. Heitt og gott te. Mmm. Það hlýtur líka að vera hollara en kaffi.

Ég er voðalega meyr þessa dagana. Langar ekkert meira en að eiga lítið sætt kot í fallegu landslagi þar sem ég get kveikt upp í arni, og átt lítil börn og hunda. Og drukkið te á meðan snjóar úti. Dæs... Þessi próflestur lætur hugann reika.

Kannski einhvern tímann...