Ég er að læra fyrir próf í amerískum bókmenntum. Búin að vera löt og allt það um helgina en þetta reddast nú eins og hvað annað, sérstaklega þar sem efnið er skemmtilegt.
Rétt í þessu var ég að lesa sögu eftir mann sem hét Charles W. Chesnutt. Blökkumaður var hann, einn af þeim fyrstu til að skapa sér nafn sem svartur rithöfundur í Ameríku eftir Þrælastríðið.
Í seinustu viku var ég svo að læra fyrir próf í bandarískri menningarsögu. Stór hluti námsefnisins fjallaði einmitt um blökkumenn og mannréttindabaráttu þeirra. Ég er búin að fussa og sveia í marga daga núna yfir hvíta manninum, hvað hann er nú alltaf heimskur og óréttlátur.
Mér stóð því ekki á sama núna þegar ég kláraði söguna eftir Chesnutt er ég byrjaði að raula fyrir munni mér: "Chestnuts roasting on an open fire..."
Ég lokaði á mér munninum í snatri. Nú er ég í þagnarbindindi.
Rétt í þessu var ég að lesa sögu eftir mann sem hét Charles W. Chesnutt. Blökkumaður var hann, einn af þeim fyrstu til að skapa sér nafn sem svartur rithöfundur í Ameríku eftir Þrælastríðið.
Í seinustu viku var ég svo að læra fyrir próf í bandarískri menningarsögu. Stór hluti námsefnisins fjallaði einmitt um blökkumenn og mannréttindabaráttu þeirra. Ég er búin að fussa og sveia í marga daga núna yfir hvíta manninum, hvað hann er nú alltaf heimskur og óréttlátur.
Mér stóð því ekki á sama núna þegar ég kláraði söguna eftir Chesnutt er ég byrjaði að raula fyrir munni mér: "Chestnuts roasting on an open fire..."
Ég lokaði á mér munninum í snatri. Nú er ég í þagnarbindindi.