Fjólublái fákurinn Finnur

Fullu nafni heitir hann Fjólublái fákurinn Finnur. Oftast kalla ég hann bara Finn. Hins vegar held ég að hann vilji láta kalla sig fullu nafni í daglegu tali. Það er bara af því að við erum svo góðir vinir sem ég má kalla hann Finn.
Ég held að mér og Fjólublá fáknum Finni eigi eftir að koma vel saman og eiga margar góðar stundir þar til ég sel hann aftur til gamla mannsins í gula húsinu.