sunnudagur, júlí 22, 2007

22, 22.07.07

Í dag á ég afmæli. Ég er 22 ára. Það er alltaf að gaman að eiga afmæli en sérstaklega er það skemmtilegt í dag því ég er 22 þann 22.07.07 sem er afar flott dagsetning í stíl við aldurstöluna. Ég mætti í mitt eigið afmæliskaffi síðust allra gesta, það á náttúrulega að láta afmælisbarnið vita af afmælisboðinu, annars getur þetta endað svona!

Partýið í Heiðmörk heppnaðist vel og fagurlega myndskreytta rútan vakti mikinn fögnuð hvala og manna. Heiðmörkin klikkar ekki... Með mojito í kassa og Kubb í poka getur fátt klikkað.

Ég tek glöð á móti kommentum um ánægju ykkar með það hversu gömul ég er orðin ;)

laugardagur, júlí 14, 2007

Brandari

Bretinn: "Pass me the sugar, sugar..."
Kaninn: "Hand me the honey, honey..."
Íslendingurinn: "Réttu mér mjólkina, beljan þín..."

Það er ekki laust við að laugardagskvöldin séu hress. Sem kresinn fress.

föstudagur, júlí 13, 2007

Lovin' it

Þegar ég borða kirsuberjatómata finnst mér einstaklega skemmtilegt að stinga þeim upp í mig, bíta hægt og finna þegar þeir springa. Lovin' dat feelin. Katjisssss, ég spring.