sunnudagur, febrúar 26, 2006

München

Ég fór í bíó í Silkeborg í gær á München eda Munich eins og thad er á enskunni. Myndin var einhver sú áhrifaríkasta sem ég hef séd lengi lengi. Ég sat límd yfir henni alla thrjá tímana. Í lestinni á leidinni heim fannst mér allir grunsamlegir og tómi pizzukassinn uppi á hillunni hefdi vel getad verid sprengja.
Mér finnst svo merkilegt hvad gódir höfundar geta gert. Their geta fangad mann svo sterkt ad madur heldur med nákvæmlega theim sem madur á ad halda, sama hvort thad er gódi eda vondi kallinn. Thannig var thad einmitt í gær. Mér fannst skrýtid hvad ég hélt ofbodslega mikid med thessum fimmmenningum sem myndin fjallar ad mestu leyti um thó ad their hafi thegar upp var stadid alls ekki verid gódu kallarnir. Thad reyndar var enginn gódur kall í thessari mynd í rauninni, einhvernveginn er bara thröngvad upp á mann ad halda med einhverjum svo myndin hafi nógu mikil áhrif á mann.
Sama hvad heilathvotti leid thá fannst mér myndin algjörlega frábær og mæli med henni. Ég reyndar skammadist mín stórkostlega fyrir fáfrædi mína thví um fjöldamordin á Ólympíuleikunum í München hafdi ég aldrei heyrt fyrr en ég sá auglýsinguna fyrir myndina. Mér finnst pirrandi ad hafa lært sögu í menntaskóla í thrjú ár, telja mig nokkud góda í grískri godafrædi, midaldasögu Evrópu, Íslandssögu og Evrópusögu fram til 1960, eda hér um bil, og vita í rauninni skammarlega lítid um thad sem er ad gerast í heiminum í dag og eftir um thad bil 1960. Vissulega fórum vid í nokkrar bladsídur í mannkynssögu eftir thann tíma en ekkert til ad tala um. Ekkert sem ég get haft eftir núna.
Thetta pirradi mig thegar vid vorum ad læra sögu í MR og thetta pirrar mig ennthá meira núna thegar ég stend mig ad thví ad vita ekki af thví thegar 11 Ísraelsmenn voru teknir í gíslingu á Ólympíuleikunum 1972 og svo skotnir í tætlur á flugvelli fyrir framan löggurnar.
Mér finnst ad thad ætti ad vera farid í trúarbragdasögu samhlida mannkynssögunni og reyna ad auka skilning menntaskólakrakka á thví sem er ad gerast í heiminum í dag og thá sérstaklega Midausturlöndum. Aftur stend ég mig ad thví ad vita samasem ekki neitt um thessi lönd, theirra deilur og sögu.
Mér finnst ég ofbodslega fáfród í augnablikinu.