Yfirleitt, en ekki núna
Yfirleitt þegar ég horfi á kvikmynd með mömmu er hún sofnuð eftir svona 40 mínútur og man sjaldan eftir neinu eftir þann tíma í myndinni. Í kvöld var þó ekki sá gállinn á henni. Vinkona hennar hringdi í hana og sagði henni að myndin sem þær hefðu hlegið svo mikið af þegar þær sáu hana væri í sjónvarpinu. Mamma hljóp inn í stofu og greip mig og systur mína hálfhlæjandi og sagði: ,,Þið verðið að sjá þessa mynd.. Hún er yndisleg, algjörlega yndisleg." Nú, við settumst náttúrulega niður og þá var þetta Bleiki pardusinn tvö. Allt í lagi.. Fyrsta atriðið sem við sáum er maður að rota annan mann með byssu.
Mamma: ,,Oh, þetta er svo yndisleg mynd!" Ég og systir mín horfðum á hvor aðra.
Svo sagði mamma: ,,Hahaha... Nú fer pyntingaratriðið að koma.. Hahaha"
Ég: ,,Ég vissi ekki að þú hefðir þessar kenndir mamma.. Pyntingar?"
Mamma: ,,Þessar eru bara svo fyndnar."
Ég var farin að búa mig undir það versta. Mamma var ennþá vakandi og hláturinn kraumaði í henni. Hún var alltaf að segja að hún vissi hvað kæmi næst, ég gat ekki annað en hlegið að henni, ég hef aldrei séð hana svona áður.
Ég verð nú samt að viðurkenna að pyntingaratriðið var mjög fyndið og reyndar myndin öll ef að því er að spyrja.
Mamma: ,,Oh, þetta er svo yndisleg mynd!" Ég og systir mín horfðum á hvor aðra.
Svo sagði mamma: ,,Hahaha... Nú fer pyntingaratriðið að koma.. Hahaha"
Ég: ,,Ég vissi ekki að þú hefðir þessar kenndir mamma.. Pyntingar?"
Mamma: ,,Þessar eru bara svo fyndnar."
Ég var farin að búa mig undir það versta. Mamma var ennþá vakandi og hláturinn kraumaði í henni. Hún var alltaf að segja að hún vissi hvað kæmi næst, ég gat ekki annað en hlegið að henni, ég hef aldrei séð hana svona áður.
Ég verð nú samt að viðurkenna að pyntingaratriðið var mjög fyndið og reyndar myndin öll ef að því er að spyrja.