Á kostnað annarra
Ég er búin að vera að hlæja að óförum annarrar manneskju í meira en klukkutíma. Ég veit ekki hver manneskjan er en geri sterklega ráð fyrir því að hún sé skiptinemi við Háskóla Íslands, enskuskori, haustið 2007. Á spjallþræði í einu faginu sem finna má á Uglunni minni hefur hún kommentað (á ensku en ég þýði þetta hér):
"Halló, ég sá á stundaskránni að þetta námskeið mun fara fram í Óákveðið, en hvar er það nákvæmlega? Ég er með kort af háskólasvæðinu en ég finn bygginguna bara ekki þar! Getur einhver hjálpað mér með þetta? Og er komið á hreint í hvaða stofu kennt verður?"
Ahahaha... Ég skemmti mér svo vel yfir þessu. Og geri enn. Mér finnst eins og ég ætti að svara spurningunni hennar og vera ýkt skilningsrík og góð en ég bara get það ekki, mér finnst þetta allt of fyndið og held að kommentið mitt gæti aldrei orðið nógu hlutlaust til að það myndi ekki skína í gegn hvað þetta er sniðugur misskilningur. Ég læt því bara aðra sjá um þetta fyrir mig og held áfram að hlæja. Hahaha...
"Halló, ég sá á stundaskránni að þetta námskeið mun fara fram í Óákveðið, en hvar er það nákvæmlega? Ég er með kort af háskólasvæðinu en ég finn bygginguna bara ekki þar! Getur einhver hjálpað mér með þetta? Og er komið á hreint í hvaða stofu kennt verður?"
Ahahaha... Ég skemmti mér svo vel yfir þessu. Og geri enn. Mér finnst eins og ég ætti að svara spurningunni hennar og vera ýkt skilningsrík og góð en ég bara get það ekki, mér finnst þetta allt of fyndið og held að kommentið mitt gæti aldrei orðið nógu hlutlaust til að það myndi ekki skína í gegn hvað þetta er sniðugur misskilningur. Ég læt því bara aðra sjá um þetta fyrir mig og held áfram að hlæja. Hahaha...