sunnudagur, febrúar 12, 2006

Fjólublái fákurinn Finnur

Ég vil kynna ykkur fyrir mjög sérstakri persónu í lífi mínu. Hann heitir Finnur og er hjól. Ég eignaðist Finn á þriðjudaginn. Áður átti hann heima í bílskúr við hliðina á gulu húsi. Þar átti hann heima hjá mörgum öðrum hjólum og inni í gula húsinu á heima gamall maður sem gerði við Finn. Við Finnur erum strax orðnir mestu mátar og erum búin að fara margt saman. Hann leyfði Söndru að sitja á bögglaberanum sínum og allt.
Fullu nafni heitir hann Fjólublái fákurinn Finnur. Oftast kalla ég hann bara Finn. Hins vegar held ég að hann vilji láta kalla sig fullu nafni í daglegu tali. Það er bara af því að við erum svo góðir vinir sem ég má kalla hann Finn.
Ég held að mér og Fjólublá fáknum Finni eigi eftir að koma vel saman og eiga margar góðar stundir þar til ég sel hann aftur til gamla mannsins í gula húsinu.